Ísland með hæstu olíuskatta heims Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2014 19:15 Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. Bæði kínverskt og norskt ríkisolíufélag eru nú komin í olíuleitina en ekkert íslenskt ríkisolíufélag. Alþingi lögfesti raunar fyrir fimm árum heimild til stofnunar ríkisolíufélags í líkingu við hið norska Petoro, sem er fyrst og fremst rétthafi sérleyfa, en ekki í beinum rekstri líkt og Statoil, og nú hyggst ráðherra íslenskra olíumála fylgja málinu úr hlaði með sérstöku frumvarpi um íslenskt ríkisolíufélag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vonast til að leggja frumvarp þess efnis fram til kynningar á þessu þingi og síðan vonandi til afgreiðslu á komandi þingi í haust. Þannig segist hún vilja gefa þingi og þjóð góðan tíma til að mynda sér skoðun á málinu. Frá afhendingu þriðja sérleyfisins á Drekasvæðinu. Iðnaðarráðherra óskar fulltrúa kínverska félagsins CNOOC til hamingju. Sendiherra Kína og orkumálastjóri í miðið en til hægri er fulltrúi norska félagsins Petoro.Stöð 2/Einar. En kannski er stóra spurningin hjá mörgum, nú þegar búið er að ráðstafa fyrstu leitarleyfunum, hvað gæti þetta þýtt fyrir ríkissjóð? Stjórnarformaður Eykons, Heiðar Már Guðjónsson, segir að það verði íslenska ríkið sem græði mest allra. „Það er ekkert land, sem er að bjóða út svona leyfi, með hærri skatta á það sem finnst, nema Noregur,” segir Heiðar Már en segir að taka verði tillit til þess að Noregur greiði á móti stærstan hluta af leitarkostnaði. Það má rifja upp að norskur olíusérfræðingur taldi fyrsta olíuútboð Íslendinga fyrir fjórum árum hafa klúðrast vegna of hárra skatta, og sagði raunar svokallað vinnslugjald fáránlega hátt. Skattarnir voru síðan lækkaðir en virðast enn háir, miðað við orð stjórnarformanns Eykons: „Þannig að Ísland er í þeirri stöðu að hingað koma aðilar, og hætta eigin fjármunum, - það er ekki verið að hætta fjármunum íslenska ríkisins, - en ef eitthvað finnst þá mun íslenska ríkið taka væntanlega 55 prósent af öllu sem finnst, og almenningur nýtur góðs af því. Skattheimtan verður einhversstaðar á milli 50 og 60 prósent. Þetta er hæsta skattheimta sem við sjáum alþjóðlega, þrátt fyrir að ríkið taki ekki neina áhættu og taki ekki þátt í leitarkostnaði,” segir Heiðar Már Guðjónsson. Fréttastofan bar þessa fullyrðingu Heiðars undir skattasérfræðing í Stjórnarráðinu, sem tók þátt í að semja lagafrumvörp um skattlagningu olíuvinnslu. Sá treysti sér hvorki til að staðfesta hana né hrekja. Hægt væri að reikna þetta út frá mörgum mismunandi forsendum. Olíuleit á Drekasvæði Skattar og tollar Bensín og olía Tengdar fréttir Olíuskattar klúðruðu Drekaútboðinu Einn helsti sérfræðingur Noregs í olíumálum segir að dræm þátttaka í Drekaútboðinu hljóti að vera vonbrigði fyrir íslensk stjórnvöld og telur að fráhrindandi og illskiljanleg skattalöggjöf sé meginástæðan. Hann segir áformað vinnslugjald fáránlega hátt. 29. maí 2009 18:35 Segir olíuskatta ýta undir að frekar verði borað Noregsmegin Olíuleitarstjóri Valiant telur íslenska olíuskatta fæla olíufélög frá Drekasvæðinu og geti valdið því að frekar verði borað Noregsmegin. Atvinnuvegaráðherra telur enga ástæðu til að lækka skattana. Sem leitarstjóri Valiant er Norðmaðurinn Terje Hagevang í lykilstöðu þegar ákveðið er hvar og hvenær er borað og hann segir freistandi að byrja frekar Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. 5. janúar 2013 19:16 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. Bæði kínverskt og norskt ríkisolíufélag eru nú komin í olíuleitina en ekkert íslenskt ríkisolíufélag. Alþingi lögfesti raunar fyrir fimm árum heimild til stofnunar ríkisolíufélags í líkingu við hið norska Petoro, sem er fyrst og fremst rétthafi sérleyfa, en ekki í beinum rekstri líkt og Statoil, og nú hyggst ráðherra íslenskra olíumála fylgja málinu úr hlaði með sérstöku frumvarpi um íslenskt ríkisolíufélag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vonast til að leggja frumvarp þess efnis fram til kynningar á þessu þingi og síðan vonandi til afgreiðslu á komandi þingi í haust. Þannig segist hún vilja gefa þingi og þjóð góðan tíma til að mynda sér skoðun á málinu. Frá afhendingu þriðja sérleyfisins á Drekasvæðinu. Iðnaðarráðherra óskar fulltrúa kínverska félagsins CNOOC til hamingju. Sendiherra Kína og orkumálastjóri í miðið en til hægri er fulltrúi norska félagsins Petoro.Stöð 2/Einar. En kannski er stóra spurningin hjá mörgum, nú þegar búið er að ráðstafa fyrstu leitarleyfunum, hvað gæti þetta þýtt fyrir ríkissjóð? Stjórnarformaður Eykons, Heiðar Már Guðjónsson, segir að það verði íslenska ríkið sem græði mest allra. „Það er ekkert land, sem er að bjóða út svona leyfi, með hærri skatta á það sem finnst, nema Noregur,” segir Heiðar Már en segir að taka verði tillit til þess að Noregur greiði á móti stærstan hluta af leitarkostnaði. Það má rifja upp að norskur olíusérfræðingur taldi fyrsta olíuútboð Íslendinga fyrir fjórum árum hafa klúðrast vegna of hárra skatta, og sagði raunar svokallað vinnslugjald fáránlega hátt. Skattarnir voru síðan lækkaðir en virðast enn háir, miðað við orð stjórnarformanns Eykons: „Þannig að Ísland er í þeirri stöðu að hingað koma aðilar, og hætta eigin fjármunum, - það er ekki verið að hætta fjármunum íslenska ríkisins, - en ef eitthvað finnst þá mun íslenska ríkið taka væntanlega 55 prósent af öllu sem finnst, og almenningur nýtur góðs af því. Skattheimtan verður einhversstaðar á milli 50 og 60 prósent. Þetta er hæsta skattheimta sem við sjáum alþjóðlega, þrátt fyrir að ríkið taki ekki neina áhættu og taki ekki þátt í leitarkostnaði,” segir Heiðar Már Guðjónsson. Fréttastofan bar þessa fullyrðingu Heiðars undir skattasérfræðing í Stjórnarráðinu, sem tók þátt í að semja lagafrumvörp um skattlagningu olíuvinnslu. Sá treysti sér hvorki til að staðfesta hana né hrekja. Hægt væri að reikna þetta út frá mörgum mismunandi forsendum.
Olíuleit á Drekasvæði Skattar og tollar Bensín og olía Tengdar fréttir Olíuskattar klúðruðu Drekaútboðinu Einn helsti sérfræðingur Noregs í olíumálum segir að dræm þátttaka í Drekaútboðinu hljóti að vera vonbrigði fyrir íslensk stjórnvöld og telur að fráhrindandi og illskiljanleg skattalöggjöf sé meginástæðan. Hann segir áformað vinnslugjald fáránlega hátt. 29. maí 2009 18:35 Segir olíuskatta ýta undir að frekar verði borað Noregsmegin Olíuleitarstjóri Valiant telur íslenska olíuskatta fæla olíufélög frá Drekasvæðinu og geti valdið því að frekar verði borað Noregsmegin. Atvinnuvegaráðherra telur enga ástæðu til að lækka skattana. Sem leitarstjóri Valiant er Norðmaðurinn Terje Hagevang í lykilstöðu þegar ákveðið er hvar og hvenær er borað og hann segir freistandi að byrja frekar Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. 5. janúar 2013 19:16 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Olíuskattar klúðruðu Drekaútboðinu Einn helsti sérfræðingur Noregs í olíumálum segir að dræm þátttaka í Drekaútboðinu hljóti að vera vonbrigði fyrir íslensk stjórnvöld og telur að fráhrindandi og illskiljanleg skattalöggjöf sé meginástæðan. Hann segir áformað vinnslugjald fáránlega hátt. 29. maí 2009 18:35
Segir olíuskatta ýta undir að frekar verði borað Noregsmegin Olíuleitarstjóri Valiant telur íslenska olíuskatta fæla olíufélög frá Drekasvæðinu og geti valdið því að frekar verði borað Noregsmegin. Atvinnuvegaráðherra telur enga ástæðu til að lækka skattana. Sem leitarstjóri Valiant er Norðmaðurinn Terje Hagevang í lykilstöðu þegar ákveðið er hvar og hvenær er borað og hann segir freistandi að byrja frekar Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. 5. janúar 2013 19:16
Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38