Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Jóhannes Stefánsson skrifar 25. janúar 2014 13:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir nýútgefna stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í vímuefnamálum. Vísir/Pjetur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. „Hún er svo gott sem innihaldslaus og er bara áframhald á því sem er fyrir," segir Helgi um yfirlýsinguna. „Þessi stefnuyfirlýsing er greinilega bara gefin út til að gefa eitthvað út," segir Helgi. Hann segir yfirlýsinguna til marks um það að ekkert muni vera gert í þá átt að draga úr aðkomu löggæslunnar að fíkniefnavandamálum, en hann telur refsinæmi fíkniefnaneyslu vera skaðlega. „Það er ekki heilbrigðiskerfið sem er aðal vandamálið heldur löggæslukerfið. Það er þar sem potturinn er brotinn og við lítum á fíkla sem glæpamenn en ekki sjúklinga," segir Helgi. „Þegar þú ert fíkniefnasjúklingur er ríkið óvinur þinn. Fólk er hrætt við ríkið, ekki að ástæðulausu. Hugsaðu þér að við kæmum svona fram við krabbameinssjúklinga, að það væri ólöglegt að fá krabbamein og þér væri refsað ef þú værir með krabbamein. Vegna þess hvernig tekið er á þessum málum forðast fólk að leita til heilbrigðiskerfisins þangað til það er komið alveg á botninn. Vegna þessa kemur heilbrigðiskerfið að miklu minna gagni en það myndi annars gera," segir Helgi.Árangurinn má rekja til fræðslunnar Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að góður árangur hafi náðst við að draga úr vímuefnaneyslu unglinga. Helgi tekur undir að vel hafi verið gert í málaflokknum hvað það varðar, en það sé þó ekki löggjöfinni sjálfri að þakka. „Árangurinn sem hefur komið fram er afleiðing fræðslunnar. Það er hins vegar ekki hægt að segja það að árangur síðustu ára sé vegna aukins aðhalds, því það hefur frekar verið að minnka ef eitthvað er. Það sem hefur gert skýran greinarmun er að fræðslan er hreinskilnari og opnari. Þetta er að leiða til þess að unglingar eru frekar farnir að bíða með að prófa efni þangað til þeir eru fullorðnir og geta tekið upplýstari ákvarðanir um það sem þeir eru að gera," segir Helgi. Helgi segir refsingar við meðferð fíkniefna vera eins og að ætla að banna framhjáhöld. „Þetta virkar ekki nema með gerræði, sem við viljum væntanlega ekki. Sagan sýnir okkur að þetta virkar ekki," segir Helgi. „Fólk er farið að sjá í gegnum þessa stefnu. Löggæslan er stóra vandamálið og þessi yfirlýsing lýsir vel firringunni sem núverandi stefna er," segir hann að endingu. Tengdar fréttir Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. „Hún er svo gott sem innihaldslaus og er bara áframhald á því sem er fyrir," segir Helgi um yfirlýsinguna. „Þessi stefnuyfirlýsing er greinilega bara gefin út til að gefa eitthvað út," segir Helgi. Hann segir yfirlýsinguna til marks um það að ekkert muni vera gert í þá átt að draga úr aðkomu löggæslunnar að fíkniefnavandamálum, en hann telur refsinæmi fíkniefnaneyslu vera skaðlega. „Það er ekki heilbrigðiskerfið sem er aðal vandamálið heldur löggæslukerfið. Það er þar sem potturinn er brotinn og við lítum á fíkla sem glæpamenn en ekki sjúklinga," segir Helgi. „Þegar þú ert fíkniefnasjúklingur er ríkið óvinur þinn. Fólk er hrætt við ríkið, ekki að ástæðulausu. Hugsaðu þér að við kæmum svona fram við krabbameinssjúklinga, að það væri ólöglegt að fá krabbamein og þér væri refsað ef þú værir með krabbamein. Vegna þess hvernig tekið er á þessum málum forðast fólk að leita til heilbrigðiskerfisins þangað til það er komið alveg á botninn. Vegna þessa kemur heilbrigðiskerfið að miklu minna gagni en það myndi annars gera," segir Helgi.Árangurinn má rekja til fræðslunnar Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að góður árangur hafi náðst við að draga úr vímuefnaneyslu unglinga. Helgi tekur undir að vel hafi verið gert í málaflokknum hvað það varðar, en það sé þó ekki löggjöfinni sjálfri að þakka. „Árangurinn sem hefur komið fram er afleiðing fræðslunnar. Það er hins vegar ekki hægt að segja það að árangur síðustu ára sé vegna aukins aðhalds, því það hefur frekar verið að minnka ef eitthvað er. Það sem hefur gert skýran greinarmun er að fræðslan er hreinskilnari og opnari. Þetta er að leiða til þess að unglingar eru frekar farnir að bíða með að prófa efni þangað til þeir eru fullorðnir og geta tekið upplýstari ákvarðanir um það sem þeir eru að gera," segir Helgi. Helgi segir refsingar við meðferð fíkniefna vera eins og að ætla að banna framhjáhöld. „Þetta virkar ekki nema með gerræði, sem við viljum væntanlega ekki. Sagan sýnir okkur að þetta virkar ekki," segir Helgi. „Fólk er farið að sjá í gegnum þessa stefnu. Löggæslan er stóra vandamálið og þessi yfirlýsing lýsir vel firringunni sem núverandi stefna er," segir hann að endingu.
Tengdar fréttir Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56