Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2014 12:05 Vísir/Daníel Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. Það var í eina skiptið sem Ísland var yfir í leiknum.Aron Rafn Eðvarðsson, sem átti frábæran seinni hálfleik, tryggði svo endanlega sigurinn með því að verja lokaskot Pólverjanna á lokasekúndunum. Frábær frammistaða okkar manna, sérstaklega í síðari hálfleik, og niðurstaðan fimmta sætið á EM sem er einstaklega góður árangur hjá íslenska landsliðinu. Pólverjar voru með yfirhöndina lengst af í leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Varnarleikur og markvarsla var ekki upp á marga fiska en það átti eftir að lagast í seinni hálfleik. Aron Rafn hrökk í gang snemma í síðari hálfleik og okkar menn náðu að jafna metin í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútunum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo jafnt á öllum tölum eftir það en Pólverjarnir voru ávallt skrefinu á undan. En lokamínúturnar spiluðust eftir höfði íslenska liðsins. Aron Rafn varði þegar rúm mínúta eftir og strákarnir komust í sókn. Ásgeir Örn Hallgrímsson fór inn úr horninu en skot hans var varið í innkast - þó svo að það mátti engu muna að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínuna en þá hefðu Pólverjarnir fengið boltann. Þess í stað fengum við nýja sókn og Rúnar, sem var algjörlega óhræddur þrátt fyrir að hafa klikkað á nokkrum skotum, lét vaða og skoraði gott mark. Pólverjar fengu engu að síður nokkrar sekúndur til að jafna metin en enn og aftur náði Aron Rafn að verja.Snorri Steinn Guðjónsson átti skínandi góðan leik í dag og skoraði átta mörk, þar af fjögur af vítalíunni. Rúnar skoraði sex mörk og var frábær. Gunnar Steinn Jónsson átti einnig góða innkomu sem og Stefán Rafn Sigurmannsson. Heildarniðurstaðan er frábært mót hjá íslenska landsliðinu. Fáir þorðu að spá því að strákarnir myndu ná fimmta sætinu, ekki síst vegna þeirra meiðsla sem hrjáðu lykilmenn fyrir mótið. Aron Kristjánsson spilaði hins vegar frábærlega úr erfiðri stöðu.Guðjón Valur Sigurðsson, fyriliði, hefur spilað glimrandi vel allt mótið en fann sig ekki í dag. Hann klikkaði á öllum sínum þremur skotum, þar af einu á vítalínunni. Hann á þó enn góðan möguleika á að verða markakóngur EM í Danmörku. EM 2014 karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira
Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. Það var í eina skiptið sem Ísland var yfir í leiknum.Aron Rafn Eðvarðsson, sem átti frábæran seinni hálfleik, tryggði svo endanlega sigurinn með því að verja lokaskot Pólverjanna á lokasekúndunum. Frábær frammistaða okkar manna, sérstaklega í síðari hálfleik, og niðurstaðan fimmta sætið á EM sem er einstaklega góður árangur hjá íslenska landsliðinu. Pólverjar voru með yfirhöndina lengst af í leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Varnarleikur og markvarsla var ekki upp á marga fiska en það átti eftir að lagast í seinni hálfleik. Aron Rafn hrökk í gang snemma í síðari hálfleik og okkar menn náðu að jafna metin í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútunum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo jafnt á öllum tölum eftir það en Pólverjarnir voru ávallt skrefinu á undan. En lokamínúturnar spiluðust eftir höfði íslenska liðsins. Aron Rafn varði þegar rúm mínúta eftir og strákarnir komust í sókn. Ásgeir Örn Hallgrímsson fór inn úr horninu en skot hans var varið í innkast - þó svo að það mátti engu muna að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínuna en þá hefðu Pólverjarnir fengið boltann. Þess í stað fengum við nýja sókn og Rúnar, sem var algjörlega óhræddur þrátt fyrir að hafa klikkað á nokkrum skotum, lét vaða og skoraði gott mark. Pólverjar fengu engu að síður nokkrar sekúndur til að jafna metin en enn og aftur náði Aron Rafn að verja.Snorri Steinn Guðjónsson átti skínandi góðan leik í dag og skoraði átta mörk, þar af fjögur af vítalíunni. Rúnar skoraði sex mörk og var frábær. Gunnar Steinn Jónsson átti einnig góða innkomu sem og Stefán Rafn Sigurmannsson. Heildarniðurstaðan er frábært mót hjá íslenska landsliðinu. Fáir þorðu að spá því að strákarnir myndu ná fimmta sætinu, ekki síst vegna þeirra meiðsla sem hrjáðu lykilmenn fyrir mótið. Aron Kristjánsson spilaði hins vegar frábærlega úr erfiðri stöðu.Guðjón Valur Sigurðsson, fyriliði, hefur spilað glimrandi vel allt mótið en fann sig ekki í dag. Hann klikkaði á öllum sínum þremur skotum, þar af einu á vítalínunni. Hann á þó enn góðan möguleika á að verða markakóngur EM í Danmörku.
EM 2014 karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira