Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2014 12:05 Vísir/Daníel Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. Það var í eina skiptið sem Ísland var yfir í leiknum.Aron Rafn Eðvarðsson, sem átti frábæran seinni hálfleik, tryggði svo endanlega sigurinn með því að verja lokaskot Pólverjanna á lokasekúndunum. Frábær frammistaða okkar manna, sérstaklega í síðari hálfleik, og niðurstaðan fimmta sætið á EM sem er einstaklega góður árangur hjá íslenska landsliðinu. Pólverjar voru með yfirhöndina lengst af í leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Varnarleikur og markvarsla var ekki upp á marga fiska en það átti eftir að lagast í seinni hálfleik. Aron Rafn hrökk í gang snemma í síðari hálfleik og okkar menn náðu að jafna metin í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútunum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo jafnt á öllum tölum eftir það en Pólverjarnir voru ávallt skrefinu á undan. En lokamínúturnar spiluðust eftir höfði íslenska liðsins. Aron Rafn varði þegar rúm mínúta eftir og strákarnir komust í sókn. Ásgeir Örn Hallgrímsson fór inn úr horninu en skot hans var varið í innkast - þó svo að það mátti engu muna að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínuna en þá hefðu Pólverjarnir fengið boltann. Þess í stað fengum við nýja sókn og Rúnar, sem var algjörlega óhræddur þrátt fyrir að hafa klikkað á nokkrum skotum, lét vaða og skoraði gott mark. Pólverjar fengu engu að síður nokkrar sekúndur til að jafna metin en enn og aftur náði Aron Rafn að verja.Snorri Steinn Guðjónsson átti skínandi góðan leik í dag og skoraði átta mörk, þar af fjögur af vítalíunni. Rúnar skoraði sex mörk og var frábær. Gunnar Steinn Jónsson átti einnig góða innkomu sem og Stefán Rafn Sigurmannsson. Heildarniðurstaðan er frábært mót hjá íslenska landsliðinu. Fáir þorðu að spá því að strákarnir myndu ná fimmta sætinu, ekki síst vegna þeirra meiðsla sem hrjáðu lykilmenn fyrir mótið. Aron Kristjánsson spilaði hins vegar frábærlega úr erfiðri stöðu.Guðjón Valur Sigurðsson, fyriliði, hefur spilað glimrandi vel allt mótið en fann sig ekki í dag. Hann klikkaði á öllum sínum þremur skotum, þar af einu á vítalínunni. Hann á þó enn góðan möguleika á að verða markakóngur EM í Danmörku. EM 2014 karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. Það var í eina skiptið sem Ísland var yfir í leiknum.Aron Rafn Eðvarðsson, sem átti frábæran seinni hálfleik, tryggði svo endanlega sigurinn með því að verja lokaskot Pólverjanna á lokasekúndunum. Frábær frammistaða okkar manna, sérstaklega í síðari hálfleik, og niðurstaðan fimmta sætið á EM sem er einstaklega góður árangur hjá íslenska landsliðinu. Pólverjar voru með yfirhöndina lengst af í leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Varnarleikur og markvarsla var ekki upp á marga fiska en það átti eftir að lagast í seinni hálfleik. Aron Rafn hrökk í gang snemma í síðari hálfleik og okkar menn náðu að jafna metin í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútunum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Það var svo jafnt á öllum tölum eftir það en Pólverjarnir voru ávallt skrefinu á undan. En lokamínúturnar spiluðust eftir höfði íslenska liðsins. Aron Rafn varði þegar rúm mínúta eftir og strákarnir komust í sókn. Ásgeir Örn Hallgrímsson fór inn úr horninu en skot hans var varið í innkast - þó svo að það mátti engu muna að boltinn hefði farið aftur fyrir endalínuna en þá hefðu Pólverjarnir fengið boltann. Þess í stað fengum við nýja sókn og Rúnar, sem var algjörlega óhræddur þrátt fyrir að hafa klikkað á nokkrum skotum, lét vaða og skoraði gott mark. Pólverjar fengu engu að síður nokkrar sekúndur til að jafna metin en enn og aftur náði Aron Rafn að verja.Snorri Steinn Guðjónsson átti skínandi góðan leik í dag og skoraði átta mörk, þar af fjögur af vítalíunni. Rúnar skoraði sex mörk og var frábær. Gunnar Steinn Jónsson átti einnig góða innkomu sem og Stefán Rafn Sigurmannsson. Heildarniðurstaðan er frábært mót hjá íslenska landsliðinu. Fáir þorðu að spá því að strákarnir myndu ná fimmta sætinu, ekki síst vegna þeirra meiðsla sem hrjáðu lykilmenn fyrir mótið. Aron Kristjánsson spilaði hins vegar frábærlega úr erfiðri stöðu.Guðjón Valur Sigurðsson, fyriliði, hefur spilað glimrandi vel allt mótið en fann sig ekki í dag. Hann klikkaði á öllum sínum þremur skotum, þar af einu á vítalínunni. Hann á þó enn góðan möguleika á að verða markakóngur EM í Danmörku.
EM 2014 karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira