Kanínukjöt á boðstólnum hér á landi fyrir næstu jól Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. janúar 2014 14:49 Birgit býður Íslendingum upp á kanínukjöt fyrir næstu jól. „Ég stefni að því að senda fyrsta kanínukjötið á markað hér á landi fyrir jólin,“ segir Birgit Kositzke, kanínubóndi í Húnaþingi vestra. Hún segir kanínukjöt vera mjög ljúffengt. „Sumir segja að þetta bragðist eins og kalkúnn, en ég get ekki alveg verið sammála því. Þetta er hvítt kjöt en bragðið er einstakt,“ útskýrir Birgit. Samhliða kanínuslátrun mun hún gefa út bækling með uppskriftum. „Kanínukjöt í sinnepssósu er ótrúlega góður réttur. Svo þykir mér kínverskur réttur; kanínukjöt með banana og rúsínum í rjómasósu vera algjört sælgæti,“ segir Birgit. Hún er frá austurhluta Þýskalands og var kanínurækt stunduð á heimili hennar í æsku. „Við steiktum kanínukjötið yfirleitt í ofni. En svo var líka oft súpa með kanínukjöti. Það er hægt að vinna mikið með kjötið og gera marga frábæra rétti.“ Bær hennar er fimm kílómetrum norðan við Hvammstanga og hefur Sláturhúsið þar fengið leyfi til að slátra kanínum frá Matvælastofnun. Hún er með um 60 kanínur í ræktun og hyggst fjölga þeim í 170. Hún ætlar að byrja smátt en vinna sig svo upp og árið 2018 hyggst hún vera komin á fullt skrið með ræktunina. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég stefni að því að senda fyrsta kanínukjötið á markað hér á landi fyrir jólin,“ segir Birgit Kositzke, kanínubóndi í Húnaþingi vestra. Hún segir kanínukjöt vera mjög ljúffengt. „Sumir segja að þetta bragðist eins og kalkúnn, en ég get ekki alveg verið sammála því. Þetta er hvítt kjöt en bragðið er einstakt,“ útskýrir Birgit. Samhliða kanínuslátrun mun hún gefa út bækling með uppskriftum. „Kanínukjöt í sinnepssósu er ótrúlega góður réttur. Svo þykir mér kínverskur réttur; kanínukjöt með banana og rúsínum í rjómasósu vera algjört sælgæti,“ segir Birgit. Hún er frá austurhluta Þýskalands og var kanínurækt stunduð á heimili hennar í æsku. „Við steiktum kanínukjötið yfirleitt í ofni. En svo var líka oft súpa með kanínukjöti. Það er hægt að vinna mikið með kjötið og gera marga frábæra rétti.“ Bær hennar er fimm kílómetrum norðan við Hvammstanga og hefur Sláturhúsið þar fengið leyfi til að slátra kanínum frá Matvælastofnun. Hún er með um 60 kanínur í ræktun og hyggst fjölga þeim í 170. Hún ætlar að byrja smátt en vinna sig svo upp og árið 2018 hyggst hún vera komin á fullt skrið með ræktunina.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira