Viðskipti innlent

Lögmannsstofa með veð í húsi Kára Stefánssonar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Kári neitar að greiða tveggja milljóna króna reikning frá Lex.
Kári neitar að greiða tveggja milljóna króna reikning frá Lex. Vísir/GVA
Lögmannsstofan Lex hefur tekið veð í húsi Kára Stefánssonar, stofnanda og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, vegna þess að hann neitar að borga reikning frá stofunni. Kári hefur farið í mál vegna þessa við Lex. Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag.

Kári reisti sér hús við Fagraþing í Kópavogi sem er 570 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum og hljóðar fasteignamatið upp á 129 milljónir króna.

Lex vann fyrir Kára og var reikningurinn upp á tæpar tvær milljónir króna. Úrskurðanefnd Lögmannafélagsins hafði úrskurðað um hæfilegt endurgjald fyrir þjónustuna sem Lex veitti Kára og fór stofan fram á fjárnám hjá sýslumanni þegar Kári neitaði að greiða.

Viðskiptablaðið segir Kára hafa farið í mál vegna fjárnámsins, en hann sjálfur segist ekki kannast við málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×