Massa biður fyrir Schumacher á hverjum degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2014 13:45 Felipe Massa og Michael Schumacher. Vísir/NordicPhotos/Getty Brasilíumaðurinn Felipe Massa segist biðja fyrir Michael Schumacher á hverjum degi en hinn 45 ára gamli Schumacher liggur enn í dái eftir að hafa dottið illa á skíðum 29. desember síðastliðinn. „Kæri Michael, minn góði vinur. Þú hjálpaðir mér svo mikið á mínum ferli og ég bið fyrir þér á hverjum degi. Ég vil fá tækifæri til að faðma þig," skrifaði Felipe Massa á heimasíðu Ferrari. Líðan Schumacher er stöðug en hann er samt enn í lífshættu á spítala í Grenoble eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í brekkunni við Meribel skíðastaðinn. Felipe Massa og Michael Schumacher kepptu saman fyrir Ferrari síðasta tímabil Schumacher hjá ítalska félaginu. Massa varð þá þriðji á eftir Schumacher en Fernando Alonso vann heimsmeistaratitilinn. Felipe Massa, sem er 32 ára gamall, heiðraði Michael Schumacher á dögunum þegar hann var með nafn hans á hjálminum sínum í árlegri Go-kart keppni í heimalandi sínu. Vísir/NordicPhotos/Getty Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa segist biðja fyrir Michael Schumacher á hverjum degi en hinn 45 ára gamli Schumacher liggur enn í dái eftir að hafa dottið illa á skíðum 29. desember síðastliðinn. „Kæri Michael, minn góði vinur. Þú hjálpaðir mér svo mikið á mínum ferli og ég bið fyrir þér á hverjum degi. Ég vil fá tækifæri til að faðma þig," skrifaði Felipe Massa á heimasíðu Ferrari. Líðan Schumacher er stöðug en hann er samt enn í lífshættu á spítala í Grenoble eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í brekkunni við Meribel skíðastaðinn. Felipe Massa og Michael Schumacher kepptu saman fyrir Ferrari síðasta tímabil Schumacher hjá ítalska félaginu. Massa varð þá þriðji á eftir Schumacher en Fernando Alonso vann heimsmeistaratitilinn. Felipe Massa, sem er 32 ára gamall, heiðraði Michael Schumacher á dögunum þegar hann var með nafn hans á hjálminum sínum í árlegri Go-kart keppni í heimalandi sínu. Vísir/NordicPhotos/Getty
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira