Viðskipti innlent

Hvalabjórsbruggarinn: Ofbeldi af hálfu embættismanna

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Dagbjarti Arilíussyni, einum eiganda brugghússins, þykir bannið ósanngjarnt.
Dagbjarti Arilíussyni, einum eiganda brugghússins, þykir bannið ósanngjarnt.
Hvalabjórnum, sem Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur bannað sölu og dreifingu á, hefur ekki enn verið fargað. Það er Brugghúsið Steðji í Borgarfirði sem framleiddi bjórinn. Þetta kemur fram á vefsíðu Skessuhorns.

Þar segir Dagbjartur Arilíusson, einn eigandi brugghússins, að þeim þyki bannið ósanngjarnt. Um sé að ræða ofbeldi af hálfu embættismanna sem grundvallist á grein í lögum um matvæli sem hafi verið felld úr lögum árið 2009.

Brugghúsið hefur lagt fram stjórnsýslukæru vegna málsins og vonast eftir skjótri niðurstöðu því tíminn sé naumur ef þau ætli sé að ná þorrablótamarkaðnum eins og ætlunin var.

Brugghúsið framleiddi um fimm þúsund lítra af bjórnum. Ef hann verður ekki seldur verði ríkið af þremur og hálfri milljón króna. Tap Steðja muni hlaupa á milljónum.

Dagbjartur segir málsmeðferðina hafa verið mjög undarlega. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×