Vodafone ber fyrir sig lagalega óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2014 12:57 Upplýsingafulltrúi Vodafone segir lagalega óvissu hafa verið um vistun gagna fram í nóvember 2011 en afhenti lögreglu engu að síður ólögleg gögn þremur mánuðum síðar. Vísir/vilhelm/daníel Vodafone afhenti lögreglu gögn um símtöl í febrúar 2012 sem átti að vera búið að eyða tæpum fimm árum áður samkvæmt lögum. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að ákveðið hafi verið að lúta dómsúrskurði í málinu þótt Póst og fjarskiptastofnun hafi tekið af allan vafa í þessum efnum þremur mánuðum áður en gögnin voru afhent. Það tók Vodafone aðeins 45 mínútur að verða við ósk lögreglunnar um upplýsingar um símtöl milli tveggja númera hjá fyrirtækinu þegar lögregla óskaði eftir upplýsingunum í febrúar árið 2012, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag. En lög kveða á um að eyða beri gögnum sem þessum eftir sex mánuði, en upplýsingarnar sem afhentar voru vörðuðu símtöl sem þá höfðu átt sér stað tæpum fimm árum áður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segir að verklag fyrirtækisins hafi verið að verða við dómsúrskurðum um afhendingu gagna. „Og fyrst þau voru á annað borð til óháð því hvort þau áttu að vera til eða ekki, töldum við rétt að afhenda þau eins og dómsúrskurðurinn kvað á um,“ segir Hrannar.En hefði engu að síður ekki verið rétt að eyða þeim í stað þess að afhenda þau? „Það kann að vera. En eins og ég segi verklagið okkar var þannig á þessum tíma að uppfylla í rauninni þær kröfur sem dómsúrskurður setti á okkur,“ segir Hrannar. Hrannar segir að lagaleg óvissa hafi ríkt í þessum málum allt fram í nóvember 2011. m.a. vegna skörunar við bókhaldslög, ákvæði í fyrningarrétti, tilskipana frá Evrópusambandinu og innra ósamræmis í fjarskiptalögum. Óvissu varðandi túlkun laganna hafi verið eytt með úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar sem birtur var í nóvember 2011.En ef óvissunni var eytt í nóvember þá lá það fyrir í febrúar þegar lögreglan óskar eftir þessum gögnum? „Já, það má gagnrýna okkur fyrir það. En það tekur ákveðinn tíma, eða tók að minnsta kosti í þessu tilviki ákveðinn tíma að innleiða nýjar reglur sem við settum einmitt að höfðu samráði við Póst og fjarskiptastofnun og það skýrir málið,“ segir Hrannar. Ekki varð af ákæru í málinu sem lögreglan óskaði eftir gögnunum fyrir, en það varðaði rannsókn á meintu kynferðisbroti lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að lögreglan sjálf undraðist að gögnin skyldu afhent því þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir gögnin áfram til lögreglunnar á Akranesi fylgdi eftirfarandi athugasemd með gögnunum: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“En breytir það nokkru þótt að komi dómsúrskurður þegar lög segja að þið eigið ekki að hafa þessi gögn í svona langan tíma? „Það kann að vera sjónarmið en hitt sannarlega var ráðlegging frá löglærðum mönnum um að okkur væri í raun skylt að afhenda það sem dómsúrskurður kvað á um,“ sagði Hrannar Pétursson, sem segir viðskiptavini fyrirtækisins geta treyst því að í dag séu engin gögn vistuð hjá Vodafone lengur en lög og reglur kveði á um. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Vodafone afhenti lögreglu gögn um símtöl í febrúar 2012 sem átti að vera búið að eyða tæpum fimm árum áður samkvæmt lögum. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að ákveðið hafi verið að lúta dómsúrskurði í málinu þótt Póst og fjarskiptastofnun hafi tekið af allan vafa í þessum efnum þremur mánuðum áður en gögnin voru afhent. Það tók Vodafone aðeins 45 mínútur að verða við ósk lögreglunnar um upplýsingar um símtöl milli tveggja númera hjá fyrirtækinu þegar lögregla óskaði eftir upplýsingunum í febrúar árið 2012, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag. En lög kveða á um að eyða beri gögnum sem þessum eftir sex mánuði, en upplýsingarnar sem afhentar voru vörðuðu símtöl sem þá höfðu átt sér stað tæpum fimm árum áður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segir að verklag fyrirtækisins hafi verið að verða við dómsúrskurðum um afhendingu gagna. „Og fyrst þau voru á annað borð til óháð því hvort þau áttu að vera til eða ekki, töldum við rétt að afhenda þau eins og dómsúrskurðurinn kvað á um,“ segir Hrannar.En hefði engu að síður ekki verið rétt að eyða þeim í stað þess að afhenda þau? „Það kann að vera. En eins og ég segi verklagið okkar var þannig á þessum tíma að uppfylla í rauninni þær kröfur sem dómsúrskurður setti á okkur,“ segir Hrannar. Hrannar segir að lagaleg óvissa hafi ríkt í þessum málum allt fram í nóvember 2011. m.a. vegna skörunar við bókhaldslög, ákvæði í fyrningarrétti, tilskipana frá Evrópusambandinu og innra ósamræmis í fjarskiptalögum. Óvissu varðandi túlkun laganna hafi verið eytt með úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar sem birtur var í nóvember 2011.En ef óvissunni var eytt í nóvember þá lá það fyrir í febrúar þegar lögreglan óskar eftir þessum gögnum? „Já, það má gagnrýna okkur fyrir það. En það tekur ákveðinn tíma, eða tók að minnsta kosti í þessu tilviki ákveðinn tíma að innleiða nýjar reglur sem við settum einmitt að höfðu samráði við Póst og fjarskiptastofnun og það skýrir málið,“ segir Hrannar. Ekki varð af ákæru í málinu sem lögreglan óskaði eftir gögnunum fyrir, en það varðaði rannsókn á meintu kynferðisbroti lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að lögreglan sjálf undraðist að gögnin skyldu afhent því þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir gögnin áfram til lögreglunnar á Akranesi fylgdi eftirfarandi athugasemd með gögnunum: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“En breytir það nokkru þótt að komi dómsúrskurður þegar lög segja að þið eigið ekki að hafa þessi gögn í svona langan tíma? „Það kann að vera sjónarmið en hitt sannarlega var ráðlegging frá löglærðum mönnum um að okkur væri í raun skylt að afhenda það sem dómsúrskurður kvað á um,“ sagði Hrannar Pétursson, sem segir viðskiptavini fyrirtækisins geta treyst því að í dag séu engin gögn vistuð hjá Vodafone lengur en lög og reglur kveði á um.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira