Vodafone ber fyrir sig lagalega óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2014 12:57 Upplýsingafulltrúi Vodafone segir lagalega óvissu hafa verið um vistun gagna fram í nóvember 2011 en afhenti lögreglu engu að síður ólögleg gögn þremur mánuðum síðar. Vísir/vilhelm/daníel Vodafone afhenti lögreglu gögn um símtöl í febrúar 2012 sem átti að vera búið að eyða tæpum fimm árum áður samkvæmt lögum. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að ákveðið hafi verið að lúta dómsúrskurði í málinu þótt Póst og fjarskiptastofnun hafi tekið af allan vafa í þessum efnum þremur mánuðum áður en gögnin voru afhent. Það tók Vodafone aðeins 45 mínútur að verða við ósk lögreglunnar um upplýsingar um símtöl milli tveggja númera hjá fyrirtækinu þegar lögregla óskaði eftir upplýsingunum í febrúar árið 2012, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag. En lög kveða á um að eyða beri gögnum sem þessum eftir sex mánuði, en upplýsingarnar sem afhentar voru vörðuðu símtöl sem þá höfðu átt sér stað tæpum fimm árum áður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segir að verklag fyrirtækisins hafi verið að verða við dómsúrskurðum um afhendingu gagna. „Og fyrst þau voru á annað borð til óháð því hvort þau áttu að vera til eða ekki, töldum við rétt að afhenda þau eins og dómsúrskurðurinn kvað á um,“ segir Hrannar.En hefði engu að síður ekki verið rétt að eyða þeim í stað þess að afhenda þau? „Það kann að vera. En eins og ég segi verklagið okkar var þannig á þessum tíma að uppfylla í rauninni þær kröfur sem dómsúrskurður setti á okkur,“ segir Hrannar. Hrannar segir að lagaleg óvissa hafi ríkt í þessum málum allt fram í nóvember 2011. m.a. vegna skörunar við bókhaldslög, ákvæði í fyrningarrétti, tilskipana frá Evrópusambandinu og innra ósamræmis í fjarskiptalögum. Óvissu varðandi túlkun laganna hafi verið eytt með úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar sem birtur var í nóvember 2011.En ef óvissunni var eytt í nóvember þá lá það fyrir í febrúar þegar lögreglan óskar eftir þessum gögnum? „Já, það má gagnrýna okkur fyrir það. En það tekur ákveðinn tíma, eða tók að minnsta kosti í þessu tilviki ákveðinn tíma að innleiða nýjar reglur sem við settum einmitt að höfðu samráði við Póst og fjarskiptastofnun og það skýrir málið,“ segir Hrannar. Ekki varð af ákæru í málinu sem lögreglan óskaði eftir gögnunum fyrir, en það varðaði rannsókn á meintu kynferðisbroti lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að lögreglan sjálf undraðist að gögnin skyldu afhent því þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir gögnin áfram til lögreglunnar á Akranesi fylgdi eftirfarandi athugasemd með gögnunum: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“En breytir það nokkru þótt að komi dómsúrskurður þegar lög segja að þið eigið ekki að hafa þessi gögn í svona langan tíma? „Það kann að vera sjónarmið en hitt sannarlega var ráðlegging frá löglærðum mönnum um að okkur væri í raun skylt að afhenda það sem dómsúrskurður kvað á um,“ sagði Hrannar Pétursson, sem segir viðskiptavini fyrirtækisins geta treyst því að í dag séu engin gögn vistuð hjá Vodafone lengur en lög og reglur kveði á um. Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Vodafone afhenti lögreglu gögn um símtöl í febrúar 2012 sem átti að vera búið að eyða tæpum fimm árum áður samkvæmt lögum. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að ákveðið hafi verið að lúta dómsúrskurði í málinu þótt Póst og fjarskiptastofnun hafi tekið af allan vafa í þessum efnum þremur mánuðum áður en gögnin voru afhent. Það tók Vodafone aðeins 45 mínútur að verða við ósk lögreglunnar um upplýsingar um símtöl milli tveggja númera hjá fyrirtækinu þegar lögregla óskaði eftir upplýsingunum í febrúar árið 2012, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag. En lög kveða á um að eyða beri gögnum sem þessum eftir sex mánuði, en upplýsingarnar sem afhentar voru vörðuðu símtöl sem þá höfðu átt sér stað tæpum fimm árum áður. Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone segir að verklag fyrirtækisins hafi verið að verða við dómsúrskurðum um afhendingu gagna. „Og fyrst þau voru á annað borð til óháð því hvort þau áttu að vera til eða ekki, töldum við rétt að afhenda þau eins og dómsúrskurðurinn kvað á um,“ segir Hrannar.En hefði engu að síður ekki verið rétt að eyða þeim í stað þess að afhenda þau? „Það kann að vera. En eins og ég segi verklagið okkar var þannig á þessum tíma að uppfylla í rauninni þær kröfur sem dómsúrskurður setti á okkur,“ segir Hrannar. Hrannar segir að lagaleg óvissa hafi ríkt í þessum málum allt fram í nóvember 2011. m.a. vegna skörunar við bókhaldslög, ákvæði í fyrningarrétti, tilskipana frá Evrópusambandinu og innra ósamræmis í fjarskiptalögum. Óvissu varðandi túlkun laganna hafi verið eytt með úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar sem birtur var í nóvember 2011.En ef óvissunni var eytt í nóvember þá lá það fyrir í febrúar þegar lögreglan óskar eftir þessum gögnum? „Já, það má gagnrýna okkur fyrir það. En það tekur ákveðinn tíma, eða tók að minnsta kosti í þessu tilviki ákveðinn tíma að innleiða nýjar reglur sem við settum einmitt að höfðu samráði við Póst og fjarskiptastofnun og það skýrir málið,“ segir Hrannar. Ekki varð af ákæru í málinu sem lögreglan óskaði eftir gögnunum fyrir, en það varðaði rannsókn á meintu kynferðisbroti lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að lögreglan sjálf undraðist að gögnin skyldu afhent því þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir gögnin áfram til lögreglunnar á Akranesi fylgdi eftirfarandi athugasemd með gögnunum: „Sælir. Svo ótrúlegt sem það er þá fengum við þessi svör frá Vodafone.“En breytir það nokkru þótt að komi dómsúrskurður þegar lög segja að þið eigið ekki að hafa þessi gögn í svona langan tíma? „Það kann að vera sjónarmið en hitt sannarlega var ráðlegging frá löglærðum mönnum um að okkur væri í raun skylt að afhenda það sem dómsúrskurður kvað á um,“ sagði Hrannar Pétursson, sem segir viðskiptavini fyrirtækisins geta treyst því að í dag séu engin gögn vistuð hjá Vodafone lengur en lög og reglur kveði á um.
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira