Viðskipti innlent

Eimskip í samstarf við stærsta skipafélag Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips og Zhu Jiandong framkvæmdastjóri COSCO undirrita nýjan samstarfssamning á milli félaganna.
Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips og Zhu Jiandong framkvæmdastjóri COSCO undirrita nýjan samstarfssamning á milli félaganna. Aðsend mynd
Fulltrúar Eimskips og COSCO, stærsta skipfélags Kína og fimmta stærsta skipafélags í heimi, undirrituðu samning í síðustu viku. Samningurinn snýr að samstarfi félagana með sérstakri áherslu á flutninga á Norður-Atlantshafi og á alþjóðlega frystiflutningsmiðlun.

Einnig var gert samkomulag um framtíðarsamstarf á milli félaganna tengt mögulegum siglingum yfir Norðurheimskautið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Emskipafélagi Íslands.

Samningurinn var undirritaður þegar fjölmargir fulltrúar erlendra fyrirtækja heimsóttu Eimskip í síðustu viku í tilefni af afmæli félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×