Tækifæri Norðurslóða sigla framhjá Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2014 18:45 Dýrasta skip Íslendinga, sem verið er að smíða til að þjóna Norðurslóðum, mun að óbreyttu ekki fá heimahöfn á Íslandi. Útgerðarmaðurinn segist ekki geta keppt við skip skráð í Færeyjum. Þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu, og því síðasta í þessari atrennu, verður úthlutað í Þjóðmenningarhúsinu á morgun. Það er hins vegar óvíst hvort útgerðir sem stefna á skipaþjónustu við olíuleit vilji hafa heimahöfn á Íslandi. Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, er láta smíða sérhæft skip til öryggis- og olíuþjónustu á Norðurslóðum fyrir á áttunda milljarð króna. Hann samdi í fyrra við Fjarðabyggð um að hún yrði heimahöfn þessa dýrasta skips Íslendinga en nú hafa runnið á hann tvær grímur. Hann segir að skráning á Íslandi þýði að skipið verði ekki samkeppnishæft við nágrannaþjóðir eins og Færeyinga, sem bjóði upp á þægilegra umhverfi fyrir útgerð sem þessa.Skip Fáfnis verður sjósett í marsmánuðiMynd/Fáfnir Offshore.Skipið verður sjósett í Tyrklandi í mars og síðan dregið til Noregs þar sem lokið verður við smíðina í sumar. Steingrímur spyr hvort þessi tegund nýrrar atvinnugreinar Íslendinga hljóti sömu örlög og fraktskipin, að vera með erlenda heimahöfn, þegar tækifærin koma á Norðurslóðum. Olíufélög eins og Statoil og Shell séu búin að skuldbinda sig að vinna við Austur-Grænland næstu 16 árin. „Það er meðal þess sem Fáfnir er að gera. Við erum að byggja skip sem þola þessar aðstæður og gerð til að vinna á Norðurslóðum. Það er ekkert annað en eðlilegt að við gerum þetta með íslensku hugviti og íslenskum sjómönnum,” segir Steingrímur í viðtali við Stöð 2, en hann fjallaði um þessi mál á fundi Norðurslóða-viðskiptaráðsins og PwC í Reykjavík í morgun.Dýrasta skip Íslendinga mun líta svona þegar það verður afhent í ágústmánuði.Hann vill að Íslendingar hafi alþjóðlega skipaskráningu að hætti Færeyinga, sem hafi náð að draga til sín á annað hundrað skip, sem sigli um öll heimsins höf á færeyskum fána. Það sé ekki verið að tala um snuða íslensk launakjör, þvert á móti að skapa hálaunastörf, sem krefjist töluverðrar skólagöngu. „Þetta eru sérstök störf, hátekjustörf. Þannig að þau verða til þá á Íslandi og Íslendingar munu fá þau,” segir framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore. Hann lætur á sér skiljast að ekki sé nóg að tala um það í hátíðarræðum að Íslendingar nýti tækifæri Norðurslóða. „Við þurfum að girða okkur í brók ef við ætlum að taka þátt í þessu. Annars siglir þetta framhjá okkur.” Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Dýrasta skip Íslendinga smíðað fyrir olíuborpalla Tilkynnt var í dag um smíði á fyrsta sérhæfða skipi Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Þetta er jafnframt dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt. Skipið verður smíðað í Noregi, kostar 7,3 milljarða króna. og verður afhent nýju íslensku félagi, Fáfni offshore, í júlí á næsta ári. Aðaleigandi þess er Steingrímur Erlingsson en heimahöfn skipsins verður í Fjarðabyggð. Skipið er sérhæft til að flytja borstangir og annan varning til olíuborpalla en Færeyingar eru meðal þeirra sem komið hfa sér upp flota slíkra þjónustuskipa á undanförnum árum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tilkynnti um smíðasamninginn á fundi í Fosnavaag í Noregi í dag. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins kemur fram að þetta sé dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hafi keypt og er haft eftir ráðherranum að smíði þess marki tímamót í iðnaðarsögu Íslendinga. Skipið er sérstaklega byggt og styrkt fyrir aðstæður í Norður-Íshafi og verður tæplega 90 metra langt. Á því verður m.a. þyrlupallur og sérstakur eldvarnar- og hreinsibúnaður ef óhapp verður. 20. mars 2013 19:29 Stendur klár þegar borpallurinn kemur Steingrímur Erlingsson, sem er að láta smíða dýrasta skip Íslendinga, segist vilja standa klár þegar borpallarnir mæta á Drekasvæðið. Næstu árin hefur hann þó tryggt skipinu sjö milljarða verkefni á Svalbarða, eða sem nemur kaupverðinu að stórum hluta. Hann er 43 ára Hafnfirðingur, vélfræðingur og flugvirki að mennt, var lengi útgerðarstjóri í Þorlákshöfn, en hefur síðasta áratug stundað útgerð á norðurslóðum Kanada. 12. apríl 2013 19:22 Fjallaði um viðskiptatækifæri á norðurslóðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hélt í morgun opnunarerindi á morgunverðarfundi um viðskiptatækifæri á norðurslóðum á hótel Reykjavík Natura. 21. janúar 2014 10:40 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Dýrasta skip Íslendinga, sem verið er að smíða til að þjóna Norðurslóðum, mun að óbreyttu ekki fá heimahöfn á Íslandi. Útgerðarmaðurinn segist ekki geta keppt við skip skráð í Færeyjum. Þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu, og því síðasta í þessari atrennu, verður úthlutað í Þjóðmenningarhúsinu á morgun. Það er hins vegar óvíst hvort útgerðir sem stefna á skipaþjónustu við olíuleit vilji hafa heimahöfn á Íslandi. Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, er láta smíða sérhæft skip til öryggis- og olíuþjónustu á Norðurslóðum fyrir á áttunda milljarð króna. Hann samdi í fyrra við Fjarðabyggð um að hún yrði heimahöfn þessa dýrasta skips Íslendinga en nú hafa runnið á hann tvær grímur. Hann segir að skráning á Íslandi þýði að skipið verði ekki samkeppnishæft við nágrannaþjóðir eins og Færeyinga, sem bjóði upp á þægilegra umhverfi fyrir útgerð sem þessa.Skip Fáfnis verður sjósett í marsmánuðiMynd/Fáfnir Offshore.Skipið verður sjósett í Tyrklandi í mars og síðan dregið til Noregs þar sem lokið verður við smíðina í sumar. Steingrímur spyr hvort þessi tegund nýrrar atvinnugreinar Íslendinga hljóti sömu örlög og fraktskipin, að vera með erlenda heimahöfn, þegar tækifærin koma á Norðurslóðum. Olíufélög eins og Statoil og Shell séu búin að skuldbinda sig að vinna við Austur-Grænland næstu 16 árin. „Það er meðal þess sem Fáfnir er að gera. Við erum að byggja skip sem þola þessar aðstæður og gerð til að vinna á Norðurslóðum. Það er ekkert annað en eðlilegt að við gerum þetta með íslensku hugviti og íslenskum sjómönnum,” segir Steingrímur í viðtali við Stöð 2, en hann fjallaði um þessi mál á fundi Norðurslóða-viðskiptaráðsins og PwC í Reykjavík í morgun.Dýrasta skip Íslendinga mun líta svona þegar það verður afhent í ágústmánuði.Hann vill að Íslendingar hafi alþjóðlega skipaskráningu að hætti Færeyinga, sem hafi náð að draga til sín á annað hundrað skip, sem sigli um öll heimsins höf á færeyskum fána. Það sé ekki verið að tala um snuða íslensk launakjör, þvert á móti að skapa hálaunastörf, sem krefjist töluverðrar skólagöngu. „Þetta eru sérstök störf, hátekjustörf. Þannig að þau verða til þá á Íslandi og Íslendingar munu fá þau,” segir framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore. Hann lætur á sér skiljast að ekki sé nóg að tala um það í hátíðarræðum að Íslendingar nýti tækifæri Norðurslóða. „Við þurfum að girða okkur í brók ef við ætlum að taka þátt í þessu. Annars siglir þetta framhjá okkur.”
Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Dýrasta skip Íslendinga smíðað fyrir olíuborpalla Tilkynnt var í dag um smíði á fyrsta sérhæfða skipi Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Þetta er jafnframt dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt. Skipið verður smíðað í Noregi, kostar 7,3 milljarða króna. og verður afhent nýju íslensku félagi, Fáfni offshore, í júlí á næsta ári. Aðaleigandi þess er Steingrímur Erlingsson en heimahöfn skipsins verður í Fjarðabyggð. Skipið er sérhæft til að flytja borstangir og annan varning til olíuborpalla en Færeyingar eru meðal þeirra sem komið hfa sér upp flota slíkra þjónustuskipa á undanförnum árum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tilkynnti um smíðasamninginn á fundi í Fosnavaag í Noregi í dag. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins kemur fram að þetta sé dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hafi keypt og er haft eftir ráðherranum að smíði þess marki tímamót í iðnaðarsögu Íslendinga. Skipið er sérstaklega byggt og styrkt fyrir aðstæður í Norður-Íshafi og verður tæplega 90 metra langt. Á því verður m.a. þyrlupallur og sérstakur eldvarnar- og hreinsibúnaður ef óhapp verður. 20. mars 2013 19:29 Stendur klár þegar borpallurinn kemur Steingrímur Erlingsson, sem er að láta smíða dýrasta skip Íslendinga, segist vilja standa klár þegar borpallarnir mæta á Drekasvæðið. Næstu árin hefur hann þó tryggt skipinu sjö milljarða verkefni á Svalbarða, eða sem nemur kaupverðinu að stórum hluta. Hann er 43 ára Hafnfirðingur, vélfræðingur og flugvirki að mennt, var lengi útgerðarstjóri í Þorlákshöfn, en hefur síðasta áratug stundað útgerð á norðurslóðum Kanada. 12. apríl 2013 19:22 Fjallaði um viðskiptatækifæri á norðurslóðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hélt í morgun opnunarerindi á morgunverðarfundi um viðskiptatækifæri á norðurslóðum á hótel Reykjavík Natura. 21. janúar 2014 10:40 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Dýrasta skip Íslendinga smíðað fyrir olíuborpalla Tilkynnt var í dag um smíði á fyrsta sérhæfða skipi Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Þetta er jafnframt dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt. Skipið verður smíðað í Noregi, kostar 7,3 milljarða króna. og verður afhent nýju íslensku félagi, Fáfni offshore, í júlí á næsta ári. Aðaleigandi þess er Steingrímur Erlingsson en heimahöfn skipsins verður í Fjarðabyggð. Skipið er sérhæft til að flytja borstangir og annan varning til olíuborpalla en Færeyingar eru meðal þeirra sem komið hfa sér upp flota slíkra þjónustuskipa á undanförnum árum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tilkynnti um smíðasamninginn á fundi í Fosnavaag í Noregi í dag. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins kemur fram að þetta sé dýrasta skip sem íslenskt fyrirtæki hafi keypt og er haft eftir ráðherranum að smíði þess marki tímamót í iðnaðarsögu Íslendinga. Skipið er sérstaklega byggt og styrkt fyrir aðstæður í Norður-Íshafi og verður tæplega 90 metra langt. Á því verður m.a. þyrlupallur og sérstakur eldvarnar- og hreinsibúnaður ef óhapp verður. 20. mars 2013 19:29
Stendur klár þegar borpallurinn kemur Steingrímur Erlingsson, sem er að láta smíða dýrasta skip Íslendinga, segist vilja standa klár þegar borpallarnir mæta á Drekasvæðið. Næstu árin hefur hann þó tryggt skipinu sjö milljarða verkefni á Svalbarða, eða sem nemur kaupverðinu að stórum hluta. Hann er 43 ára Hafnfirðingur, vélfræðingur og flugvirki að mennt, var lengi útgerðarstjóri í Þorlákshöfn, en hefur síðasta áratug stundað útgerð á norðurslóðum Kanada. 12. apríl 2013 19:22
Fjallaði um viðskiptatækifæri á norðurslóðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hélt í morgun opnunarerindi á morgunverðarfundi um viðskiptatækifæri á norðurslóðum á hótel Reykjavík Natura. 21. janúar 2014 10:40