Íslenski boltinn

Sektir íslenska knattspyrnufélaga allt að tvöfaldast

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ. Vísir/Anton
Flestar sektir sem íslensk félög eiga yfir höfði sér brjóti þau eða starfsmenn þeirra reglur Knattspyrnusambands Íslands hafa hækkað til muna.

Í dreifibréfi KSÍ til aðildarfélaga sinna er farið yfir hækkanirnar. Áður voru hæstu sektir vegna hegðunar leikmanna og þjálfara 50 þúsund krónur en hækka nú í 100 þúsund krónur. Yfirgefi lið leikvöll í mótmælaskyni eða neitar að halda áfram leik getur hins vegar fengið allt að 200 þúsund króna sekt.

Meistaraflokkslið sem nota leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni sæta nú sektum allt að 300 þúsund krónum en var áður 200 þúsund krónur.

Ýmsar aðrar breytingar hafa verið gerðar á sektarkerfinu en í öllum tilfellum hækka sektirnar um 50-100 prósent. Þá varðar vanræxla á skilum leikskýrslu í gagnagrunn KSÍ dagsektum allt að 200 krónum en var áður 100 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×