Innlent

Dýrara í sund

Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi Besta flokksins.
Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi Besta flokksins.
Fullorðinsgjald í sundlaugar Reykjavíkur hækkaði um 9 prósent um áramótin eða um 50 krónur þrátt fyrir yfirlýsingu borgarráðs um að halda aftur af verðhækkunum.

Eftir breytingu greiða fullorðnir 600 krónur fyrir staka sundferð í stað 550.

Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi besta flokksins og formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að hækka þetta eina gjald til að tryggja óbreytt þjónustustig. Hún ítrekar að önnur gjöld hækka ekki.

„Það var ákveðið að standa vörð um þá sem eru að nýta sér sundlaugarnar hvað mest, þ.e. 10 miða kortin, 20 miða og síðan sex mánaða og árskortin. Við köllum staka gjaldið oft ferðamannagjald. Ferðamenn nýta sér sundlaugarnar mjög mikið og þar af leiðandi var ákveðið að hækka það gjald örlítið en ekki annað,“ segir Eva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×