„Ég ætla ekki að grilla neinn" Jóhannes Stefánsson skrifar 31. janúar 2014 23:00 Mín skoðun fer í loftið næsta sunnudag á Stöð 2 í opinni dagskrá, en Mikael Torfason, aðalristjóri 365, mun ekki liggja á skoðunum sínum í þættinum. "Þetta er frétta- og þjóðmálaþáttur þar sem farið verður yfir málefni líðandi stundar. Þátturinn er hefðbundinn umræðuþáttur um stjórnmál og önnur þjóðmál með þeirri undantekningu að þáttastjórnandinn hefur skoðun og tekur virkan þátt," segir Mikael. "Ég hef lengi ritstýrt dagblöðum og hef komið minni skoðun á framfæri í ákveðnum hluta blaðanna, í leiðara eða í skoðanahluta blaðanna. Hugmyndin með þættinum er að færa þann hluta dagblaðanna í sjónvarp. Flest dagblöð hafa fasta penna sem skrifa greinar þar sem þeirra sjónarmið fá að heyrast, það verður eins í þættinum, þar verða fastir gestir sem fá að segja sína skoðun á mönnum og málefnum," bætir hann við. érfræðingar þáttarins eru þau Elliði Vignisson, Svandís Svavarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Júlíusdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Gaukur Úlfarsson sér um dagskrárgerð en um ritstjórn þáttarins sjá blaða- og fréttamenn 365-miðla auk Bergs Ebba Benediktssonar.„Kemur ekki í veg fyrir að ég geti tekiviðtöl við fólk“ "Þó ég fái að hafa mína skoðun í þættinum kemur það ekki í veg fyrir að ég geti tekið viðtöl við fólk. Gestir þáttarins fá raunverulega að segja sína hlið, þátturinn á að vera sanngjarn og heiðarlegur og við munum leita sannleikans," segir Mikael. Hann segir kveða við nýjan tón í þættinum sem verður að erlendri fyrirmynd og sambærilegur þáttum Piers Morgan á CNN, Bills O?Reilly á Fox eða jafnvel Meet the Press á NBC. "Í þættinum verða mikilvæg samfélagsmál krufin og þau rædd frá öllum hliðum. Þetta verður sanngjarn og heiðarlegur þáttur fyrir alla sem láta sig þjóðmál á Íslandi varða," segir Mikael Torfason að endingu. Ísland í dag ræddi við Mikael í kvöld vegna þáttaraðarinnar, en viðtalið má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Mín skoðun Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Mín skoðun fer í loftið næsta sunnudag á Stöð 2 í opinni dagskrá, en Mikael Torfason, aðalristjóri 365, mun ekki liggja á skoðunum sínum í þættinum. "Þetta er frétta- og þjóðmálaþáttur þar sem farið verður yfir málefni líðandi stundar. Þátturinn er hefðbundinn umræðuþáttur um stjórnmál og önnur þjóðmál með þeirri undantekningu að þáttastjórnandinn hefur skoðun og tekur virkan þátt," segir Mikael. "Ég hef lengi ritstýrt dagblöðum og hef komið minni skoðun á framfæri í ákveðnum hluta blaðanna, í leiðara eða í skoðanahluta blaðanna. Hugmyndin með þættinum er að færa þann hluta dagblaðanna í sjónvarp. Flest dagblöð hafa fasta penna sem skrifa greinar þar sem þeirra sjónarmið fá að heyrast, það verður eins í þættinum, þar verða fastir gestir sem fá að segja sína skoðun á mönnum og málefnum," bætir hann við. érfræðingar þáttarins eru þau Elliði Vignisson, Svandís Svavarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Katrín Júlíusdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Gaukur Úlfarsson sér um dagskrárgerð en um ritstjórn þáttarins sjá blaða- og fréttamenn 365-miðla auk Bergs Ebba Benediktssonar.„Kemur ekki í veg fyrir að ég geti tekiviðtöl við fólk“ "Þó ég fái að hafa mína skoðun í þættinum kemur það ekki í veg fyrir að ég geti tekið viðtöl við fólk. Gestir þáttarins fá raunverulega að segja sína hlið, þátturinn á að vera sanngjarn og heiðarlegur og við munum leita sannleikans," segir Mikael. Hann segir kveða við nýjan tón í þættinum sem verður að erlendri fyrirmynd og sambærilegur þáttum Piers Morgan á CNN, Bills O?Reilly á Fox eða jafnvel Meet the Press á NBC. "Í þættinum verða mikilvæg samfélagsmál krufin og þau rædd frá öllum hliðum. Þetta verður sanngjarn og heiðarlegur þáttur fyrir alla sem láta sig þjóðmál á Íslandi varða," segir Mikael Torfason að endingu. Ísland í dag ræddi við Mikael í kvöld vegna þáttaraðarinnar, en viðtalið má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Mín skoðun Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira