Íbúðin í Hraunbæ enn innsigluð Hjörtur Hjartarson skrifar 31. janúar 2014 19:15 Rétt tæpum tveimur mánuðum eftir skotárásina í íbúð í Hraunbæ, hafa enn engar endurbætur hafist á íbúðinni. Enn er bráðabirgðar þil fyrir gluggum og blóðslettur í stigaganginum. Óhugnalegt að ganga framhjá þessu á hverjum degi, segja íbúar sem eru orðnir langeygir eftir að framkvæmdir hefjist. Að morgni annars desember í fyrra féll maður í skotbardaga við sérsveit lögreglunnar. Ummerki margra klukkutíma umsáturs sáust bæði utan á fjölbýlishúsinu sem og inni í stigaganginum við Hraunbæ 20. Þar til nýlega, var 20 feta gámur fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem safnað var saman innanstokksmunum úr íbúð hins látna sem og öðru sem tengdist rannsókn málsins. Enn eru þil fyrir gluggum og hefur þannig verið í að verða tvo mánuði. Í stigagangi hússins má greinilega sjá móta fyrir blóðblettum þó teppið hafi verið hreinsað. Ef vel á að vera þarf að rífa teppið af gólfinu, allt frá anddyri upp á aðra hæð þar sem íbúð hins látna er. Fréttastofa náði tali af þremur íbúum í Hraunbæ 20. Enginn þeirra vildi þó koma í viðtal. Allir sýndu þeir því skilning að vanda þyrfti til verka við rannsókn málsins en engu að síður eru þeir orðnir langeygir eftir því umbætur hefjist. Ljóst er að atburðirnir þessa nótt verða ekki auðveldlega þurrkaðir út úr minni þeirra sem á staðnum voru. Að sama skapi má ætla að fyrsta skrefið í að hlutirnir falli í eðlilegt horf sé að hreinsa til ytra umhverfið svo að íbúarnir séu ekki stöðugt minntir á hvað gerðist þessa afdríkaríku nótt. Rannsókn málsins er í höndum ríkissaksóknara. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari sagði í viðtali þann 22.janúar að ekki lægi fyrir hvenær henni lyki. Beðið væri eftir skýrslu frá tæknideild lögreglunnar sem sér meðal annars um að safna saman og greina gögn af vettvangi. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Rétt tæpum tveimur mánuðum eftir skotárásina í íbúð í Hraunbæ, hafa enn engar endurbætur hafist á íbúðinni. Enn er bráðabirgðar þil fyrir gluggum og blóðslettur í stigaganginum. Óhugnalegt að ganga framhjá þessu á hverjum degi, segja íbúar sem eru orðnir langeygir eftir að framkvæmdir hefjist. Að morgni annars desember í fyrra féll maður í skotbardaga við sérsveit lögreglunnar. Ummerki margra klukkutíma umsáturs sáust bæði utan á fjölbýlishúsinu sem og inni í stigaganginum við Hraunbæ 20. Þar til nýlega, var 20 feta gámur fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem safnað var saman innanstokksmunum úr íbúð hins látna sem og öðru sem tengdist rannsókn málsins. Enn eru þil fyrir gluggum og hefur þannig verið í að verða tvo mánuði. Í stigagangi hússins má greinilega sjá móta fyrir blóðblettum þó teppið hafi verið hreinsað. Ef vel á að vera þarf að rífa teppið af gólfinu, allt frá anddyri upp á aðra hæð þar sem íbúð hins látna er. Fréttastofa náði tali af þremur íbúum í Hraunbæ 20. Enginn þeirra vildi þó koma í viðtal. Allir sýndu þeir því skilning að vanda þyrfti til verka við rannsókn málsins en engu að síður eru þeir orðnir langeygir eftir því umbætur hefjist. Ljóst er að atburðirnir þessa nótt verða ekki auðveldlega þurrkaðir út úr minni þeirra sem á staðnum voru. Að sama skapi má ætla að fyrsta skrefið í að hlutirnir falli í eðlilegt horf sé að hreinsa til ytra umhverfið svo að íbúarnir séu ekki stöðugt minntir á hvað gerðist þessa afdríkaríku nótt. Rannsókn málsins er í höndum ríkissaksóknara. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari sagði í viðtali þann 22.janúar að ekki lægi fyrir hvenær henni lyki. Beðið væri eftir skýrslu frá tæknideild lögreglunnar sem sér meðal annars um að safna saman og greina gögn af vettvangi.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira