Erlent

Sjónvarpað frá réttarhöldum yfir Pistorius

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/APImages
Réttarhöldin of Oscar Pistorius, fyrir morðið á kærustu sinni, munu vera sýnd á sérstakri sjónvarpsstöð í Suður-Afríku og mun útsending standa yfir allan sólarhringinn. Sjónvarpsfyrirtækið MultiChoice mun halda út sjónvarpsstöðinni og útsendingar byrja þann 2. mars, degi áður en réttarhöldin hefjast.

Frá þessu er sagt á vef Huffington Post.

Í tilkynningu frá MultiChoice segir að þetta sé í fyrsta sinn sjónvarpsstöð að þessari tegund verði notuð í þessum tilgangi. Áður hefur fyrirtækið eingöngu fyrir skemmtiþætti eins og Idol og Big Brother. Dómari á þó eftir að segja til um hvort sjónvarpsmyndavélar verða leyfðar í dómsalnum.

Oscar Pistorius er fyrir rétti fyrir að hafa skotið kærustu sína, Reeva Steenkamp í gegnum baðherbergishurð þann 14. febrúar á síðasta ári. Sjálfur segist hann hafa talið að hún væri innbrotsþjófur og að hann hafi skotið hana í sjálfsvörn. Saksóknarar halda því fram að parið hafi rifist og Pistorius hafi skotið hana í bræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×