Lífið

Erna Hreinsdóttir tekur við Nýju Lífi

Erna Hreinsdóttir
Erna Hreinsdóttir Vísir/Stefán Karlsson
Samkvæmt heimildum Vísis hefur Erna Hreinsdóttir tekið við ritstjórn tímaritsins Nýtt Líf, en hún er dóttir Hreins Loftssonar stjórnarformanns og stærsta eiganda Birtings, útgáfufélags Nýs Lífs.

Erna hefur starfað hjá blaðinu undanfarin ár.

Fráfarandi ritstjóri er Þóra Tómasdóttir en hún hætti á blaðinu fyrr í mánuðnum.

Þóra tók við ritstjórn blaðsins árið 2011 af 
Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur.

Nýtt tölublað kemur út í dag, en forsíðuna prýðir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.