Segja skólagjöld vera lausn á vandamálum háskólanna Jóhannes Stefánsson skrifar 9. febrúar 2014 21:00 Það er orðið tímabært að háskólar byrji að innheimta skólagjöld. Þetta segir Viðskiptaráð Íslands sem segir að innheimtan myndi leysa margvíslegan og aðkallandi vanda innan skólakerfisins, án þess að draga úr aðgengi að náminu. Íslenskir háskólar eru að mestu leyti reknir fyrir fjárframlög hins opinbera. Háskólarnir standa á sama tíma frammi fyrir miklu fjársvelti, enda blæs ekki byrlega í fjármálum ríkisins. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir lausnina á þessum vanda, og fleirum, vera innheimta skólagjalda. „Viðskiptaráð telur auðvitað mjög mikilvægt eins og flestir að skólagjöld myndi ekki aðgangshindrun að menntun, en við búum auðvtað við mjög gott lánakerfi í því samhengi og þar með teljum við að svo sé ekki. aftur á móti er stórt vandamál hversu lítið fjármagn er í háskólakerfinu og við sjáum skólagjöld sem hluta af lausninni þar,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þá er háskólamenntun auðvitað fjárfesting út af fyri rsig. fólk er að verja miklum tíma í háskólanám og í því samhengi teljum við elilegt að það sé horft á þetta í auknum mæli sem fjárfestingu og hvatar skapaðir í réttar áttir hvað þá hluti varðar,“ bætir Frosti við. „Þess fyrir utan er auðvitað ákveðið ósamræmi til staðar í kerfinu eins og það er í dag. Það eru rukkuð skólagjöld fyrir ýmisskonar nám, eins og flugnám og meirapróf,“ segir Frosti.Telja skólagjöld munu leiða til stéttaskiptingarStúdentaráð Íslands lýsir yfir miklum efasemdum við þessar hugmyndir. „Það hefur sýnt sig í bæði Evrópu og Ameríku, að þrátt fyrir að lánakerfi sé til staðar að fólk sem elst upp í lægri stigum samfélagsins við kannski lægri tekjur foreldra sé þá ólíklegra til að fara í nám,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lánafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við erum á því að jafnrétti til náms sé æskilegt og það eigi ekki að innheimta skólagjöld, því það mun leiða til þess að færri komist að,“ segir Jórunn „Við höldum, ef eitthvað er, að þetta geti ýtt undir stéttaskiptingu og við fáum þá ekki endilega besta fólkið inn í tannlæknisfræði, eða læknisfræði. Það er aldrei hægt að segja fyrir um það hvar lækningin við krabbameini, í hvaða huga og af hvaða stétt sá aðili er, sem fær þessa hugmynd eða lausn,“ segir Jórunn að lokum. En ef rétturinn til náms á jafnt yfir alla að ganga þá er þessari spurningu enn ósvarað: Hvers vegna greiða tannlæknanemar ekkert fyrir sitt nám, á meðan flugnemar greiða fyrir sitt nám fullt verð? Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Það er orðið tímabært að háskólar byrji að innheimta skólagjöld. Þetta segir Viðskiptaráð Íslands sem segir að innheimtan myndi leysa margvíslegan og aðkallandi vanda innan skólakerfisins, án þess að draga úr aðgengi að náminu. Íslenskir háskólar eru að mestu leyti reknir fyrir fjárframlög hins opinbera. Háskólarnir standa á sama tíma frammi fyrir miklu fjársvelti, enda blæs ekki byrlega í fjármálum ríkisins. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir lausnina á þessum vanda, og fleirum, vera innheimta skólagjalda. „Viðskiptaráð telur auðvitað mjög mikilvægt eins og flestir að skólagjöld myndi ekki aðgangshindrun að menntun, en við búum auðvtað við mjög gott lánakerfi í því samhengi og þar með teljum við að svo sé ekki. aftur á móti er stórt vandamál hversu lítið fjármagn er í háskólakerfinu og við sjáum skólagjöld sem hluta af lausninni þar,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þá er háskólamenntun auðvitað fjárfesting út af fyri rsig. fólk er að verja miklum tíma í háskólanám og í því samhengi teljum við elilegt að það sé horft á þetta í auknum mæli sem fjárfestingu og hvatar skapaðir í réttar áttir hvað þá hluti varðar,“ bætir Frosti við. „Þess fyrir utan er auðvitað ákveðið ósamræmi til staðar í kerfinu eins og það er í dag. Það eru rukkuð skólagjöld fyrir ýmisskonar nám, eins og flugnám og meirapróf,“ segir Frosti.Telja skólagjöld munu leiða til stéttaskiptingarStúdentaráð Íslands lýsir yfir miklum efasemdum við þessar hugmyndir. „Það hefur sýnt sig í bæði Evrópu og Ameríku, að þrátt fyrir að lánakerfi sé til staðar að fólk sem elst upp í lægri stigum samfélagsins við kannski lægri tekjur foreldra sé þá ólíklegra til að fara í nám,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lánafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við erum á því að jafnrétti til náms sé æskilegt og það eigi ekki að innheimta skólagjöld, því það mun leiða til þess að færri komist að,“ segir Jórunn „Við höldum, ef eitthvað er, að þetta geti ýtt undir stéttaskiptingu og við fáum þá ekki endilega besta fólkið inn í tannlæknisfræði, eða læknisfræði. Það er aldrei hægt að segja fyrir um það hvar lækningin við krabbameini, í hvaða huga og af hvaða stétt sá aðili er, sem fær þessa hugmynd eða lausn,“ segir Jórunn að lokum. En ef rétturinn til náms á jafnt yfir alla að ganga þá er þessari spurningu enn ósvarað: Hvers vegna greiða tannlæknanemar ekkert fyrir sitt nám, á meðan flugnemar greiða fyrir sitt nám fullt verð?
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira