Sport

Björgen vann sín fjórðu gullverðlaun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Norska skíðagöngukonan Marit Björgen varði titil sinn í 15 km skíðagöngu kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í morgun.

Björgen kom í mark á 38:33,6 mínútum og var tæpum tveimur sekúnum á undan Charlotte Kalla frá Svíþjóð. Þær voru í hópi sex keppenda sem voru jafnir eftir 7,5 km hefðbundna göngu en fimm úr þeim hópi börðust um verðlaunasætin allt til loka.

Kalla keyrði upp hraðann í lokabrekkunni en Björgen hafði betur eftir að hafa tekið fram úr í lokabeygjunni.

Þetta eru fjórðu gullverðlaun Björgin á Vetrarólympíuleikum en hún vann þrenn slík á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum og er nú komin með átta Ólympíuverðlaun alls.

Björgen er hér lengst til hægri á myndinni.Vísir/Getty


Norðmenn unnu tvenn verðlaun í greininni þar sem að Heidi Weng hafnaði í þriðja sæti, tæpum fimmtán sekúndum á eftir Björgen.

Leikarnir byrja því vel fyrir Noreg því snjóbrettakappinn Ståle Sandbech fékk silfur í brekkufimi í morgun. Norðmenn fengu því þrenn verðlaun í fyrstu tveimur keppnisgreinunum í Sotsjí.


Tengdar fréttir

Kotsenburg náði í fyrsta gullið | Myndband

Snjóbrettakappinn Sage Katsenburg frá Bandaríkjunum vann fyrstu gullverðlaun Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí er hann bar sigur úr býtum í brekkufimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×