Nýliðinn Loupe efstur á Pebble Beach Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. febrúar 2014 14:54 Andrew Loupe lék vel á fyrsta hring í gær. Vísir/AP Nýliðinn Andrew Loupe er efstur eftir fyrsta keppnisdag á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu sem fram fer í Kaliforníu á PGA-mótaröðinni. Leikið er á þremur völlum í mótinu og lék Loupe Monterey Peninsula völlinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Þessi 23 ára Bandaríkjamaður hefur tveggja högga forystu að loknum fyrsta keppnisdegi en næstir koma þeir Stuart Appelby og Scott Gardiner frá Ástralíu ásamt Bandaríkjamönnunum Jimmy Walker, Jim Renner og Richard Lee. Allir eru þeir á sex höggum undir pari.Phil Mickelson lék fínt golf í gær. Hann lék með Condoleezzu Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fyrsta hring.Vísir/APPhil Mickelson byrjar vel í mótinu og er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið 15 holur af fyrsta hring. Hinn ungi og efnilegi Jordan Spieth lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Leikið er á hinum frábæra Pebble Beach velli í Kaliforníu auk Monterey Peninsula og Spyglass Hill vallanna. Fjölmargir frægir einstaklingar taka þátt í mótinu sem áhugamenn og er einnig keppt í liðakeppni. Sýnt er beint frá öllum fjórum keppnisdögunum frá mótinu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 20:00 í kvöld.Staðan í mótinu Post by Golfstöðin. Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Nýliðinn Andrew Loupe er efstur eftir fyrsta keppnisdag á AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu sem fram fer í Kaliforníu á PGA-mótaröðinni. Leikið er á þremur völlum í mótinu og lék Loupe Monterey Peninsula völlinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Þessi 23 ára Bandaríkjamaður hefur tveggja högga forystu að loknum fyrsta keppnisdegi en næstir koma þeir Stuart Appelby og Scott Gardiner frá Ástralíu ásamt Bandaríkjamönnunum Jimmy Walker, Jim Renner og Richard Lee. Allir eru þeir á sex höggum undir pari.Phil Mickelson lék fínt golf í gær. Hann lék með Condoleezzu Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fyrsta hring.Vísir/APPhil Mickelson byrjar vel í mótinu og er á fimm höggum undir pari eftir að hafa leikið 15 holur af fyrsta hring. Hinn ungi og efnilegi Jordan Spieth lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Leikið er á hinum frábæra Pebble Beach velli í Kaliforníu auk Monterey Peninsula og Spyglass Hill vallanna. Fjölmargir frægir einstaklingar taka þátt í mótinu sem áhugamenn og er einnig keppt í liðakeppni. Sýnt er beint frá öllum fjórum keppnisdögunum frá mótinu á Golfstöðinni og hefst bein útsending kl. 20:00 í kvöld.Staðan í mótinu Post by Golfstöðin.
Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira