Frávísunarkröfu Páls hafnað Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2014 09:49 Páll Vilhálmsson í héraðsdómi í morgun. Hann segir ekki fyrir venjulegan launamann að ráða sér lögfræðing. gva Páll Vilhjálmsson blaðamaður krafðist þess að meiðyrðamáli Önnu Kristínar Pálsdóttur fréttamanns á RÚV ohf á hendur sér yrði vísað frá dómi en því var hafnað nú í morgun. „Já, þetta eru vonbrigði vegna þessa að ég taldi að það væru efni til að vísa málinu frá. En, á hinn bóginn er sjálfsagt að fá efnislega umfjöllun um þetta,“ sagði Páll í samtali við Vísi í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. „Þetta er mjög sérstakt mál, ég man ekki til þess að fréttamaður hafi stefnt vegna gagnrýni á frétt. Þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig aðalmálsmeðferðin fer og hvernig úrlausn dómari veitir þá, þegar öll meginrök, með og á móti, koma fram.“ Málið höfðaði Anna Kristín eftir að Páll birti færslu á vefsvæði sínu um frétt sem hún flutti í júlí í fyrra. Þar sakar Páll Önnu Kristínu um að falsa ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins svo þau féllu betur að málstað ESB-sinna. Páll flytur mál sitt sjálfur. „Ég leit svo á að lögin séu fyrir almenning ekki síður en lögfræðingana,“ segir Páll. Hann þekkir málið manna best og þó hann telji sig ekki geta gert sig að lögfræðingi á nokkrum vikum vill hann freista þess að verja sig sjálfur. Hann segir að það hafi verið talsverð vinna í því fólgin. „Ég veit það ekki fyrr en við úrslit málsins hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun eða röng. En, þetta hefur verið mjög áhugaverð reynsla hingað til.“ Og þá spilar kostnaðurinn að sjálfsögðu inní: „Taxti lögfræðinga er þannig að þeir greinilega vinna talsvert fyrir skilanefndir. Það sést á taxtanum. Ekki fyrir venjulegan launamann að ráða sér lögfræðing í svona mál. Enda er þetta stefna RÚV, það er lögfræðingur RÚV sem rekur þetta mál fyrir hönd fréttamannsins, og meiningin er að þagga niður gagnrýni á stofnunina.“ Aðalmeðferð málsins verður 22. apríl. Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Páll Vilhjálmsson blaðamaður krafðist þess að meiðyrðamáli Önnu Kristínar Pálsdóttur fréttamanns á RÚV ohf á hendur sér yrði vísað frá dómi en því var hafnað nú í morgun. „Já, þetta eru vonbrigði vegna þessa að ég taldi að það væru efni til að vísa málinu frá. En, á hinn bóginn er sjálfsagt að fá efnislega umfjöllun um þetta,“ sagði Páll í samtali við Vísi í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. „Þetta er mjög sérstakt mál, ég man ekki til þess að fréttamaður hafi stefnt vegna gagnrýni á frétt. Þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig aðalmálsmeðferðin fer og hvernig úrlausn dómari veitir þá, þegar öll meginrök, með og á móti, koma fram.“ Málið höfðaði Anna Kristín eftir að Páll birti færslu á vefsvæði sínu um frétt sem hún flutti í júlí í fyrra. Þar sakar Páll Önnu Kristínu um að falsa ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins svo þau féllu betur að málstað ESB-sinna. Páll flytur mál sitt sjálfur. „Ég leit svo á að lögin séu fyrir almenning ekki síður en lögfræðingana,“ segir Páll. Hann þekkir málið manna best og þó hann telji sig ekki geta gert sig að lögfræðingi á nokkrum vikum vill hann freista þess að verja sig sjálfur. Hann segir að það hafi verið talsverð vinna í því fólgin. „Ég veit það ekki fyrr en við úrslit málsins hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun eða röng. En, þetta hefur verið mjög áhugaverð reynsla hingað til.“ Og þá spilar kostnaðurinn að sjálfsögðu inní: „Taxti lögfræðinga er þannig að þeir greinilega vinna talsvert fyrir skilanefndir. Það sést á taxtanum. Ekki fyrir venjulegan launamann að ráða sér lögfræðing í svona mál. Enda er þetta stefna RÚV, það er lögfræðingur RÚV sem rekur þetta mál fyrir hönd fréttamannsins, og meiningin er að þagga niður gagnrýni á stofnunina.“ Aðalmeðferð málsins verður 22. apríl.
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira