Innlent

Björgunarsveitin komin í íshellinn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/ANTON
Björgunarsveitir eru komnar að slysstaðnum við mynni Veðurárdals við Breiðamerkurjökul. Björgunarsveitarmennirnir fóru inn í íshellinn til þess að ná manni sem hrapaði þar við ísklifur út úr hellinum. Reiknað var með því að það tæki um klukkustund.

Annar leiðsögumaðurinn sem var með hópnum við ísklifur, þegar einn úr hópnum hrapaði, er kominn niður af jöklinum ásamt tveimur farþegum. Þeir eru í skoðun hjá sjúkraflutningamönnum frá Höfn.

Annar hópur björgunarmanna er á leið upp á jökulinn til að aðstoða við flutning þess slasaða niður í sjúkrabíl. Ekkert fjarskiptasamband er inni i íshellinum og því er erfitt að áætla hversu langan tíma flutningur þess slasaða mun taka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×