Íslendingar í Sotsjí sendi skilaboð um réttindi hinsegin fólks Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2014 11:15 Illugi Jökulsson og Anna Pála Sverrisdóttir formaður Samtakanna ´78. Vísir/GVA Fulltrúar Samtakanna ´78 og Hinsegin daga munu klukkan þrjú í dag afhenda Illuga Gunnarssyni, Mennta- og menningarmálaráðherra, kveðjugjöf fyrir för hans á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi. Afhendingin fer fram í Mennta- og menningamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4. „Það er mikilvægt að Íslendingar láti ekki tækifærið fram hjá sér fara til að halda á lofti merkjum réttinda hinsegin fólks. Í Rússlandi mælist lagaleg og félagsleg staða þess þjóðfélagshóps afar veik og hefur snarversnað eftir að Vladimir Putin tók aftur við forsetaembættinu árið 2012. Löggjöf sem sett var 2013 hefur þau áhrif að upplýsingamiðlun um hinsegin málefni er bönnuð en hún er grundvallaratriði í baráttu hinsegin fólks. Setning laganna hefur hrint af stað öldu hatursglæpa gegn hinsegin fólki í Rússlandi,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá er bent á að fjöldi stjórnmálaleiðtoga í heiminum hafi ákveðið að fara ekki til Sotsjí. „Þetta er augljós tjáning afstöðu gegn mannréttindabrotum í Rússlandi. Samtökin ´78 ályktuðu í janúar um að íslenskt stjórnmálafólk ætti með sama hætti að láta sína afstöðu í ljós. Nú er komið á daginn að íslenskt stjórnmálafólk, bæði ráðherrar og forseti, velja að mæta á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra.“ Samtökin ´78 gera þá kröfu að þau noti tækifærið til að senda markviss skilaboð um réttindi hinsegin fólks, því annað væri meðvirkni með mannréttindabrotum. „Forsvarsfólk Samtakanna og Hinsegin daga hlakkar til að hitta Illuga í dag og vonar að hann taki einarða afstöðu í Sotsjí. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðaherra hefur nú þegar ákveðið sambærilegt kveðjustefnumót áður en hún heldur á Ólympíumót fatlaðra í mars. Á skrifstofu forsetaembættisins fengust þær upplýsingar að forsetinn sé erlendis.“ Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fulltrúar Samtakanna ´78 og Hinsegin daga munu klukkan þrjú í dag afhenda Illuga Gunnarssyni, Mennta- og menningarmálaráðherra, kveðjugjöf fyrir för hans á Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi. Afhendingin fer fram í Mennta- og menningamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4. „Það er mikilvægt að Íslendingar láti ekki tækifærið fram hjá sér fara til að halda á lofti merkjum réttinda hinsegin fólks. Í Rússlandi mælist lagaleg og félagsleg staða þess þjóðfélagshóps afar veik og hefur snarversnað eftir að Vladimir Putin tók aftur við forsetaembættinu árið 2012. Löggjöf sem sett var 2013 hefur þau áhrif að upplýsingamiðlun um hinsegin málefni er bönnuð en hún er grundvallaratriði í baráttu hinsegin fólks. Setning laganna hefur hrint af stað öldu hatursglæpa gegn hinsegin fólki í Rússlandi,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá er bent á að fjöldi stjórnmálaleiðtoga í heiminum hafi ákveðið að fara ekki til Sotsjí. „Þetta er augljós tjáning afstöðu gegn mannréttindabrotum í Rússlandi. Samtökin ´78 ályktuðu í janúar um að íslenskt stjórnmálafólk ætti með sama hætti að láta sína afstöðu í ljós. Nú er komið á daginn að íslenskt stjórnmálafólk, bæði ráðherrar og forseti, velja að mæta á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra.“ Samtökin ´78 gera þá kröfu að þau noti tækifærið til að senda markviss skilaboð um réttindi hinsegin fólks, því annað væri meðvirkni með mannréttindabrotum. „Forsvarsfólk Samtakanna og Hinsegin daga hlakkar til að hitta Illuga í dag og vonar að hann taki einarða afstöðu í Sotsjí. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðaherra hefur nú þegar ákveðið sambærilegt kveðjustefnumót áður en hún heldur á Ólympíumót fatlaðra í mars. Á skrifstofu forsetaembættisins fengust þær upplýsingar að forsetinn sé erlendis.“
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira