Enski boltinn

Brottvísun Carroll mótmælt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
West Ham hefur látið enska knattspyrnusambandið vita að félagið hafi í hyggju að áfrýja rauða spjaldinu sem Andy Carroll fékk í leik liðsins gegn Swansea um helgina.

Caroll fékk beint rautt spjald í leiknum fyrir viðskipti sín við Chico Flores, varnarmann Swansea. West Ham vann leikinn, 2-0, en Carroll lagði upp bæði mörk leiksins fyrir Kevin Nolan.

Málið verður nú tekið upp innan veggja sambandsins en verði brottvísunin staðfest mun Carroll taka út þriggja leikja bann og missa af leikjum West Ham gegn Aston Villa, Norwich og Southampton.

„Hann er algjörlega miður sín,“ sagði Sam Allardyce, stjóri West Ham. „Við verðum bara að fara í gegnum ferlið og sjá hvað gerist.“

West Ham er í átjánda sæti deildarinnar með 22 stig að loknum 24 leikjum.


Tengdar fréttir

Nolan með bæði mörkin í sigri West Ham

Kevin Nolan, fyrirliði West Ham, skoraði bæði mörk síns liðs þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×