Gaf nær ókunnugum manni nýra og bjargaði lífi hans Hrund Þórsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 18:53 Þeir Hólmar Þór Stefánsson og Gunnar Biering þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. Síðustu daga höfum við fjallað um líffæraskort á Íslandi en Íslendingar sig einna best þjóða sem lifandi gjafar. Hólmar hafði beðið eftir gjafanýra í mörg ár. Hann var mjög hætt kominn og haustið 2012 sendi kona hans bréf til venslafólks. Þar sagði meðal annars: „Við biðjum ykkur kæra fjölskylda og vinir að íhuga þann möguleika að gefa Hólmari nýra. Hafið í huga að þetta er einnig lífgjöf.“ Bréfið barst til Gunnars. Hann reyndist hentugur gjafi og var aldrei í vafa, hann vildi hjálpa til þótt þeir Hólmar þekktust aðeins lauslega. Hann óskaði nafnleyndar og þegar Hólmar mætti í aðgerðina vissi hann ekki hver gjafinn væri. Hann heilsaði Gunnari eins og hverjum öðrum en svo faðmaði Gunnar hann að sér. „Þegar hann spurði mig bara, „Já, þú fattar þetta núna er það ekki?“, varð ég bara orðlaus. Þetta er svo stór gjöf,“ segir Hólmar. „Þetta var vika sem var erfið eftir aðgerð. Fjórum mánuðum eftir aðgerð fór ég á grunnnámskeið í Crossfit þannig að þetta er ekki erfiðara, að gefa nýra, heldur en það. Heilsan er mjög góð,“ segir Gunnar. Hólmar tekur undir og segir að sér líði frábærlega. „Ég er farinn að vinna fulla vinnu og taka þátt í öllu sem mig langar að taka þátt í.“ Þeir félagar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar til að vekja athygli á líffæragjöfum lifandi gjafa. Facebooksíða var stofnuð utan um viðburðinn og þegar hafa rúmlega 70 manns skráð sig. Hópurinn hittist á sinni fyrstu æfingu í dag og þar var meðal annars faðir sem bjargaði lífi dóttur sinnar með nýragjöf. En af hverju hlaup? „Ætli það sé ekki bara af því að Gunnari finnst ég vera orðinn of þéttur. Hann hvatti mig til þess , hann er greinilega að halda utan um líf mitt, að ég passi það,“ segir Hólmar og brosir. „Já, hann þarf að fara vel með nýrað,“ bætir Gunnar við. Þeir segja umræðu um líffæragjafir nauðsynlega. Hólmar er ekki viss um að mega gefa sín líffæri en Gunnar er skráður gjafi. „Það er sælla að gefa en þiggja,“ segir Gunnar að lokum. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Þeir Hólmar Þór Stefánsson og Gunnar Biering þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. Síðustu daga höfum við fjallað um líffæraskort á Íslandi en Íslendingar sig einna best þjóða sem lifandi gjafar. Hólmar hafði beðið eftir gjafanýra í mörg ár. Hann var mjög hætt kominn og haustið 2012 sendi kona hans bréf til venslafólks. Þar sagði meðal annars: „Við biðjum ykkur kæra fjölskylda og vinir að íhuga þann möguleika að gefa Hólmari nýra. Hafið í huga að þetta er einnig lífgjöf.“ Bréfið barst til Gunnars. Hann reyndist hentugur gjafi og var aldrei í vafa, hann vildi hjálpa til þótt þeir Hólmar þekktust aðeins lauslega. Hann óskaði nafnleyndar og þegar Hólmar mætti í aðgerðina vissi hann ekki hver gjafinn væri. Hann heilsaði Gunnari eins og hverjum öðrum en svo faðmaði Gunnar hann að sér. „Þegar hann spurði mig bara, „Já, þú fattar þetta núna er það ekki?“, varð ég bara orðlaus. Þetta er svo stór gjöf,“ segir Hólmar. „Þetta var vika sem var erfið eftir aðgerð. Fjórum mánuðum eftir aðgerð fór ég á grunnnámskeið í Crossfit þannig að þetta er ekki erfiðara, að gefa nýra, heldur en það. Heilsan er mjög góð,“ segir Gunnar. Hólmar tekur undir og segir að sér líði frábærlega. „Ég er farinn að vinna fulla vinnu og taka þátt í öllu sem mig langar að taka þátt í.“ Þeir félagar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar til að vekja athygli á líffæragjöfum lifandi gjafa. Facebooksíða var stofnuð utan um viðburðinn og þegar hafa rúmlega 70 manns skráð sig. Hópurinn hittist á sinni fyrstu æfingu í dag og þar var meðal annars faðir sem bjargaði lífi dóttur sinnar með nýragjöf. En af hverju hlaup? „Ætli það sé ekki bara af því að Gunnari finnst ég vera orðinn of þéttur. Hann hvatti mig til þess , hann er greinilega að halda utan um líf mitt, að ég passi það,“ segir Hólmar og brosir. „Já, hann þarf að fara vel með nýrað,“ bætir Gunnar við. Þeir segja umræðu um líffæragjafir nauðsynlega. Hólmar er ekki viss um að mega gefa sín líffæri en Gunnar er skráður gjafi. „Það er sælla að gefa en þiggja,“ segir Gunnar að lokum.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00