Óábyrgt að halda aðildarviðræðum áfram Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir algerlega óábyrgt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýni að engar varanlegar undanþágur fáist og Evrópusambandið þurfi að gerbreyta sjávarútvegsstefnu sinni til að mæta þörfum Íslensdinga. Viðamikil umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu Evrópusambandsins og þróun þess hófst á Alþingi í dag og verður framhaldið á morgun. Eins og oft áður þegar gerðar eru skýrslur í umdeildum málum, telja bæði stuðningsmenn og andstæðingar áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið að skýrsla Hagfræðistofnunar renni stoðum undir þeirra skoðun. Enginn ætlar sér í raun að skipta um skoðun. En það sem skiptir máli núna er hvað ríkisstjórnin ætlar að gera næst. Ríkisstjórnin hefur lýst ýmsum annmörkum á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið og því sennilegt að þingsályktun um slit viðræðna líti dagsins ljós áður en langt er um liðið. Utanríkisráðherra sagði að viðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið og yrðu aðlögunarviðræður. Aðildarferlið sé ekki hugsað fyrir þróuð ríki eins og Ísland. „Stækkunarstefnan er í eðli sínu óbilgjörn. Hún er ekki framkvæmd á jafningjagrundvelli. Þessi stækkunarstefna hentar ekki Íslandi. Þá er ábyrgðarhluti að hrinda í framkvæmd aðildarviðræðum þegar þannig háttar til. Að þessum forsendum gefnum er það að mínu mati fullkomlega óábyrgt að halda áfram þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýndi að varanlegar undanþágur væru ekki í boði í stærstu hagsmunamálunum, landbúnaði og sjávarútvegi. „Ég held að öllum sé það ljóst að ef ætti að ná aðildarsamningi fyrir Ísland, sem ætti einhverja von á að vera samþykktur, þyrfti Evrópusambandið nánast bæði að að breyta sjávarútvegsstefnu sinni í öllum grundvallaratriðum sem og að fallast á lausnir í landbúnaði sem gengju þvert á kerfi sambandsins,“ segir utanríkisráðherra.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði það sérstaka lífsreynslu að vera svo mikið ósamála einum manni á svo skömmum tíma. „Evrópusambandið er ekki bara einhver klúbbur sem maður gengur í og þá verður allt gott. Evrópusambandið er samstarfsvettvangur fullvalda ríkja í Evrópu sem hafa kosið að reyna eftir besta megni að leysa vandamál sín saman,“ sagði Guðmundur.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina minna sig á söguna af manninum sem hélt að bæ eftir að sprakk á bílnum hjá honum til að fá lánaðan tjakk og sannfærðist um að engan tjakk væri að fá. „Hún er að finna sér stöðugt leiðir til þess að forðast að fá svör við þeim efnislegu spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svör við í þessu stóra máli. Hún er að finna leiðir til þess að ímynda sér að svörin verði svo svakaleg að það sé ekki réttlætanlegt að spyrja spurninganna,“ sagði Árni Páll Árnason í umræðunum á Alþingi í dag. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Utanríkisráðherra segir algerlega óábyrgt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýni að engar varanlegar undanþágur fáist og Evrópusambandið þurfi að gerbreyta sjávarútvegsstefnu sinni til að mæta þörfum Íslensdinga. Viðamikil umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu Evrópusambandsins og þróun þess hófst á Alþingi í dag og verður framhaldið á morgun. Eins og oft áður þegar gerðar eru skýrslur í umdeildum málum, telja bæði stuðningsmenn og andstæðingar áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið að skýrsla Hagfræðistofnunar renni stoðum undir þeirra skoðun. Enginn ætlar sér í raun að skipta um skoðun. En það sem skiptir máli núna er hvað ríkisstjórnin ætlar að gera næst. Ríkisstjórnin hefur lýst ýmsum annmörkum á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið og því sennilegt að þingsályktun um slit viðræðna líti dagsins ljós áður en langt er um liðið. Utanríkisráðherra sagði að viðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið og yrðu aðlögunarviðræður. Aðildarferlið sé ekki hugsað fyrir þróuð ríki eins og Ísland. „Stækkunarstefnan er í eðli sínu óbilgjörn. Hún er ekki framkvæmd á jafningjagrundvelli. Þessi stækkunarstefna hentar ekki Íslandi. Þá er ábyrgðarhluti að hrinda í framkvæmd aðildarviðræðum þegar þannig háttar til. Að þessum forsendum gefnum er það að mínu mati fullkomlega óábyrgt að halda áfram þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýndi að varanlegar undanþágur væru ekki í boði í stærstu hagsmunamálunum, landbúnaði og sjávarútvegi. „Ég held að öllum sé það ljóst að ef ætti að ná aðildarsamningi fyrir Ísland, sem ætti einhverja von á að vera samþykktur, þyrfti Evrópusambandið nánast bæði að að breyta sjávarútvegsstefnu sinni í öllum grundvallaratriðum sem og að fallast á lausnir í landbúnaði sem gengju þvert á kerfi sambandsins,“ segir utanríkisráðherra.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði það sérstaka lífsreynslu að vera svo mikið ósamála einum manni á svo skömmum tíma. „Evrópusambandið er ekki bara einhver klúbbur sem maður gengur í og þá verður allt gott. Evrópusambandið er samstarfsvettvangur fullvalda ríkja í Evrópu sem hafa kosið að reyna eftir besta megni að leysa vandamál sín saman,“ sagði Guðmundur.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina minna sig á söguna af manninum sem hélt að bæ eftir að sprakk á bílnum hjá honum til að fá lánaðan tjakk og sannfærðist um að engan tjakk væri að fá. „Hún er að finna sér stöðugt leiðir til þess að forðast að fá svör við þeim efnislegu spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svör við í þessu stóra máli. Hún er að finna leiðir til þess að ímynda sér að svörin verði svo svakaleg að það sé ekki réttlætanlegt að spyrja spurninganna,“ sagði Árni Páll Árnason í umræðunum á Alþingi í dag.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira