Óábyrgt að halda aðildarviðræðum áfram Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir algerlega óábyrgt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýni að engar varanlegar undanþágur fáist og Evrópusambandið þurfi að gerbreyta sjávarútvegsstefnu sinni til að mæta þörfum Íslensdinga. Viðamikil umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu Evrópusambandsins og þróun þess hófst á Alþingi í dag og verður framhaldið á morgun. Eins og oft áður þegar gerðar eru skýrslur í umdeildum málum, telja bæði stuðningsmenn og andstæðingar áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið að skýrsla Hagfræðistofnunar renni stoðum undir þeirra skoðun. Enginn ætlar sér í raun að skipta um skoðun. En það sem skiptir máli núna er hvað ríkisstjórnin ætlar að gera næst. Ríkisstjórnin hefur lýst ýmsum annmörkum á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið og því sennilegt að þingsályktun um slit viðræðna líti dagsins ljós áður en langt er um liðið. Utanríkisráðherra sagði að viðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið og yrðu aðlögunarviðræður. Aðildarferlið sé ekki hugsað fyrir þróuð ríki eins og Ísland. „Stækkunarstefnan er í eðli sínu óbilgjörn. Hún er ekki framkvæmd á jafningjagrundvelli. Þessi stækkunarstefna hentar ekki Íslandi. Þá er ábyrgðarhluti að hrinda í framkvæmd aðildarviðræðum þegar þannig háttar til. Að þessum forsendum gefnum er það að mínu mati fullkomlega óábyrgt að halda áfram þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýndi að varanlegar undanþágur væru ekki í boði í stærstu hagsmunamálunum, landbúnaði og sjávarútvegi. „Ég held að öllum sé það ljóst að ef ætti að ná aðildarsamningi fyrir Ísland, sem ætti einhverja von á að vera samþykktur, þyrfti Evrópusambandið nánast bæði að að breyta sjávarútvegsstefnu sinni í öllum grundvallaratriðum sem og að fallast á lausnir í landbúnaði sem gengju þvert á kerfi sambandsins,“ segir utanríkisráðherra.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði það sérstaka lífsreynslu að vera svo mikið ósamála einum manni á svo skömmum tíma. „Evrópusambandið er ekki bara einhver klúbbur sem maður gengur í og þá verður allt gott. Evrópusambandið er samstarfsvettvangur fullvalda ríkja í Evrópu sem hafa kosið að reyna eftir besta megni að leysa vandamál sín saman,“ sagði Guðmundur.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina minna sig á söguna af manninum sem hélt að bæ eftir að sprakk á bílnum hjá honum til að fá lánaðan tjakk og sannfærðist um að engan tjakk væri að fá. „Hún er að finna sér stöðugt leiðir til þess að forðast að fá svör við þeim efnislegu spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svör við í þessu stóra máli. Hún er að finna leiðir til þess að ímynda sér að svörin verði svo svakaleg að það sé ekki réttlætanlegt að spyrja spurninganna,“ sagði Árni Páll Árnason í umræðunum á Alþingi í dag. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Utanríkisráðherra segir algerlega óábyrgt að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýni að engar varanlegar undanþágur fáist og Evrópusambandið þurfi að gerbreyta sjávarútvegsstefnu sinni til að mæta þörfum Íslensdinga. Viðamikil umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu Evrópusambandsins og þróun þess hófst á Alþingi í dag og verður framhaldið á morgun. Eins og oft áður þegar gerðar eru skýrslur í umdeildum málum, telja bæði stuðningsmenn og andstæðingar áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið að skýrsla Hagfræðistofnunar renni stoðum undir þeirra skoðun. Enginn ætlar sér í raun að skipta um skoðun. En það sem skiptir máli núna er hvað ríkisstjórnin ætlar að gera næst. Ríkisstjórnin hefur lýst ýmsum annmörkum á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið og því sennilegt að þingsályktun um slit viðræðna líti dagsins ljós áður en langt er um liðið. Utanríkisráðherra sagði að viðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið og yrðu aðlögunarviðræður. Aðildarferlið sé ekki hugsað fyrir þróuð ríki eins og Ísland. „Stækkunarstefnan er í eðli sínu óbilgjörn. Hún er ekki framkvæmd á jafningjagrundvelli. Þessi stækkunarstefna hentar ekki Íslandi. Þá er ábyrgðarhluti að hrinda í framkvæmd aðildarviðræðum þegar þannig háttar til. Að þessum forsendum gefnum er það að mínu mati fullkomlega óábyrgt að halda áfram þessum viðræðum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýndi að varanlegar undanþágur væru ekki í boði í stærstu hagsmunamálunum, landbúnaði og sjávarútvegi. „Ég held að öllum sé það ljóst að ef ætti að ná aðildarsamningi fyrir Ísland, sem ætti einhverja von á að vera samþykktur, þyrfti Evrópusambandið nánast bæði að að breyta sjávarútvegsstefnu sinni í öllum grundvallaratriðum sem og að fallast á lausnir í landbúnaði sem gengju þvert á kerfi sambandsins,“ segir utanríkisráðherra.Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagði það sérstaka lífsreynslu að vera svo mikið ósamála einum manni á svo skömmum tíma. „Evrópusambandið er ekki bara einhver klúbbur sem maður gengur í og þá verður allt gott. Evrópusambandið er samstarfsvettvangur fullvalda ríkja í Evrópu sem hafa kosið að reyna eftir besta megni að leysa vandamál sín saman,“ sagði Guðmundur.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina minna sig á söguna af manninum sem hélt að bæ eftir að sprakk á bílnum hjá honum til að fá lánaðan tjakk og sannfærðist um að engan tjakk væri að fá. „Hún er að finna sér stöðugt leiðir til þess að forðast að fá svör við þeim efnislegu spurningum sem þjóðin þarf á að halda að fá svör við í þessu stóra máli. Hún er að finna leiðir til þess að ímynda sér að svörin verði svo svakaleg að það sé ekki réttlætanlegt að spyrja spurninganna,“ sagði Árni Páll Árnason í umræðunum á Alþingi í dag.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira