Lögmaður Haga segir ostamálið munu halda áfram Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 16:45 „Fyrir tæpri viku lagði ráðuneytið hins vegar til ótakmarkaðan og gjaldfrjálsan innflutning á kartöflum og hvítkáli,“ segir Páll Rúnar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga, segir ráðuneytið hafna beiðni Haga um viðbótartollkvóta fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum, sem og á lífrænum kjúklingi, þrátt fyrir að fyrir liggi að skortur sé á innlendum markaði á þessum vörum og nánast engin innlend framleiðsla á þeim. Þann 22. maí í fyrra gaf atvinnuvegaráðuneytið út reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á bæði smjöri og ostum. Var þar heimilað að flytja inn ákveðið magn sem lagður var á magntollur. Þrátt fyrir tilvist þessa tollkvóta á bæði smjör og osta var Mjólkursamsölunni veitt heimild í nóvember síðastliðnum til að flytja inn smjör án gjalda þegar ljóst var að skortur var á því á innlendum markaði þar sem innlend framleiðsla annaði ekki eftirspurn. Samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins byggist synjun þess á því að heimilt sé að flytja inn umrædda vöru þrátt fyrir að það sé gert á háum gjöldum auk þess sem þess er getið að ráðherra sé óheimilt að fella niður tolla á einstakar vörur. „Fyrir tæpri viku lagði ráðuneytið hins vegar til ótakmarkaðan og gjaldfrjálsan innflutning á kartöflum og hvítkáli,“ segir Páll Rúnar. Það var gert með þeim rökum að innlend framleiðsla stæði ekki undir eftirspurn eftir þessum vörum. Það sama á við um ákvarðanir um svínakjöt og fleiri vörur sem skortur hefur orðið á. Í tilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins frá því í gær segir að óheimilt sé að taka slíka ákvörðun um beiðni Haga þrátt fyrir að lítil eða engin framleiðsla sé á þessum vörum á hér á landi. „Það er ljóst að ráðuneytið hefur kosið að sniðganga fordæmisgefandi úrlausnir sínar. Þegar teknar eru sömu ákvarðanir um sambærilega aðila lætur ráðuneytið annan njóta velvildar sinnar og ívilnunar á meðan hinn þolir ólögmætar og íþyngjandi niðurstöður um sama efni,“ segir Páll. „Jafnræðisreglan leiðir til þess að fólk má gera ráð fyrir því að mál þeirra fái sömu meðferð hjá stjórnvaldinu og mál sambærilegra aðila í sömu stöðu. Hagar hafa hins vegar ekki notið jafnræðis enda er þessu erindi synjað á meðan sambærileg erindi annarra eru samþykkt. Þetta er mjög miður því hér tapa neytendur og hér tapar samkeppnin,“ segir Páll. Hann segir samkeppniseftirlitið telja að tollkvótar hafi í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem valdi bæði atvinnulífi og neytendum tjóni. Takmarkanir eða stýring á innflutningi hafi í för með sér takmörkun á frelsi í atvinnurekstri, sem leiði til hækkunar vöruverðs til neytenda og fari slíkt gegn markmiði samkeppnislaga. Að sama skapi telur embættið að reynslan sýni að fyrirkomulag landbúnaðarráðuneytisins á úthlutun tollkvóta hafi leitt af sér samráð við gerð tilboða enda felist í slíku kerfi hvati fyrirtækja til að samræma tilboð í þeim tilgangi að lækka innkaupakostnað. Tollkvótar hafi auk þess í för með sér aðgangshindrun fyrir nýja aðila sem vilja hasla sér völl í innflutningi á kjöti og ostum. Þá hefur eftirlitið lagt til að Alþingi beiti sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum. Þetta komi fram í erindi Samkeppniseftirlitsins til atvinnuveganefndar Alþingis. Páll segir málinu ekki lokið. „Þetta eru auðvitað ákveðin vonbrigði enda töldum við allar líkur á því að ráðuneytið kæmist að lögfræðilega réttri niðurstöðu. Það verður hins vegar ekki lagst í kör. Málið heldur áfram og það verður ekkert hætt fyrr en hin lögleg niðurstaða liggur fyrir.“ Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga, segir ráðuneytið hafna beiðni Haga um viðbótartollkvóta fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum, sem og á lífrænum kjúklingi, þrátt fyrir að fyrir liggi að skortur sé á innlendum markaði á þessum vörum og nánast engin innlend framleiðsla á þeim. Þann 22. maí í fyrra gaf atvinnuvegaráðuneytið út reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á bæði smjöri og ostum. Var þar heimilað að flytja inn ákveðið magn sem lagður var á magntollur. Þrátt fyrir tilvist þessa tollkvóta á bæði smjör og osta var Mjólkursamsölunni veitt heimild í nóvember síðastliðnum til að flytja inn smjör án gjalda þegar ljóst var að skortur var á því á innlendum markaði þar sem innlend framleiðsla annaði ekki eftirspurn. Samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins byggist synjun þess á því að heimilt sé að flytja inn umrædda vöru þrátt fyrir að það sé gert á háum gjöldum auk þess sem þess er getið að ráðherra sé óheimilt að fella niður tolla á einstakar vörur. „Fyrir tæpri viku lagði ráðuneytið hins vegar til ótakmarkaðan og gjaldfrjálsan innflutning á kartöflum og hvítkáli,“ segir Páll Rúnar. Það var gert með þeim rökum að innlend framleiðsla stæði ekki undir eftirspurn eftir þessum vörum. Það sama á við um ákvarðanir um svínakjöt og fleiri vörur sem skortur hefur orðið á. Í tilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins frá því í gær segir að óheimilt sé að taka slíka ákvörðun um beiðni Haga þrátt fyrir að lítil eða engin framleiðsla sé á þessum vörum á hér á landi. „Það er ljóst að ráðuneytið hefur kosið að sniðganga fordæmisgefandi úrlausnir sínar. Þegar teknar eru sömu ákvarðanir um sambærilega aðila lætur ráðuneytið annan njóta velvildar sinnar og ívilnunar á meðan hinn þolir ólögmætar og íþyngjandi niðurstöður um sama efni,“ segir Páll. „Jafnræðisreglan leiðir til þess að fólk má gera ráð fyrir því að mál þeirra fái sömu meðferð hjá stjórnvaldinu og mál sambærilegra aðila í sömu stöðu. Hagar hafa hins vegar ekki notið jafnræðis enda er þessu erindi synjað á meðan sambærileg erindi annarra eru samþykkt. Þetta er mjög miður því hér tapa neytendur og hér tapar samkeppnin,“ segir Páll. Hann segir samkeppniseftirlitið telja að tollkvótar hafi í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem valdi bæði atvinnulífi og neytendum tjóni. Takmarkanir eða stýring á innflutningi hafi í för með sér takmörkun á frelsi í atvinnurekstri, sem leiði til hækkunar vöruverðs til neytenda og fari slíkt gegn markmiði samkeppnislaga. Að sama skapi telur embættið að reynslan sýni að fyrirkomulag landbúnaðarráðuneytisins á úthlutun tollkvóta hafi leitt af sér samráð við gerð tilboða enda felist í slíku kerfi hvati fyrirtækja til að samræma tilboð í þeim tilgangi að lækka innkaupakostnað. Tollkvótar hafi auk þess í för með sér aðgangshindrun fyrir nýja aðila sem vilja hasla sér völl í innflutningi á kjöti og ostum. Þá hefur eftirlitið lagt til að Alþingi beiti sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum. Þetta komi fram í erindi Samkeppniseftirlitsins til atvinnuveganefndar Alþingis. Páll segir málinu ekki lokið. „Þetta eru auðvitað ákveðin vonbrigði enda töldum við allar líkur á því að ráðuneytið kæmist að lögfræðilega réttri niðurstöðu. Það verður hins vegar ekki lagst í kör. Málið heldur áfram og það verður ekkert hætt fyrr en hin lögleg niðurstaða liggur fyrir.“
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira