"Refsingar skaðlegar fyrir samfélagið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 15:19 Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. „Refsistefnan verður að vera í samræmi við samfélagslega hagsmuni,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ef við lítum á misnotkun á fíkniefnum sem heilbrigðisvandamál þá held ég að refsingar muni ekki laga það vandamál, heldur í raun og veru geri þær illt verra. Þar eru hagsmunir neitandans ekki í húfi, þær eru skaðlegar fyrir fjölskylduna og skaðlegar fyrir samfélagið í heild sinni.“Fóður fyrir glæpaklíkur Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. „Sagan hefur kennt okkur að það er ekkert nýtt undir sólinni í þessum málum. Eins og þegar brennivín var bannað á sínum tíma þá reyndist það aðeins vera fóður fyrir glæpastarfsemi. Þegar menn eru að hugsa um refsingar og ætla að beita þeim á þegna samfélagsins, þá verður það að vera í þeim tilgangi að bæta ástandið.“ Brynjar vill samt sem áður stíga varlega til jarðar varðandi lögleiðingu fíkniefna og telur hann að skoða verði það mál vel. „Það verða vissulega að vera ákveðnar reglur eins og við sjáum í tengslum við áfengisneyslu. Í dag erum við að tala um margra ára fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu og það skilar engu til samfélagsins.“Viðbrögðin hörð Brynjar hefur verið fylgjandi afglæpavæðingu fíkniefna í mörg ár og ítrekað skrifað greinar um málið í fjölmiðlum. Viðbrögðin hafi alltaf verið hörð. „Fólk hefur sagt að ég vilji einfaldlega að ungt fólk verði fíkninni að bráð, það er af og frá. Ég hef einungis hugsað um þetta mál út frá refsingum og lítið verið að velta lögleiðingunni fyrir mér. Samfélagið hagnast ekkert á því að refsa fyrir einkaneyslu fíkniefna og hefur þetta einungis slæmar afleiðingar." Brynjar segir að með refsingum fylgi glæpir og ofbeldi af þeirri ástæðu að þetta er allt saman refsivert. Aðeins eigi að beita refsingum ef ótvíræður árangur næst. Lögreglan hefur staðið í miklu átaki gegn fíkniefnum undanfarna viku og þá sérstaklega í kringum raftónlistarhátíðina í Hörpu um síðustu helgi. Brynjari telur það skjóta skökku við miðað við umræðuna. „Ég hefði haldið að það væru önnur mikilvæg mál á borði lögreglunnar heldur en að elta fólk á tónleika sem eru kannski með efni á sér til einkaneyslu. Hvað leysa svona starfshættir? Fólk fer kannski á sakaskrá í einhver ár og lífið verður örlítið íþyngjandi fyrir viðkomandi og fjölskyldu þeirra en þetta leysir ekki vandamálið.“ Brynjar hefur samt fullan skilning á áhyggjum manna í þessu máli en telur samt sem áður umræðan í dag minni á umræðuna um lögleiðingu bjórsins hér á landi árið 1989. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. „Refsistefnan verður að vera í samræmi við samfélagslega hagsmuni,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ef við lítum á misnotkun á fíkniefnum sem heilbrigðisvandamál þá held ég að refsingar muni ekki laga það vandamál, heldur í raun og veru geri þær illt verra. Þar eru hagsmunir neitandans ekki í húfi, þær eru skaðlegar fyrir fjölskylduna og skaðlegar fyrir samfélagið í heild sinni.“Fóður fyrir glæpaklíkur Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. „Sagan hefur kennt okkur að það er ekkert nýtt undir sólinni í þessum málum. Eins og þegar brennivín var bannað á sínum tíma þá reyndist það aðeins vera fóður fyrir glæpastarfsemi. Þegar menn eru að hugsa um refsingar og ætla að beita þeim á þegna samfélagsins, þá verður það að vera í þeim tilgangi að bæta ástandið.“ Brynjar vill samt sem áður stíga varlega til jarðar varðandi lögleiðingu fíkniefna og telur hann að skoða verði það mál vel. „Það verða vissulega að vera ákveðnar reglur eins og við sjáum í tengslum við áfengisneyslu. Í dag erum við að tala um margra ára fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu og það skilar engu til samfélagsins.“Viðbrögðin hörð Brynjar hefur verið fylgjandi afglæpavæðingu fíkniefna í mörg ár og ítrekað skrifað greinar um málið í fjölmiðlum. Viðbrögðin hafi alltaf verið hörð. „Fólk hefur sagt að ég vilji einfaldlega að ungt fólk verði fíkninni að bráð, það er af og frá. Ég hef einungis hugsað um þetta mál út frá refsingum og lítið verið að velta lögleiðingunni fyrir mér. Samfélagið hagnast ekkert á því að refsa fyrir einkaneyslu fíkniefna og hefur þetta einungis slæmar afleiðingar." Brynjar segir að með refsingum fylgi glæpir og ofbeldi af þeirri ástæðu að þetta er allt saman refsivert. Aðeins eigi að beita refsingum ef ótvíræður árangur næst. Lögreglan hefur staðið í miklu átaki gegn fíkniefnum undanfarna viku og þá sérstaklega í kringum raftónlistarhátíðina í Hörpu um síðustu helgi. Brynjari telur það skjóta skökku við miðað við umræðuna. „Ég hefði haldið að það væru önnur mikilvæg mál á borði lögreglunnar heldur en að elta fólk á tónleika sem eru kannski með efni á sér til einkaneyslu. Hvað leysa svona starfshættir? Fólk fer kannski á sakaskrá í einhver ár og lífið verður örlítið íþyngjandi fyrir viðkomandi og fjölskyldu þeirra en þetta leysir ekki vandamálið.“ Brynjar hefur samt fullan skilning á áhyggjum manna í þessu máli en telur samt sem áður umræðan í dag minni á umræðuna um lögleiðingu bjórsins hér á landi árið 1989.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira