Afstaða utanríkisráðherra veldur miklum vonbrigðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2014 13:22 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rangt hjá utanríkisráðherra að um ekkert sé að semja við Evrópusambandið. Skynsamlegast sé að ljúka aðildarviðræðum og leggja samning í þjóðaratkvæði. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir furðulegt að utanríkisráðherra lýsi því yfir að væntanleg skýrsla aðila vinnumarkaðrins um Evrópusambandið verði ómarktæk. Afstaða ráðherra valdi miklum vonbrigðum. Skynsamlegast sé að leiða evrópumálin til lykta með samningi og rangt að ekki sé um neitt að semja.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann gæti ekki séð að sú skýrsla sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta Alþjóðastofnun Háskólans gera um stöðu evrópumál, hafi nokkur áhrif á það sem stjórnvöld væru að gera. Enda væri sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þessi ummæli furðuleg. „Í fyrsta lagi er alveg ljóst að það er engin einsleit afstaða til aðildar að Evróðusambandinu innan Samtaka atvinnulífsins. Það eru skiptar skoðanir þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu,“ segir Þorsteinn. Markmiðið með gerð skýrslunnar sé fyrst og fremst að fá greinargóða úttekt á stöðu viðræðnanna og stjórnvöldum hafi verið boðið samstarf í þeim efnum sem þau hafi hafnað. Meta þurfi hver möguleg niðurstaða viðræðna gæti orðið og hvaða möguleikar aðrir kunni að vera í stöðunni. „En það er af og frá að frá okkar hendi sé einhvers konar pöntuð niðurstaða og lýsir kannski frekar viðhorfi ráðherra til slíkra skýrslna en okkar,“ segir framkvæmdastjórinn.En hvað segir það um samskipti aðila vinnumarkaðrins við stjórnvöld ef þau eru búin að ákveða fyrirfram að ykkar innlegg í þessa umræðu sé ekki þess virði að hlusta á það? „Það veldur miklum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt,“ segir Þorsteinn. Samtök atvinnulífsins hafi þá stefnu að skynsamlegast sé að leiða málið til lykta með samningi sem síðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé ekkert í skýrslu Hagfræðistofnunar sem breyti þeirri afstöðu. Það sé skynsamlegast til að fá niðurstöðu í málið. Það sé rangt hjá utanríkisráðherra að það sé ekki um neitt að semja. „Eins og alltaf hefur legið fyrir í aðildarviðræðum sem þessum þá eru þrír möguleikar uppi. Það er að laga sig að regluverki Evrópusambandsins, að fá tímabundna undanþágu frá slíku regluverki og svo aftur að semja einhverjar nýjar reglur sem snúa þá sérstaklega að ríkum hagsmunum nýs aðildarríkis. Fyrir því eru fjölmörg fordæmi og kemur fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar),“ segir Þorsteinn. Engin rök séu fyrir því að slíta viðræðum nú og að minnsta kosti sjálfsagt að bíða skýrslu aðila vinnumarkaðrins sem væntanleg sé í apríl. „Það er ekkert í þessu máli sem hastar svo að ekki sé hægt að bíða eftir henni líka. Ég held að það sé mikilvægt að vandað sé til umræðunnar um framhaldið og ég treysti því að stjórnvöld vilji hafa gott samstarf við atvinnulífið um næstu skref í þessu mikilvæga máli,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir furðulegt að utanríkisráðherra lýsi því yfir að væntanleg skýrsla aðila vinnumarkaðrins um Evrópusambandið verði ómarktæk. Afstaða ráðherra valdi miklum vonbrigðum. Skynsamlegast sé að leiða evrópumálin til lykta með samningi og rangt að ekki sé um neitt að semja.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann gæti ekki séð að sú skýrsla sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta Alþjóðastofnun Háskólans gera um stöðu evrópumál, hafi nokkur áhrif á það sem stjórnvöld væru að gera. Enda væri sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þessi ummæli furðuleg. „Í fyrsta lagi er alveg ljóst að það er engin einsleit afstaða til aðildar að Evróðusambandinu innan Samtaka atvinnulífsins. Það eru skiptar skoðanir þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu,“ segir Þorsteinn. Markmiðið með gerð skýrslunnar sé fyrst og fremst að fá greinargóða úttekt á stöðu viðræðnanna og stjórnvöldum hafi verið boðið samstarf í þeim efnum sem þau hafi hafnað. Meta þurfi hver möguleg niðurstaða viðræðna gæti orðið og hvaða möguleikar aðrir kunni að vera í stöðunni. „En það er af og frá að frá okkar hendi sé einhvers konar pöntuð niðurstaða og lýsir kannski frekar viðhorfi ráðherra til slíkra skýrslna en okkar,“ segir framkvæmdastjórinn.En hvað segir það um samskipti aðila vinnumarkaðrins við stjórnvöld ef þau eru búin að ákveða fyrirfram að ykkar innlegg í þessa umræðu sé ekki þess virði að hlusta á það? „Það veldur miklum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt,“ segir Þorsteinn. Samtök atvinnulífsins hafi þá stefnu að skynsamlegast sé að leiða málið til lykta með samningi sem síðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé ekkert í skýrslu Hagfræðistofnunar sem breyti þeirri afstöðu. Það sé skynsamlegast til að fá niðurstöðu í málið. Það sé rangt hjá utanríkisráðherra að það sé ekki um neitt að semja. „Eins og alltaf hefur legið fyrir í aðildarviðræðum sem þessum þá eru þrír möguleikar uppi. Það er að laga sig að regluverki Evrópusambandsins, að fá tímabundna undanþágu frá slíku regluverki og svo aftur að semja einhverjar nýjar reglur sem snúa þá sérstaklega að ríkum hagsmunum nýs aðildarríkis. Fyrir því eru fjölmörg fordæmi og kemur fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar),“ segir Þorsteinn. Engin rök séu fyrir því að slíta viðræðum nú og að minnsta kosti sjálfsagt að bíða skýrslu aðila vinnumarkaðrins sem væntanleg sé í apríl. „Það er ekkert í þessu máli sem hastar svo að ekki sé hægt að bíða eftir henni líka. Ég held að það sé mikilvægt að vandað sé til umræðunnar um framhaldið og ég treysti því að stjórnvöld vilji hafa gott samstarf við atvinnulífið um næstu skref í þessu mikilvæga máli,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira