Afstaða utanríkisráðherra veldur miklum vonbrigðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2014 13:22 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rangt hjá utanríkisráðherra að um ekkert sé að semja við Evrópusambandið. Skynsamlegast sé að ljúka aðildarviðræðum og leggja samning í þjóðaratkvæði. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir furðulegt að utanríkisráðherra lýsi því yfir að væntanleg skýrsla aðila vinnumarkaðrins um Evrópusambandið verði ómarktæk. Afstaða ráðherra valdi miklum vonbrigðum. Skynsamlegast sé að leiða evrópumálin til lykta með samningi og rangt að ekki sé um neitt að semja.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann gæti ekki séð að sú skýrsla sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta Alþjóðastofnun Háskólans gera um stöðu evrópumál, hafi nokkur áhrif á það sem stjórnvöld væru að gera. Enda væri sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þessi ummæli furðuleg. „Í fyrsta lagi er alveg ljóst að það er engin einsleit afstaða til aðildar að Evróðusambandinu innan Samtaka atvinnulífsins. Það eru skiptar skoðanir þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu,“ segir Þorsteinn. Markmiðið með gerð skýrslunnar sé fyrst og fremst að fá greinargóða úttekt á stöðu viðræðnanna og stjórnvöldum hafi verið boðið samstarf í þeim efnum sem þau hafi hafnað. Meta þurfi hver möguleg niðurstaða viðræðna gæti orðið og hvaða möguleikar aðrir kunni að vera í stöðunni. „En það er af og frá að frá okkar hendi sé einhvers konar pöntuð niðurstaða og lýsir kannski frekar viðhorfi ráðherra til slíkra skýrslna en okkar,“ segir framkvæmdastjórinn.En hvað segir það um samskipti aðila vinnumarkaðrins við stjórnvöld ef þau eru búin að ákveða fyrirfram að ykkar innlegg í þessa umræðu sé ekki þess virði að hlusta á það? „Það veldur miklum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt,“ segir Þorsteinn. Samtök atvinnulífsins hafi þá stefnu að skynsamlegast sé að leiða málið til lykta með samningi sem síðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé ekkert í skýrslu Hagfræðistofnunar sem breyti þeirri afstöðu. Það sé skynsamlegast til að fá niðurstöðu í málið. Það sé rangt hjá utanríkisráðherra að það sé ekki um neitt að semja. „Eins og alltaf hefur legið fyrir í aðildarviðræðum sem þessum þá eru þrír möguleikar uppi. Það er að laga sig að regluverki Evrópusambandsins, að fá tímabundna undanþágu frá slíku regluverki og svo aftur að semja einhverjar nýjar reglur sem snúa þá sérstaklega að ríkum hagsmunum nýs aðildarríkis. Fyrir því eru fjölmörg fordæmi og kemur fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar),“ segir Þorsteinn. Engin rök séu fyrir því að slíta viðræðum nú og að minnsta kosti sjálfsagt að bíða skýrslu aðila vinnumarkaðrins sem væntanleg sé í apríl. „Það er ekkert í þessu máli sem hastar svo að ekki sé hægt að bíða eftir henni líka. Ég held að það sé mikilvægt að vandað sé til umræðunnar um framhaldið og ég treysti því að stjórnvöld vilji hafa gott samstarf við atvinnulífið um næstu skref í þessu mikilvæga máli,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir furðulegt að utanríkisráðherra lýsi því yfir að væntanleg skýrsla aðila vinnumarkaðrins um Evrópusambandið verði ómarktæk. Afstaða ráðherra valdi miklum vonbrigðum. Skynsamlegast sé að leiða evrópumálin til lykta með samningi og rangt að ekki sé um neitt að semja.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í fréttum okkar í gær að hann gæti ekki séð að sú skýrsla sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta Alþjóðastofnun Háskólans gera um stöðu evrópumál, hafi nokkur áhrif á það sem stjórnvöld væru að gera. Enda væri sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þessi ummæli furðuleg. „Í fyrsta lagi er alveg ljóst að það er engin einsleit afstaða til aðildar að Evróðusambandinu innan Samtaka atvinnulífsins. Það eru skiptar skoðanir þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu,“ segir Þorsteinn. Markmiðið með gerð skýrslunnar sé fyrst og fremst að fá greinargóða úttekt á stöðu viðræðnanna og stjórnvöldum hafi verið boðið samstarf í þeim efnum sem þau hafi hafnað. Meta þurfi hver möguleg niðurstaða viðræðna gæti orðið og hvaða möguleikar aðrir kunni að vera í stöðunni. „En það er af og frá að frá okkar hendi sé einhvers konar pöntuð niðurstaða og lýsir kannski frekar viðhorfi ráðherra til slíkra skýrslna en okkar,“ segir framkvæmdastjórinn.En hvað segir það um samskipti aðila vinnumarkaðrins við stjórnvöld ef þau eru búin að ákveða fyrirfram að ykkar innlegg í þessa umræðu sé ekki þess virði að hlusta á það? „Það veldur miklum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt,“ segir Þorsteinn. Samtök atvinnulífsins hafi þá stefnu að skynsamlegast sé að leiða málið til lykta með samningi sem síðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé ekkert í skýrslu Hagfræðistofnunar sem breyti þeirri afstöðu. Það sé skynsamlegast til að fá niðurstöðu í málið. Það sé rangt hjá utanríkisráðherra að það sé ekki um neitt að semja. „Eins og alltaf hefur legið fyrir í aðildarviðræðum sem þessum þá eru þrír möguleikar uppi. Það er að laga sig að regluverki Evrópusambandsins, að fá tímabundna undanþágu frá slíku regluverki og svo aftur að semja einhverjar nýjar reglur sem snúa þá sérstaklega að ríkum hagsmunum nýs aðildarríkis. Fyrir því eru fjölmörg fordæmi og kemur fram í skýrslunni (Hagfræðistofnunar),“ segir Þorsteinn. Engin rök séu fyrir því að slíta viðræðum nú og að minnsta kosti sjálfsagt að bíða skýrslu aðila vinnumarkaðrins sem væntanleg sé í apríl. „Það er ekkert í þessu máli sem hastar svo að ekki sé hægt að bíða eftir henni líka. Ég held að það sé mikilvægt að vandað sé til umræðunnar um framhaldið og ég treysti því að stjórnvöld vilji hafa gott samstarf við atvinnulífið um næstu skref í þessu mikilvæga máli,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira