Ólafur Lofts: Fékk kjarnorkupar á síðustu holunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2014 08:15 Ólafur Loftsson. Mynd/GSImyndir.net Kylfingurinn Ólafur Loftsson er að keppa á opna Orlando-golfmótinu á Fore The Players mótaröðinni og komst í gegnum niðurskurðinn í nótt. Ólafur er í 17. sæti fyrir lokahringinn á mótinu og er hann nú átta höggum á eftir efstu mönnum. Ólafur fékk þrjá fugla á síðustu níu holunum í nótt. „Spilaði fyrstu tvo hringina á 72 (+2) og 69 (-1) höggum, er samtals á einu höggi yfir pari. Það hefur vantað aðeins upp á hjá mér þessa hringi en ég datt í gírinn á seinni 9 holunum í dag og ég komst naumlega í gegnum niðurskurðinn. Fékk mikilvægt kjarnorkupar á síðustu holunni áðan til að koma mér í gegn," sagði Ólafur á fésbókarsíðu sinni. Ólafur er bjartsýnn fyrir lokahringinn á mótinu. „Það er aðeins ein leið hjá mér og hún er upp töfluna. Ég hef verið að vinna í mörgum atriðum undanfarið og það hefur verið gott að prófa það í þessu móti. Þessi völlur hentar mér frábærlega og ætla ég að sýna það og sanna á morgun," skrifaði Ólafur ennfremur inn á fésbókarvegginn sinn. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Ólafur Loftsson er að keppa á opna Orlando-golfmótinu á Fore The Players mótaröðinni og komst í gegnum niðurskurðinn í nótt. Ólafur er í 17. sæti fyrir lokahringinn á mótinu og er hann nú átta höggum á eftir efstu mönnum. Ólafur fékk þrjá fugla á síðustu níu holunum í nótt. „Spilaði fyrstu tvo hringina á 72 (+2) og 69 (-1) höggum, er samtals á einu höggi yfir pari. Það hefur vantað aðeins upp á hjá mér þessa hringi en ég datt í gírinn á seinni 9 holunum í dag og ég komst naumlega í gegnum niðurskurðinn. Fékk mikilvægt kjarnorkupar á síðustu holunni áðan til að koma mér í gegn," sagði Ólafur á fésbókarsíðu sinni. Ólafur er bjartsýnn fyrir lokahringinn á mótinu. „Það er aðeins ein leið hjá mér og hún er upp töfluna. Ég hef verið að vinna í mörgum atriðum undanfarið og það hefur verið gott að prófa það í þessu móti. Þessi völlur hentar mér frábærlega og ætla ég að sýna það og sanna á morgun," skrifaði Ólafur ennfremur inn á fésbókarvegginn sinn.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira