„Þetta eru bara dauð og ómerk ummæli“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. febrúar 2014 00:01 Gylfi er ósáttur með ummæli Gunnars Braga. „Þetta eru bara dauð og ómerk ummæli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands um ummæliGunnars Braga Sveinssonar um skýrslu um Evrópumál, unna af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Skýrslan fjármögnuð af ASÍ, Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins.Í samtali við Bylgjuna og Vísi sagði Gunnar Bragi að lítið mark bæri taka á skýrslunni sem unnin er fyrir ASÍ, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB,“ sagði utanríkisráðherrann við Bylgjuna og Vísi í gær. „Þessi ummæli lýsa engu nema kannski viðhorfi utanríkisráðherra, að það sé hægt að panta skýrslu frá háskólasamfélaginu.“ segir Gylfi. Gylfi segir fráleitt að ætla að niðurstöður skýrslunar séu pantaðar. „Það eru ekki við sem erum í skýrslugerð. Alþjóðamálastofnun fær akademískt frelsi til þess að vinna þessa skýrslu. Alþjóðamálastofnun tengist líka Utanríkisráðuneytinu sterkum böndum, þannig að maður hefði haldið að utanríkisráðherra hefði meiri trú á þessari stofnun en svo að hann haldi að hægt sé að panta niðurstöður úr skýrslum sem hún vinnur,“ segir Gylfi. Að mati Gylfa er það einkennilegt að stilla þessum þremur félögum – ASÍ, SA og Viðskiptaráði sem Evrópusinnum. „Þó svo að einhverjir innan þessara samtaka vilji skoða hugsanlega aðild að Evrópusambandinu í þaula þýðir það ekki að niðurstöður skýrslunnar verði litaðar af þeirri afstöðu. Þessi ummæli Gunnars Braga tengjast einfaldlega einhverri pólitískri orðræðu sem við viljum forðast. Við viljum gefa fræðasamfélaginu frelsi til þess að svara mikilvægum spurningum og komast til botns í álitamálum,“ segir Gylfi.Kjartan Atli Kjartansson Tengdar fréttir Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir lítið af nýjum upplýsingum í Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar. 18. febrúar 2014 13:37 Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56 Segir ríkisstjórnina vera viðskila við atvinnulífið „Það er fréttnæmt að utanríkisráðherra lýsti því yfir í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekkert yrði horft til þeirrar skýrslu sem verkalýðshreyfingin og atvinnulífið er að láta vinna um Evrópumálin," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 18. febrúar 2014 15:31 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Þetta eru bara dauð og ómerk ummæli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands um ummæliGunnars Braga Sveinssonar um skýrslu um Evrópumál, unna af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Skýrslan fjármögnuð af ASÍ, Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins.Í samtali við Bylgjuna og Vísi sagði Gunnar Bragi að lítið mark bæri taka á skýrslunni sem unnin er fyrir ASÍ, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB,“ sagði utanríkisráðherrann við Bylgjuna og Vísi í gær. „Þessi ummæli lýsa engu nema kannski viðhorfi utanríkisráðherra, að það sé hægt að panta skýrslu frá háskólasamfélaginu.“ segir Gylfi. Gylfi segir fráleitt að ætla að niðurstöður skýrslunar séu pantaðar. „Það eru ekki við sem erum í skýrslugerð. Alþjóðamálastofnun fær akademískt frelsi til þess að vinna þessa skýrslu. Alþjóðamálastofnun tengist líka Utanríkisráðuneytinu sterkum böndum, þannig að maður hefði haldið að utanríkisráðherra hefði meiri trú á þessari stofnun en svo að hann haldi að hægt sé að panta niðurstöður úr skýrslum sem hún vinnur,“ segir Gylfi. Að mati Gylfa er það einkennilegt að stilla þessum þremur félögum – ASÍ, SA og Viðskiptaráði sem Evrópusinnum. „Þó svo að einhverjir innan þessara samtaka vilji skoða hugsanlega aðild að Evrópusambandinu í þaula þýðir það ekki að niðurstöður skýrslunnar verði litaðar af þeirri afstöðu. Þessi ummæli Gunnars Braga tengjast einfaldlega einhverri pólitískri orðræðu sem við viljum forðast. Við viljum gefa fræðasamfélaginu frelsi til þess að svara mikilvægum spurningum og komast til botns í álitamálum,“ segir Gylfi.Kjartan Atli Kjartansson
Tengdar fréttir Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir lítið af nýjum upplýsingum í Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar. 18. febrúar 2014 13:37 Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56 Segir ríkisstjórnina vera viðskila við atvinnulífið „Það er fréttnæmt að utanríkisráðherra lýsti því yfir í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekkert yrði horft til þeirrar skýrslu sem verkalýðshreyfingin og atvinnulífið er að láta vinna um Evrópumálin," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 18. febrúar 2014 15:31 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir lítið af nýjum upplýsingum í Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar. 18. febrúar 2014 13:37
Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56
Segir ríkisstjórnina vera viðskila við atvinnulífið „Það er fréttnæmt að utanríkisráðherra lýsti því yfir í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekkert yrði horft til þeirrar skýrslu sem verkalýðshreyfingin og atvinnulífið er að láta vinna um Evrópumálin," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 18. febrúar 2014 15:31