Neitar að hafa reynt að kúga 100 milljónir út úr hjónum á Ísafirði Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. febrúar 2014 16:38 36 ára karlmaður er ákæður fyrir tilraun til þess að kúga 100 milljónir út úr hjónum á Ísafirði. VÍSIR/PJETUR 36 ára gamall karlmaður neitaði sök í máli þar sem hann er ákærður fyrir tilraun til þess að kúga 100 milljónir króna út úr hjónum á Ísafirði. Aðalmeðferð fór fram í gær í Héraðsdómi Vestfjarða. Vísir hefur ákæru ríkissaksóknara á hendur manninum undir höndum. Í henni kemur fram að karlmaðurinn hafi hótað því að beita manninn eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé.Hótanir um ofbeldi og líflát Meðal annars hafi ákærði skrifað manninum bréf þar fram komu ógnandi fyrirmæli um að maðurinn ætti að greiða þeim sem stæði að bréfinu 100 milljónir. Bréfið var sent í lok október árið 2012 og átti maðurinn að greiða milljónirnar fyrir 20. nóvember sama ár. Í bréfinu sagði hvar og hvenær maðurinn ætti að nálgast peninginn. En það var í tilteknum bönkum í Reykjavík. Í bréfinu kom fram að fylgst yrði með ferðum mannsins og frekari fyrirmæli yrði send með sms-skilaboð síðar. Manninum var hótað ofbeldi og lífláti ef hann leitaði til lögreglu vegna kröfunnar. Jafnframt kom fram að mennirnir sem stæðu á bak við sendingu bréfsins hefðu reynslu af því að hafa fé af fólki sem þeir hefðu valið og að maðurinn væri einn þeirra sem valinn hefði verið. Mennirnir slepptu ekki þeim mönnum sem þeir hefðu valið úr til að greiða þeim og hefðu þurft að hrista menn til í því skyni að fá þá til að greiða þeim pening. Þeir hefðu undanfarið fylgst með manninum og vissu allt um daglegt líf hans og vandamanna hans. Vonuðust mennirnir eftir því að þurfa ekki að beina aðgerðum sínum að vandamönnum mannsins og að ekki kæmi til leiðinda eða átaka vegna þessa. Velferð allra væri best borgið með því að maðurinn yrði við kröfunni. Í ákæru segir svo að ákærði hafi fylgt bréfinu og fjárkúguninni eftir með því að senda ógnandi sms-skilaboð í farsíma mannsins. Allt var þetta að mati ríkissaksóknara til þess fallið að valda hjónunum ótta um líf þeirra og velferð en hjónin leituðu til lögreglu vegna málsins. Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
36 ára gamall karlmaður neitaði sök í máli þar sem hann er ákærður fyrir tilraun til þess að kúga 100 milljónir króna út úr hjónum á Ísafirði. Aðalmeðferð fór fram í gær í Héraðsdómi Vestfjarða. Vísir hefur ákæru ríkissaksóknara á hendur manninum undir höndum. Í henni kemur fram að karlmaðurinn hafi hótað því að beita manninn eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé.Hótanir um ofbeldi og líflát Meðal annars hafi ákærði skrifað manninum bréf þar fram komu ógnandi fyrirmæli um að maðurinn ætti að greiða þeim sem stæði að bréfinu 100 milljónir. Bréfið var sent í lok október árið 2012 og átti maðurinn að greiða milljónirnar fyrir 20. nóvember sama ár. Í bréfinu sagði hvar og hvenær maðurinn ætti að nálgast peninginn. En það var í tilteknum bönkum í Reykjavík. Í bréfinu kom fram að fylgst yrði með ferðum mannsins og frekari fyrirmæli yrði send með sms-skilaboð síðar. Manninum var hótað ofbeldi og lífláti ef hann leitaði til lögreglu vegna kröfunnar. Jafnframt kom fram að mennirnir sem stæðu á bak við sendingu bréfsins hefðu reynslu af því að hafa fé af fólki sem þeir hefðu valið og að maðurinn væri einn þeirra sem valinn hefði verið. Mennirnir slepptu ekki þeim mönnum sem þeir hefðu valið úr til að greiða þeim og hefðu þurft að hrista menn til í því skyni að fá þá til að greiða þeim pening. Þeir hefðu undanfarið fylgst með manninum og vissu allt um daglegt líf hans og vandamanna hans. Vonuðust mennirnir eftir því að þurfa ekki að beina aðgerðum sínum að vandamönnum mannsins og að ekki kæmi til leiðinda eða átaka vegna þessa. Velferð allra væri best borgið með því að maðurinn yrði við kröfunni. Í ákæru segir svo að ákærði hafi fylgt bréfinu og fjárkúguninni eftir með því að senda ógnandi sms-skilaboð í farsíma mannsins. Allt var þetta að mati ríkissaksóknara til þess fallið að valda hjónunum ótta um líf þeirra og velferð en hjónin leituðu til lögreglu vegna málsins.
Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira