Neitar að hafa reynt að kúga 100 milljónir út úr hjónum á Ísafirði Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. febrúar 2014 16:38 36 ára karlmaður er ákæður fyrir tilraun til þess að kúga 100 milljónir út úr hjónum á Ísafirði. VÍSIR/PJETUR 36 ára gamall karlmaður neitaði sök í máli þar sem hann er ákærður fyrir tilraun til þess að kúga 100 milljónir króna út úr hjónum á Ísafirði. Aðalmeðferð fór fram í gær í Héraðsdómi Vestfjarða. Vísir hefur ákæru ríkissaksóknara á hendur manninum undir höndum. Í henni kemur fram að karlmaðurinn hafi hótað því að beita manninn eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé.Hótanir um ofbeldi og líflát Meðal annars hafi ákærði skrifað manninum bréf þar fram komu ógnandi fyrirmæli um að maðurinn ætti að greiða þeim sem stæði að bréfinu 100 milljónir. Bréfið var sent í lok október árið 2012 og átti maðurinn að greiða milljónirnar fyrir 20. nóvember sama ár. Í bréfinu sagði hvar og hvenær maðurinn ætti að nálgast peninginn. En það var í tilteknum bönkum í Reykjavík. Í bréfinu kom fram að fylgst yrði með ferðum mannsins og frekari fyrirmæli yrði send með sms-skilaboð síðar. Manninum var hótað ofbeldi og lífláti ef hann leitaði til lögreglu vegna kröfunnar. Jafnframt kom fram að mennirnir sem stæðu á bak við sendingu bréfsins hefðu reynslu af því að hafa fé af fólki sem þeir hefðu valið og að maðurinn væri einn þeirra sem valinn hefði verið. Mennirnir slepptu ekki þeim mönnum sem þeir hefðu valið úr til að greiða þeim og hefðu þurft að hrista menn til í því skyni að fá þá til að greiða þeim pening. Þeir hefðu undanfarið fylgst með manninum og vissu allt um daglegt líf hans og vandamanna hans. Vonuðust mennirnir eftir því að þurfa ekki að beina aðgerðum sínum að vandamönnum mannsins og að ekki kæmi til leiðinda eða átaka vegna þessa. Velferð allra væri best borgið með því að maðurinn yrði við kröfunni. Í ákæru segir svo að ákærði hafi fylgt bréfinu og fjárkúguninni eftir með því að senda ógnandi sms-skilaboð í farsíma mannsins. Allt var þetta að mati ríkissaksóknara til þess fallið að valda hjónunum ótta um líf þeirra og velferð en hjónin leituðu til lögreglu vegna málsins. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
36 ára gamall karlmaður neitaði sök í máli þar sem hann er ákærður fyrir tilraun til þess að kúga 100 milljónir króna út úr hjónum á Ísafirði. Aðalmeðferð fór fram í gær í Héraðsdómi Vestfjarða. Vísir hefur ákæru ríkissaksóknara á hendur manninum undir höndum. Í henni kemur fram að karlmaðurinn hafi hótað því að beita manninn eða nána vandamenn hans líkamlegu ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé.Hótanir um ofbeldi og líflát Meðal annars hafi ákærði skrifað manninum bréf þar fram komu ógnandi fyrirmæli um að maðurinn ætti að greiða þeim sem stæði að bréfinu 100 milljónir. Bréfið var sent í lok október árið 2012 og átti maðurinn að greiða milljónirnar fyrir 20. nóvember sama ár. Í bréfinu sagði hvar og hvenær maðurinn ætti að nálgast peninginn. En það var í tilteknum bönkum í Reykjavík. Í bréfinu kom fram að fylgst yrði með ferðum mannsins og frekari fyrirmæli yrði send með sms-skilaboð síðar. Manninum var hótað ofbeldi og lífláti ef hann leitaði til lögreglu vegna kröfunnar. Jafnframt kom fram að mennirnir sem stæðu á bak við sendingu bréfsins hefðu reynslu af því að hafa fé af fólki sem þeir hefðu valið og að maðurinn væri einn þeirra sem valinn hefði verið. Mennirnir slepptu ekki þeim mönnum sem þeir hefðu valið úr til að greiða þeim og hefðu þurft að hrista menn til í því skyni að fá þá til að greiða þeim pening. Þeir hefðu undanfarið fylgst með manninum og vissu allt um daglegt líf hans og vandamanna hans. Vonuðust mennirnir eftir því að þurfa ekki að beina aðgerðum sínum að vandamönnum mannsins og að ekki kæmi til leiðinda eða átaka vegna þessa. Velferð allra væri best borgið með því að maðurinn yrði við kröfunni. Í ákæru segir svo að ákærði hafi fylgt bréfinu og fjárkúguninni eftir með því að senda ógnandi sms-skilaboð í farsíma mannsins. Allt var þetta að mati ríkissaksóknara til þess fallið að valda hjónunum ótta um líf þeirra og velferð en hjónin leituðu til lögreglu vegna málsins.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira