Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. febrúar 2014 14:53 Skýrsluhöfundar Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar segja vandséð hvernig Ísland ætti að setja fram tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. ESB hefði líklega farið fram á slíka áætlun, hefðu aðildarviðræður haldið áfram. Skýrsluhöfundar Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar segja vandséð hvernig Ísland ætti að setja fram tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. ESB hefði líklega farið fram á slíka áætlun, hefðu aðildarviðræður haldið áfram. „Margir viðmælendur skýrsluhöfunda telja að Evrópusambandið hafi viljað setja opnunarviðmið vegna sjávarútvegskaflans sem fram kæmi í rýniskýrslu. Sé miðað við opnunarviðmið sem lögð voru fram vegna kafla um landbúnað og dreifbýlisþróun má ætla að slíkt hefði kallað á gerð tímasettrar aðgerðaráætlunar Íslendinga um hvernig og hvenær þeir hygðust aðlagast löggjöf og stefnu Evrópusambandsins,“ segir í skýrslunni. „Óvíst er hvað það hefði haft í för með sér ef slíkt opnunarviðmið hefði verið sett fram en ef haft er í huga hve ólíkar áherslur eru í stefnu Íslands og Evrópusambandsins er vandséð hvernig Ísland hefði getað komið með áætlun um aðlögun að stefnu Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum.“ Hagfræðistofnun rifjar upp að meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis hafi viljað halda þeim möguleika opnum að Íslendingar héldu áfram að veiða hvali. „Hjá Evrópusambandinu falla hvalveiðar undir kaflann um umhverfismál. Í ljósi þess að mikil andstaða er við hvalveiðar í Evrópusambandinu og að þýska þingið ályktaði sérstaklega að sett skyldi það skilyrði fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu að Íslendingar hættu að veiða hvali, er ljóst að litlar líkur eru til að hægt hefði verið að semja um undanþágur frá hvalveiðibanni,“ stendur í skýrslunni. Tengdar fréttir Hægt að bæta upp afnám verndartolla Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir í skýrslu sinni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins að embættismenn ESB hafi ekki séð fram á óleysanleg vandamál í viðræðum um landbúnað. 18. febrúar 2014 14:34 Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03 Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Skýrsluhöfundar Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar segja vandséð hvernig Ísland ætti að setja fram tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. ESB hefði líklega farið fram á slíka áætlun, hefðu aðildarviðræður haldið áfram. „Margir viðmælendur skýrsluhöfunda telja að Evrópusambandið hafi viljað setja opnunarviðmið vegna sjávarútvegskaflans sem fram kæmi í rýniskýrslu. Sé miðað við opnunarviðmið sem lögð voru fram vegna kafla um landbúnað og dreifbýlisþróun má ætla að slíkt hefði kallað á gerð tímasettrar aðgerðaráætlunar Íslendinga um hvernig og hvenær þeir hygðust aðlagast löggjöf og stefnu Evrópusambandsins,“ segir í skýrslunni. „Óvíst er hvað það hefði haft í för með sér ef slíkt opnunarviðmið hefði verið sett fram en ef haft er í huga hve ólíkar áherslur eru í stefnu Íslands og Evrópusambandsins er vandséð hvernig Ísland hefði getað komið með áætlun um aðlögun að stefnu Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum.“ Hagfræðistofnun rifjar upp að meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis hafi viljað halda þeim möguleika opnum að Íslendingar héldu áfram að veiða hvali. „Hjá Evrópusambandinu falla hvalveiðar undir kaflann um umhverfismál. Í ljósi þess að mikil andstaða er við hvalveiðar í Evrópusambandinu og að þýska þingið ályktaði sérstaklega að sett skyldi það skilyrði fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu að Íslendingar hættu að veiða hvali, er ljóst að litlar líkur eru til að hægt hefði verið að semja um undanþágur frá hvalveiðibanni,“ stendur í skýrslunni.
Tengdar fréttir Hægt að bæta upp afnám verndartolla Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir í skýrslu sinni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins að embættismenn ESB hafi ekki séð fram á óleysanleg vandamál í viðræðum um landbúnað. 18. febrúar 2014 14:34 Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03 Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Hægt að bæta upp afnám verndartolla Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir í skýrslu sinni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins að embættismenn ESB hafi ekki séð fram á óleysanleg vandamál í viðræðum um landbúnað. 18. febrúar 2014 14:34
Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03
Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56