Vandinn var hjá Red Bull Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. febrúar 2014 18:30 Vísir/Getty Adrian Newey aðalhönnuður Red Bull liðsins í formúlu eitt viðurkennir að hann hafi vanmetið kæliþörf nýju vélarinnar. Uppröðun vélarinnar hefur einnig áhrif og segir Newey að hann hafi pakkað hlutum Renault vélarinnar of þétt saman. V-6 vélarnar þurfa mun meiri kælingu en forverar þeirra. Slíkt hefur áhrif á hönnun á yfirbyggingu bílsins. Loftvasar á hliðum bílanna veita meirihluta kælingarinnar. Ýmis minni loftinntök sjá svo um afganginn. Öll valda þau því að bíllinn verður ekki eins straumlínulagaður. Ef marka má árangur Lotus á upptökudögum sem liðið stóð fyrir 7. og 8. febrúar þá er Renault vélin farin að virka vel. Renault vélarnar höfðu valdið liðum vandræðum á fyrstu æfingunum. Nú virðist aftur á móti sem að uppfærslur Renault virki vel. Red Bull vonast til að vinna upp tapaðan æfingatíma í Barein. Adrian Newey telur að honum og hönnunarteymi hans hafi tekist að leysa vandann. Hann segist hafa prófað áhættusama uppröðun vélarinnar til að lágmarka áhrif á loftflæðið yfir bílinn. Æfingar hefjast í Barein á morgun og þeim lýkur síðan á laugardag.Adrian Newey aðalhönnuður Red Bull liðsins.Vísir/Getty Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Adrian Newey aðalhönnuður Red Bull liðsins í formúlu eitt viðurkennir að hann hafi vanmetið kæliþörf nýju vélarinnar. Uppröðun vélarinnar hefur einnig áhrif og segir Newey að hann hafi pakkað hlutum Renault vélarinnar of þétt saman. V-6 vélarnar þurfa mun meiri kælingu en forverar þeirra. Slíkt hefur áhrif á hönnun á yfirbyggingu bílsins. Loftvasar á hliðum bílanna veita meirihluta kælingarinnar. Ýmis minni loftinntök sjá svo um afganginn. Öll valda þau því að bíllinn verður ekki eins straumlínulagaður. Ef marka má árangur Lotus á upptökudögum sem liðið stóð fyrir 7. og 8. febrúar þá er Renault vélin farin að virka vel. Renault vélarnar höfðu valdið liðum vandræðum á fyrstu æfingunum. Nú virðist aftur á móti sem að uppfærslur Renault virki vel. Red Bull vonast til að vinna upp tapaðan æfingatíma í Barein. Adrian Newey telur að honum og hönnunarteymi hans hafi tekist að leysa vandann. Hann segist hafa prófað áhættusama uppröðun vélarinnar til að lágmarka áhrif á loftflæðið yfir bílinn. Æfingar hefjast í Barein á morgun og þeim lýkur síðan á laugardag.Adrian Newey aðalhönnuður Red Bull liðsins.Vísir/Getty
Formúla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira