Erfitt að leggja mat á stöðu viðræðna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. febrúar 2014 11:01 Hér sést samninganefnd Íslands í viðræðum við Evrópusambandið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir óheppilegt að ekki hafi verið lögð fram samningafstaða í fjórum köflum í samningaviðræðunum við ESB, þegar meta á stöðu viðræðnanna. Í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB segir að strangari skilyrði um inngöngu ríkja í sambandið gildi nú en áður tíðkaðist. Þetta sé afleiðing þess að flestar þjóðir sem nýlega hafi gengið í sambandið eða séu í aðildarviðræðum séu á ýmsan hátt ólíkar þeim sem fyrir voru í sambandinu. „Þrátt fyrir að Ísland hafi nú þegar aðlagast reglu- og stofnanagerð Evrópusambandsins að hluta í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið var ljóst að aðildarferlið færi eftir þeim formlegu reglum sem gilda. Engin augljós ástæða var til að ætla að frá því fengjust undanþágur og að hægt yrði að flýta hinu formlega ferli. Gengið er út frá því að umsóknarríki sækist eftir aðild,“ segir í niðurstöðunum. „Í aðildarviðræðum er fjallað um skilyrði fyrir aðild og hvernig Ísland muni taka upp og hrinda í framkvæmd réttarreglum sambandsins. Er því ekki að öllu leyti um hefðbundnar samningaviðræður að ræða.“ Þegar ákveðið var að gera hlé á aðildarviðræðunum höfðu umræður um 27 kafla löggjafar ESB af 33 verið hafnar og af þeim hafði ellefu verið lokið til bráðabirgða. Ekki höfðu verið hafnar viðræður um sex kafla en Ísland hafði mótað samningsafstöðu í tveimur þeirra. Samningsafstaða Íslands lá ekki fyrir í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, kafla um frjálsa fjármagnsflutninga og staðfesturétt og þjónustufrelsi. „Þegar meta á stöðu viðræðnanna er óheppilegt að ekki skyldi auðnast að opna og leggja fram samningsafstöðu varðandi fyrrnefnda fjóra kafla, ekki síst þar sem ljóst var að reyna myndi á ýmis mikilvæg álitamál hvað þá varðar,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar. „Ætla má að kaflarnir um frjálsa fjármagnsflutninga og staðfesturétt og þjónustufrelsi tengist málum í sjávarútvegskaflanum og þá sérstaklega hvað varðar mögulegar takmarkanir við erlendum fjárfestingum í íslenskum sjávarútvegi.“Makríldeilan hefði tafið fyrirSkýrsluhöfundar segja erfitt að átta sig á hver þróunin í viðræðum um sjávarútvegsmál hefði orðið. „Þar sem samningsafstaða Íslands lá ekki fyrir er erfitt að átta sig á hver framvinda viðræðnanna hefði orðið en ljóst er að erfitt hefði verið að semja út frá þeim áherslum sem lagðar eru í meirihlutaáliti utanríkisnefndar sem lagt var fram þegar Alþingi samþykkti að sækja um aðild. Má þar nefna atriði eins og formlegt forræði yfir auðlindum sjávar, takmarkanir við fjárfestingar og forsvar á alþjóðavettvangi. Sé litið til framvinduskýrslna Evrópusambandsins má ætla að erfitt hefði verið að ná saman um slík atriði.“ Einnig er bent á að makríldeilan hefði væntanlega ekki flýtt fyrir að sjávarútvegskaflinn yrði opnaður þar sem hugmyndir hefðu verið uppi um að setja opnunarviðmið af hálfu Evrópusambandsins. „Slíkt hefði kallað á að Ísland hefði þurft að leggja fram tímasetta áætlun um hvernig og hvenær Íslendingar hygðust aðlagast löggjöf og stefnu Evrópusambandsins.“Deilur innanlands um landbúnaðarkaflaHvað varðar landbúnaðarkaflann var málum öðruvísi farið, segja skýrsluhöfundar. „Ísland hafði lagt fram aðgerðaáætlun um undirbúning og afhent hana Evrópusambandinu. Evrópusambandið hafði samþykkt áætlunina fyrir sitt leyti og bauð Íslendingum að leggja fram samningsafstöðu í landbúnaðarmálum. Ekki tókst að leggja lokahönd á samningsafstöðuna áður en viðræðunum var frestað. Ætla má að ástæða þess sé að treglega hafi gengið að sætta ólík sjónarmið hér innanlands.“ Tengdar fréttir Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27 Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir óheppilegt að ekki hafi verið lögð fram samningafstaða í fjórum köflum í samningaviðræðunum við ESB, þegar meta á stöðu viðræðnanna. Í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB segir að strangari skilyrði um inngöngu ríkja í sambandið gildi nú en áður tíðkaðist. Þetta sé afleiðing þess að flestar þjóðir sem nýlega hafi gengið í sambandið eða séu í aðildarviðræðum séu á ýmsan hátt ólíkar þeim sem fyrir voru í sambandinu. „Þrátt fyrir að Ísland hafi nú þegar aðlagast reglu- og stofnanagerð Evrópusambandsins að hluta í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið var ljóst að aðildarferlið færi eftir þeim formlegu reglum sem gilda. Engin augljós ástæða var til að ætla að frá því fengjust undanþágur og að hægt yrði að flýta hinu formlega ferli. Gengið er út frá því að umsóknarríki sækist eftir aðild,“ segir í niðurstöðunum. „Í aðildarviðræðum er fjallað um skilyrði fyrir aðild og hvernig Ísland muni taka upp og hrinda í framkvæmd réttarreglum sambandsins. Er því ekki að öllu leyti um hefðbundnar samningaviðræður að ræða.“ Þegar ákveðið var að gera hlé á aðildarviðræðunum höfðu umræður um 27 kafla löggjafar ESB af 33 verið hafnar og af þeim hafði ellefu verið lokið til bráðabirgða. Ekki höfðu verið hafnar viðræður um sex kafla en Ísland hafði mótað samningsafstöðu í tveimur þeirra. Samningsafstaða Íslands lá ekki fyrir í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, kafla um frjálsa fjármagnsflutninga og staðfesturétt og þjónustufrelsi. „Þegar meta á stöðu viðræðnanna er óheppilegt að ekki skyldi auðnast að opna og leggja fram samningsafstöðu varðandi fyrrnefnda fjóra kafla, ekki síst þar sem ljóst var að reyna myndi á ýmis mikilvæg álitamál hvað þá varðar,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar. „Ætla má að kaflarnir um frjálsa fjármagnsflutninga og staðfesturétt og þjónustufrelsi tengist málum í sjávarútvegskaflanum og þá sérstaklega hvað varðar mögulegar takmarkanir við erlendum fjárfestingum í íslenskum sjávarútvegi.“Makríldeilan hefði tafið fyrirSkýrsluhöfundar segja erfitt að átta sig á hver þróunin í viðræðum um sjávarútvegsmál hefði orðið. „Þar sem samningsafstaða Íslands lá ekki fyrir er erfitt að átta sig á hver framvinda viðræðnanna hefði orðið en ljóst er að erfitt hefði verið að semja út frá þeim áherslum sem lagðar eru í meirihlutaáliti utanríkisnefndar sem lagt var fram þegar Alþingi samþykkti að sækja um aðild. Má þar nefna atriði eins og formlegt forræði yfir auðlindum sjávar, takmarkanir við fjárfestingar og forsvar á alþjóðavettvangi. Sé litið til framvinduskýrslna Evrópusambandsins má ætla að erfitt hefði verið að ná saman um slík atriði.“ Einnig er bent á að makríldeilan hefði væntanlega ekki flýtt fyrir að sjávarútvegskaflinn yrði opnaður þar sem hugmyndir hefðu verið uppi um að setja opnunarviðmið af hálfu Evrópusambandsins. „Slíkt hefði kallað á að Ísland hefði þurft að leggja fram tímasetta áætlun um hvernig og hvenær Íslendingar hygðust aðlagast löggjöf og stefnu Evrópusambandsins.“Deilur innanlands um landbúnaðarkaflaHvað varðar landbúnaðarkaflann var málum öðruvísi farið, segja skýrsluhöfundar. „Ísland hafði lagt fram aðgerðaáætlun um undirbúning og afhent hana Evrópusambandinu. Evrópusambandið hafði samþykkt áætlunina fyrir sitt leyti og bauð Íslendingum að leggja fram samningsafstöðu í landbúnaðarmálum. Ekki tókst að leggja lokahönd á samningsafstöðuna áður en viðræðunum var frestað. Ætla má að ástæða þess sé að treglega hafi gengið að sætta ólík sjónarmið hér innanlands.“
Tengdar fréttir Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27 Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27
Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03