Reynt að mæta lýðræðishalla Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. febrúar 2014 10:27 Evrópusambandið hefur verið að þróast til að mæta lýðræðislegum halla innan sambandins. Evrópusambandið hefur verið að þróast til að mæta lýðræðislegum halla innan sambandins. Á meðal breytinganna eru aukin völd þjóðþinga og Evrópuþingsins, sem kosið er beint af borgurum ESB. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu samningaviðræðnanna við ESB „Lengi hefur því verið haldið fram að lagagerðir innan sambandsins styddust ekki við nægjanlegan lýðræðislegan grundvöll. Því hefur sambandið verið að þróast m.t.t. að mæta þeim lýðræðislega halla. Lissabonsáttmálinn hefur að geyma bein ákvæði um efnið sem öll miða að því að styrkja lýðræðisþróunina,“ segir í niðurstöðunum. Samkvæmt skýrslunni jukust völd framkvæmdastjórnar ESB með Lissabonsáttmálanum. Fleiri mál en áður má samþykkja með auknum meirihluta í ráðherraráði ESB, í stað þess að einróma samþykki þurfi. „Við þær aðstæður fær framkvæmdastjórnin aukinn frumkvæðisrétt og ráðið getur ekki breytt tillögu framkvæmdastjórnarinnar nema með einróma ályktun, nema í vissum tilvikum.“ Hins vegar hafi völd Evrópuþingsins einnig farið vaxandi, ekki síst í tengslum við löggjafarmál, fjárlög og kosningu forseta framkvæmdastjórnarinnar. „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi. Þau áhrif eru án efa talin nauðsynleg til að vinna upp meintan lýðræðishalla vegna þess að innan ESB hefur leiðtogaráðið farið með umfangsmikið lagasetningarvald.“ESB verður ekki ríkiHagfræðistofnun segir erfiðleikum bundið að fjalla um þróun lýðræðis í ESB. „Ástæðan er ekki síst sú að Evrópusambandið er ekki ríki, í þeim skilningi sem oftast er lagt í það hugtak, og fátt bendir til þess að það verði að ríki í náinni framtíð.“ Skýrsluhöfundar segja að sökum þeirrar stofnanagerðar sem Evrópusambandið býr við myndist „togstreita milli krafna um meira lýðræði, en þá er oftast átt við beint lýðræði þar sem íbúarnir kjósa fulltrúa sína til að stjórna sameiginlegum málum, og krafna um að treysta sameiginlega stjórn kjörinna ríkisstjórna aðildarlandanna á vettvangi Evrópusambandsins, en þjóðríkin eru þær einingar sem mynda sambandið.“ Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Evrópusambandið hefur verið að þróast til að mæta lýðræðislegum halla innan sambandins. Á meðal breytinganna eru aukin völd þjóðþinga og Evrópuþingsins, sem kosið er beint af borgurum ESB. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu samningaviðræðnanna við ESB „Lengi hefur því verið haldið fram að lagagerðir innan sambandsins styddust ekki við nægjanlegan lýðræðislegan grundvöll. Því hefur sambandið verið að þróast m.t.t. að mæta þeim lýðræðislega halla. Lissabonsáttmálinn hefur að geyma bein ákvæði um efnið sem öll miða að því að styrkja lýðræðisþróunina,“ segir í niðurstöðunum. Samkvæmt skýrslunni jukust völd framkvæmdastjórnar ESB með Lissabonsáttmálanum. Fleiri mál en áður má samþykkja með auknum meirihluta í ráðherraráði ESB, í stað þess að einróma samþykki þurfi. „Við þær aðstæður fær framkvæmdastjórnin aukinn frumkvæðisrétt og ráðið getur ekki breytt tillögu framkvæmdastjórnarinnar nema með einróma ályktun, nema í vissum tilvikum.“ Hins vegar hafi völd Evrópuþingsins einnig farið vaxandi, ekki síst í tengslum við löggjafarmál, fjárlög og kosningu forseta framkvæmdastjórnarinnar. „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi. Þau áhrif eru án efa talin nauðsynleg til að vinna upp meintan lýðræðishalla vegna þess að innan ESB hefur leiðtogaráðið farið með umfangsmikið lagasetningarvald.“ESB verður ekki ríkiHagfræðistofnun segir erfiðleikum bundið að fjalla um þróun lýðræðis í ESB. „Ástæðan er ekki síst sú að Evrópusambandið er ekki ríki, í þeim skilningi sem oftast er lagt í það hugtak, og fátt bendir til þess að það verði að ríki í náinni framtíð.“ Skýrsluhöfundar segja að sökum þeirrar stofnanagerðar sem Evrópusambandið býr við myndist „togstreita milli krafna um meira lýðræði, en þá er oftast átt við beint lýðræði þar sem íbúarnir kjósa fulltrúa sína til að stjórna sameiginlegum málum, og krafna um að treysta sameiginlega stjórn kjörinna ríkisstjórna aðildarlandanna á vettvangi Evrópusambandsins, en þjóðríkin eru þær einingar sem mynda sambandið.“
Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira