Blaðamannaverðlaunin veitt í dag 15. febrúar 2014 16:27 Handhafar Blaðamannaverðlaunanna í ár. Vísir/Andri Marino Blaðamannaverðlaunin fyrir árið 2013 voru veitt í Gerðarsafni í dag. Það er Blaðamannafélag Íslands sem veitir verðlaunin í fjórum flokkum. Blaðamannaverðlaunin í ár hlaut Bergljót Baldurssdóttir á fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir umfjöllun sína um ýmis vísindi og rannsóknir og fyrir að takast að sýna erfiða stöðu í heilbrigðiskerfi landsmanna. Einnig hlutu tilnefningu til Blaðamannaverðlaunanna Helgi Seljan hjá Kastljósi Ríkisútvarpsins fyrir umfjöllun um fjármál, heilbrigðismál og lögreglu- og fangelsismál og Svavar Hávarðsson hjá Fréttablaðinu fyrir skrif sín um ólík efni, meðal annars síldardauða í Kolgrafarfirði og vandamál tengdum virkjunar háhitasvæða í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Það var Stígur Helgason sem fór með sigur af hólmi í flokkinum Viðtal ársins fyrir viðtal sitt við Maríu Rut Kristinsdóttir, formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands í Fréttablaðinu. Í umsögn dómnefndar kemur fram að María Rut upplifði kynferðisofbeldi sem hún tókst á við með aðstoð menntamálaráðherra. Í dag berst hún við ráðherrann á opinberum vígstöðvum. Í flokkinum Viðtal ársins voru einnig tilnefnd Kristjana Guðbrandsdóttir á DV fyrir viðtal við Gunnar Smára Egilson og Orri Páll Ormarsson á Morgunblaðinu fyrir viðtal sitt við Eyþór Eyjólfsson. Í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins 2013 voru það þeir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson á DV sem urðu hlutskarpastir fyrir umfjöllun sína um hælisleitendur á Íslandi og möguleg brot á réttindum einstaklinga í hópi þeirra. Einnig hlutu tilnefningar þau Eva Bjarnadóttir á Fréttablaðinu fyrir umfjöllun um sjálfræðissviptingu og naðungarvistun geðsjúkra og Ægir Þór Eysteinsson á Kjarnanum fyrir samantekt á rekstri Sparisjóðs Keflavíkur. Það var ritstjórn Kastljóss sem hlaut verðlaun fyrir Umfjöllun ársins 2013 fyrir umfjöllun um kynferðisbrot og afleiðingar þeirra með afhjúpun á brotum manns til áratuga. Einnig hlutu tilnefningu fréttastofa 365 fyrir fréttaflutning af skotárás í Hraunbæ og ritstjórn RÚV fyrir umfangsmikla umfjöllun fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Blaðamannaverðlaunin fyrir árið 2013 voru veitt í Gerðarsafni í dag. Það er Blaðamannafélag Íslands sem veitir verðlaunin í fjórum flokkum. Blaðamannaverðlaunin í ár hlaut Bergljót Baldurssdóttir á fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir umfjöllun sína um ýmis vísindi og rannsóknir og fyrir að takast að sýna erfiða stöðu í heilbrigðiskerfi landsmanna. Einnig hlutu tilnefningu til Blaðamannaverðlaunanna Helgi Seljan hjá Kastljósi Ríkisútvarpsins fyrir umfjöllun um fjármál, heilbrigðismál og lögreglu- og fangelsismál og Svavar Hávarðsson hjá Fréttablaðinu fyrir skrif sín um ólík efni, meðal annars síldardauða í Kolgrafarfirði og vandamál tengdum virkjunar háhitasvæða í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Það var Stígur Helgason sem fór með sigur af hólmi í flokkinum Viðtal ársins fyrir viðtal sitt við Maríu Rut Kristinsdóttir, formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands í Fréttablaðinu. Í umsögn dómnefndar kemur fram að María Rut upplifði kynferðisofbeldi sem hún tókst á við með aðstoð menntamálaráðherra. Í dag berst hún við ráðherrann á opinberum vígstöðvum. Í flokkinum Viðtal ársins voru einnig tilnefnd Kristjana Guðbrandsdóttir á DV fyrir viðtal við Gunnar Smára Egilson og Orri Páll Ormarsson á Morgunblaðinu fyrir viðtal sitt við Eyþór Eyjólfsson. Í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins 2013 voru það þeir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson á DV sem urðu hlutskarpastir fyrir umfjöllun sína um hælisleitendur á Íslandi og möguleg brot á réttindum einstaklinga í hópi þeirra. Einnig hlutu tilnefningar þau Eva Bjarnadóttir á Fréttablaðinu fyrir umfjöllun um sjálfræðissviptingu og naðungarvistun geðsjúkra og Ægir Þór Eysteinsson á Kjarnanum fyrir samantekt á rekstri Sparisjóðs Keflavíkur. Það var ritstjórn Kastljóss sem hlaut verðlaun fyrir Umfjöllun ársins 2013 fyrir umfjöllun um kynferðisbrot og afleiðingar þeirra með afhjúpun á brotum manns til áratuga. Einnig hlutu tilnefningu fréttastofa 365 fyrir fréttaflutning af skotárás í Hraunbæ og ritstjórn RÚV fyrir umfangsmikla umfjöllun fyrir Alþingiskosningarnar 2013.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira