Blaðamannaverðlaunin veitt í dag 15. febrúar 2014 16:27 Handhafar Blaðamannaverðlaunanna í ár. Vísir/Andri Marino Blaðamannaverðlaunin fyrir árið 2013 voru veitt í Gerðarsafni í dag. Það er Blaðamannafélag Íslands sem veitir verðlaunin í fjórum flokkum. Blaðamannaverðlaunin í ár hlaut Bergljót Baldurssdóttir á fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir umfjöllun sína um ýmis vísindi og rannsóknir og fyrir að takast að sýna erfiða stöðu í heilbrigðiskerfi landsmanna. Einnig hlutu tilnefningu til Blaðamannaverðlaunanna Helgi Seljan hjá Kastljósi Ríkisútvarpsins fyrir umfjöllun um fjármál, heilbrigðismál og lögreglu- og fangelsismál og Svavar Hávarðsson hjá Fréttablaðinu fyrir skrif sín um ólík efni, meðal annars síldardauða í Kolgrafarfirði og vandamál tengdum virkjunar háhitasvæða í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Það var Stígur Helgason sem fór með sigur af hólmi í flokkinum Viðtal ársins fyrir viðtal sitt við Maríu Rut Kristinsdóttir, formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands í Fréttablaðinu. Í umsögn dómnefndar kemur fram að María Rut upplifði kynferðisofbeldi sem hún tókst á við með aðstoð menntamálaráðherra. Í dag berst hún við ráðherrann á opinberum vígstöðvum. Í flokkinum Viðtal ársins voru einnig tilnefnd Kristjana Guðbrandsdóttir á DV fyrir viðtal við Gunnar Smára Egilson og Orri Páll Ormarsson á Morgunblaðinu fyrir viðtal sitt við Eyþór Eyjólfsson. Í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins 2013 voru það þeir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson á DV sem urðu hlutskarpastir fyrir umfjöllun sína um hælisleitendur á Íslandi og möguleg brot á réttindum einstaklinga í hópi þeirra. Einnig hlutu tilnefningar þau Eva Bjarnadóttir á Fréttablaðinu fyrir umfjöllun um sjálfræðissviptingu og naðungarvistun geðsjúkra og Ægir Þór Eysteinsson á Kjarnanum fyrir samantekt á rekstri Sparisjóðs Keflavíkur. Það var ritstjórn Kastljóss sem hlaut verðlaun fyrir Umfjöllun ársins 2013 fyrir umfjöllun um kynferðisbrot og afleiðingar þeirra með afhjúpun á brotum manns til áratuga. Einnig hlutu tilnefningu fréttastofa 365 fyrir fréttaflutning af skotárás í Hraunbæ og ritstjórn RÚV fyrir umfangsmikla umfjöllun fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Blaðamannaverðlaunin fyrir árið 2013 voru veitt í Gerðarsafni í dag. Það er Blaðamannafélag Íslands sem veitir verðlaunin í fjórum flokkum. Blaðamannaverðlaunin í ár hlaut Bergljót Baldurssdóttir á fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir umfjöllun sína um ýmis vísindi og rannsóknir og fyrir að takast að sýna erfiða stöðu í heilbrigðiskerfi landsmanna. Einnig hlutu tilnefningu til Blaðamannaverðlaunanna Helgi Seljan hjá Kastljósi Ríkisútvarpsins fyrir umfjöllun um fjármál, heilbrigðismál og lögreglu- og fangelsismál og Svavar Hávarðsson hjá Fréttablaðinu fyrir skrif sín um ólík efni, meðal annars síldardauða í Kolgrafarfirði og vandamál tengdum virkjunar háhitasvæða í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Það var Stígur Helgason sem fór með sigur af hólmi í flokkinum Viðtal ársins fyrir viðtal sitt við Maríu Rut Kristinsdóttir, formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands í Fréttablaðinu. Í umsögn dómnefndar kemur fram að María Rut upplifði kynferðisofbeldi sem hún tókst á við með aðstoð menntamálaráðherra. Í dag berst hún við ráðherrann á opinberum vígstöðvum. Í flokkinum Viðtal ársins voru einnig tilnefnd Kristjana Guðbrandsdóttir á DV fyrir viðtal við Gunnar Smára Egilson og Orri Páll Ormarsson á Morgunblaðinu fyrir viðtal sitt við Eyþór Eyjólfsson. Í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins 2013 voru það þeir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson á DV sem urðu hlutskarpastir fyrir umfjöllun sína um hælisleitendur á Íslandi og möguleg brot á réttindum einstaklinga í hópi þeirra. Einnig hlutu tilnefningar þau Eva Bjarnadóttir á Fréttablaðinu fyrir umfjöllun um sjálfræðissviptingu og naðungarvistun geðsjúkra og Ægir Þór Eysteinsson á Kjarnanum fyrir samantekt á rekstri Sparisjóðs Keflavíkur. Það var ritstjórn Kastljóss sem hlaut verðlaun fyrir Umfjöllun ársins 2013 fyrir umfjöllun um kynferðisbrot og afleiðingar þeirra með afhjúpun á brotum manns til áratuga. Einnig hlutu tilnefningu fréttastofa 365 fyrir fréttaflutning af skotárás í Hraunbæ og ritstjórn RÚV fyrir umfangsmikla umfjöllun fyrir Alþingiskosningarnar 2013.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira