Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 14. febrúar 2014 21:34 VÍSIR/PJETUR Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri í ræðukeppninni Morfís eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn Morfís bréf og kvartaði yfir framkomu MÍ í ræðukeppninni. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan, “ segir meðal annars í bréfinu. Um upplifun sína af keppninni sagði Eyrún meðal annars að hún hefði sjaldan orðið jafn reið og þegar liðsstjóri MÍ flutti sína ræðu. „Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“Læra af þessu Ræðulið MÍ harmar þau ósæmilegu orð sem voru látin falla í samskiptum fyrir keppnina og í sjálfri keppninni. Aldrei hafi verið ætlunin að sýna neinum fyrirlitningu og hvað þá tala niður til kvenna. Mistökin séu á ábyrgð þeirra sem framkvæmdu og vilja liðsmenn taka það sérstaklega fram að þeir voru ekki hvattir til þess né hafi hegðunin verið viðurkennd af þjálfara liðsins. Þjálfari liðsins er Ingvar Örn Ákason en hann bað Eyrúnu afsökunar fyrir hönd liðsins um leið og hann frétti af því hvernig samskiptin voru að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Hann segist hafa reynt að fá liðsfélagana til að taka ósæmilegt orðbragð úr ræðunni og kveðið mjög sterkt á um að ekkert slíkt kæmi fram í ræðunni. Liðsstjóri MÍ harmar mjög framkomu sína og en ógeðsleg orð hafi fallið sem ekki ættu að heyrast. Liðið segist munu læra af þessu og stefni í framtíðinni á að sýna vinsemd og virðingu gagnvart öðrum keppendum. Þeir ætli ekki að leggjast á það plan að tala illa um andstæðinga sína né aðra. „Við viljum að keppnin snúist um málefni en ekki manneskjur og vonum við að áherslur í framtíðinni munu færast aftur í þá átt, við munum í það minnsta taka þá stefnu í framtíðinni og snúa málafærslu okkar til betri vegar. Við viljum vera skólanum okkar og samfélagi til sóma og því verður þessi hegðun ekki liðin hér eftir. Afsakið öll!“ Lið MA vann sigur í keppni skólanna og er komið áfram. Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri í ræðukeppninni Morfís eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn Morfís bréf og kvartaði yfir framkomu MÍ í ræðukeppninni. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan, “ segir meðal annars í bréfinu. Um upplifun sína af keppninni sagði Eyrún meðal annars að hún hefði sjaldan orðið jafn reið og þegar liðsstjóri MÍ flutti sína ræðu. „Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“Læra af þessu Ræðulið MÍ harmar þau ósæmilegu orð sem voru látin falla í samskiptum fyrir keppnina og í sjálfri keppninni. Aldrei hafi verið ætlunin að sýna neinum fyrirlitningu og hvað þá tala niður til kvenna. Mistökin séu á ábyrgð þeirra sem framkvæmdu og vilja liðsmenn taka það sérstaklega fram að þeir voru ekki hvattir til þess né hafi hegðunin verið viðurkennd af þjálfara liðsins. Þjálfari liðsins er Ingvar Örn Ákason en hann bað Eyrúnu afsökunar fyrir hönd liðsins um leið og hann frétti af því hvernig samskiptin voru að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Hann segist hafa reynt að fá liðsfélagana til að taka ósæmilegt orðbragð úr ræðunni og kveðið mjög sterkt á um að ekkert slíkt kæmi fram í ræðunni. Liðsstjóri MÍ harmar mjög framkomu sína og en ógeðsleg orð hafi fallið sem ekki ættu að heyrast. Liðið segist munu læra af þessu og stefni í framtíðinni á að sýna vinsemd og virðingu gagnvart öðrum keppendum. Þeir ætli ekki að leggjast á það plan að tala illa um andstæðinga sína né aðra. „Við viljum að keppnin snúist um málefni en ekki manneskjur og vonum við að áherslur í framtíðinni munu færast aftur í þá átt, við munum í það minnsta taka þá stefnu í framtíðinni og snúa málafærslu okkar til betri vegar. Við viljum vera skólanum okkar og samfélagi til sóma og því verður þessi hegðun ekki liðin hér eftir. Afsakið öll!“ Lið MA vann sigur í keppni skólanna og er komið áfram.
Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33