Innlent

13 ára drengur hótaði að sprengja flugvél WOW

Jóhannes Stefánsson skrifar
Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum.
Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum.
Mál vegna sprengjuhótunar í flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli er nú upplýst. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að sá sem hringdi á skrifstofur WOW og tilkynnti um sprengjuna er 13 ára drengur.

Drengurinn gekkst við hótuninni hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

„Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum enda viðbúnaður mikill af hálfu viðbragðsaðila auk þess sem atvikið hafði áhrif á ferðir farþeganna í vélinni,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglu vegna málsins.


Tengdar fréttir

„Þetta var íslensk rödd“

Starfsfólki í þjónustuveri Wow Air var tilkynnt að sprengja væri um borð í flugvél félagsins sem var á leið frá Gatwick flugvellinum. Farþegum er nú boðið upp á áfallahjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×