Mótmælt við innanríkisráðuneytið Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2014 13:39 Í hádeginu var þess krafist að Hanna Birna Kristjánsdóttir víki úr sæti innanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Nokkuð svalt var í veðri í hádeginu í dag, fyrir framan innanríkisráðuneytið, en hiti í mannskapnum sem þar var mættur til að mótmæla og krefjast þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra víki.Boðað hafði verið til mótmælanna á sérstakri Facebook-síðu og höfðu hundrað manns boðað komu sína. Þeir voru umtalsvert færri eða um 20 til 30 manns. Á síðunni áðurnefndu var minnt á að fyrir tveimur og hálfum mánuði var minnisskjali um flóttamann á Íslandi lekið til fjölmiðla. „Fjölmiðlarnir sem birtu það sögðu að það kæmi úr innanríkisráðuneytinu. Þeir sem hafa séð blaðið segja augljóst að það komi þaðan. Innanríkisráðuneytið hefur ekki beðið fjölmiðla að leiðrétta það. Engu að síður hefur það dregið fæturna með að upplýsa þennan glæp.“ Rakið er að flóttamaðurinn hafi verið fluttur úr landi í lögreglufylgd: „Í ljósi þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir og starfsfólk hennar sætir lögreglurannsókn vegna lekans og hafa gert ítrekaðar tilraunir til að takmarka umræðu um málið krefjumst við þess að hún víki á meðan á rannsókn stendur.“ Meðal þeirra sem mættir voru til að mótmæla var Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar en hann hefur látið málið til sín taka á Alþingi og beint fyrirspurnum til innanríkisráðherra vegna þess. Hverju er Mörður að mótmæla? „Ég er eiginlega að taka undir kröfur fundarboðenda að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli. Mér finnst það mikilvægast.“ Ein krafan sem sett er fram af hálfu þess hóps sem hér er mættur er sú að Hanna Birna víki, í ljósi þess að hún og ráðuneytið sætir lögreglurannsókn samkvæmt ósk ríkissaksóknara. Finnst þér að Hanna Birna eigi að víkja? „Nú hef ég, öfugt við aðra fundarmenn, þau forréttindi að geta talað á morgun við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sjálfa á þinginu. En, málið er án fordæmis, menn hafa reynt að finna og leita; að ráðuneyti dómsmála sé undir lögreglurannsókn að tilhlutan ríkissaksóknara. Ég myndi í sporum innanráðherrans hugsa mig vandlega um hvað ég á að gera í því. Hún er ekki bara með því að taka ákvörðun er varðar hennar mál heldur gefa fordæmi fyrir framhaldið.“Þó fremur svalt væri í veðri var hiti í fundarmönnum.Vísir/Vilhelm Tengdar fréttir Hefur ekki íhugað að víkja tímabundið útaf lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segist ekki hafa íhugað að víkja tímabundið úr embætti á meðan lögreglan rannsakar meintan leka á trúnaðarupplýsingum hælisleitanda til fjölmiðla. 7. febrúar 2014 17:09 Lekamálið komið til lögreglunnar Ríkissaksóknari hefur framsent kæru, vegna leka á persónuupplýsingum hælisleitanda til fjölmiðla, til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef ríkissaksóknara. 7. febrúar 2014 13:00 Reynir segist hafa fengið „ógeðfelld símtöl“ frá Hönnu Birnu Reynir Traustason ritstjóri segir innanríkisráherra hafa reynt að hafa áhrif á fréttaflutning með ósæmilegum hætti. 17. janúar 2014 15:33 Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu Innanríkisráðherra segir ítarlega rannsókn innan innanríkisráðuneytisins og stofnana þess sýna að minnisblað um hælisleitanda hafi ekki komið úr ráðuneytinu. Mörður Árnason er með minnisblaðið. 27. janúar 2014 20:48 Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39 Innanríkisráðherra vill að lekamálið verði rannsakað eins ítarlega og mögulegt er Meintur leki trúnaðarupplýsinga um hælisleitendur úr innanríkisráðuneytinu er nú kominn á borð lögreglu, en Hanna Birna Kristjánsdóttir fagnar að lögreglan sé komin í málið. 7. febrúar 2014 14:40 Ríkissaksóknari óskar eftir frekari gögnum um lekamálið Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur óskað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu vegna kæru lögmanns hælisleitenda um leka á trúnaðargögnum úr ráðuneytinu. 31. janúar 2014 14:12 Hælisleitendur fái svar innan 48 klukkustunda Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ferli hælisleitenda óásættanlegt og það muni taka miklum breytingum á næstu mánuðum. 10. febrúar 2014 10:45 Segir ritstjóra DV hafa hótað sér „Læt ekki hóta mér með þessum hætti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 17. janúar 2014 14:54 Innanríkisráðuneytið vill enn nánari skoðun vegna lekamálsins Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að öll tölvutæk gögn í lekamálinu verði rannsökuð með aðkomu Persónuverndar og sérstöku samþykki starfsmanna. 7. febrúar 2014 12:31 Mun ekki tjá sig efnislega um lekamálið fyrr en niðurstaða liggur fyrir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur ítrekað beðist undan því að mæta í viðtal í Kastljósið til að ræða trúnaðarbrest sem kom upp í innanríkisráðuneytinu. Hún hafði áður samþykkt að veita Kastljósi viðtal í vikunni en hefur hætt við það í bili. 28. janúar 2014 21:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Nokkuð svalt var í veðri í hádeginu í dag, fyrir framan innanríkisráðuneytið, en hiti í mannskapnum sem þar var mættur til að mótmæla og krefjast þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra víki.Boðað hafði verið til mótmælanna á sérstakri Facebook-síðu og höfðu hundrað manns boðað komu sína. Þeir voru umtalsvert færri eða um 20 til 30 manns. Á síðunni áðurnefndu var minnt á að fyrir tveimur og hálfum mánuði var minnisskjali um flóttamann á Íslandi lekið til fjölmiðla. „Fjölmiðlarnir sem birtu það sögðu að það kæmi úr innanríkisráðuneytinu. Þeir sem hafa séð blaðið segja augljóst að það komi þaðan. Innanríkisráðuneytið hefur ekki beðið fjölmiðla að leiðrétta það. Engu að síður hefur það dregið fæturna með að upplýsa þennan glæp.“ Rakið er að flóttamaðurinn hafi verið fluttur úr landi í lögreglufylgd: „Í ljósi þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir og starfsfólk hennar sætir lögreglurannsókn vegna lekans og hafa gert ítrekaðar tilraunir til að takmarka umræðu um málið krefjumst við þess að hún víki á meðan á rannsókn stendur.“ Meðal þeirra sem mættir voru til að mótmæla var Mörður Árnason varaþingmaður Samfylkingarinnar en hann hefur látið málið til sín taka á Alþingi og beint fyrirspurnum til innanríkisráðherra vegna þess. Hverju er Mörður að mótmæla? „Ég er eiginlega að taka undir kröfur fundarboðenda að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli. Mér finnst það mikilvægast.“ Ein krafan sem sett er fram af hálfu þess hóps sem hér er mættur er sú að Hanna Birna víki, í ljósi þess að hún og ráðuneytið sætir lögreglurannsókn samkvæmt ósk ríkissaksóknara. Finnst þér að Hanna Birna eigi að víkja? „Nú hef ég, öfugt við aðra fundarmenn, þau forréttindi að geta talað á morgun við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sjálfa á þinginu. En, málið er án fordæmis, menn hafa reynt að finna og leita; að ráðuneyti dómsmála sé undir lögreglurannsókn að tilhlutan ríkissaksóknara. Ég myndi í sporum innanráðherrans hugsa mig vandlega um hvað ég á að gera í því. Hún er ekki bara með því að taka ákvörðun er varðar hennar mál heldur gefa fordæmi fyrir framhaldið.“Þó fremur svalt væri í veðri var hiti í fundarmönnum.Vísir/Vilhelm
Tengdar fréttir Hefur ekki íhugað að víkja tímabundið útaf lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segist ekki hafa íhugað að víkja tímabundið úr embætti á meðan lögreglan rannsakar meintan leka á trúnaðarupplýsingum hælisleitanda til fjölmiðla. 7. febrúar 2014 17:09 Lekamálið komið til lögreglunnar Ríkissaksóknari hefur framsent kæru, vegna leka á persónuupplýsingum hælisleitanda til fjölmiðla, til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef ríkissaksóknara. 7. febrúar 2014 13:00 Reynir segist hafa fengið „ógeðfelld símtöl“ frá Hönnu Birnu Reynir Traustason ritstjóri segir innanríkisráherra hafa reynt að hafa áhrif á fréttaflutning með ósæmilegum hætti. 17. janúar 2014 15:33 Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu Innanríkisráðherra segir ítarlega rannsókn innan innanríkisráðuneytisins og stofnana þess sýna að minnisblað um hælisleitanda hafi ekki komið úr ráðuneytinu. Mörður Árnason er með minnisblaðið. 27. janúar 2014 20:48 Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39 Innanríkisráðherra vill að lekamálið verði rannsakað eins ítarlega og mögulegt er Meintur leki trúnaðarupplýsinga um hælisleitendur úr innanríkisráðuneytinu er nú kominn á borð lögreglu, en Hanna Birna Kristjánsdóttir fagnar að lögreglan sé komin í málið. 7. febrúar 2014 14:40 Ríkissaksóknari óskar eftir frekari gögnum um lekamálið Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur óskað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu vegna kæru lögmanns hælisleitenda um leka á trúnaðargögnum úr ráðuneytinu. 31. janúar 2014 14:12 Hælisleitendur fái svar innan 48 klukkustunda Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ferli hælisleitenda óásættanlegt og það muni taka miklum breytingum á næstu mánuðum. 10. febrúar 2014 10:45 Segir ritstjóra DV hafa hótað sér „Læt ekki hóta mér með þessum hætti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 17. janúar 2014 14:54 Innanríkisráðuneytið vill enn nánari skoðun vegna lekamálsins Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að öll tölvutæk gögn í lekamálinu verði rannsökuð með aðkomu Persónuverndar og sérstöku samþykki starfsmanna. 7. febrúar 2014 12:31 Mun ekki tjá sig efnislega um lekamálið fyrr en niðurstaða liggur fyrir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur ítrekað beðist undan því að mæta í viðtal í Kastljósið til að ræða trúnaðarbrest sem kom upp í innanríkisráðuneytinu. Hún hafði áður samþykkt að veita Kastljósi viðtal í vikunni en hefur hætt við það í bili. 28. janúar 2014 21:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Hefur ekki íhugað að víkja tímabundið útaf lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segist ekki hafa íhugað að víkja tímabundið úr embætti á meðan lögreglan rannsakar meintan leka á trúnaðarupplýsingum hælisleitanda til fjölmiðla. 7. febrúar 2014 17:09
Lekamálið komið til lögreglunnar Ríkissaksóknari hefur framsent kæru, vegna leka á persónuupplýsingum hælisleitanda til fjölmiðla, til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef ríkissaksóknara. 7. febrúar 2014 13:00
Reynir segist hafa fengið „ógeðfelld símtöl“ frá Hönnu Birnu Reynir Traustason ritstjóri segir innanríkisráherra hafa reynt að hafa áhrif á fréttaflutning með ósæmilegum hætti. 17. janúar 2014 15:33
Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu Innanríkisráðherra segir ítarlega rannsókn innan innanríkisráðuneytisins og stofnana þess sýna að minnisblað um hælisleitanda hafi ekki komið úr ráðuneytinu. Mörður Árnason er með minnisblaðið. 27. janúar 2014 20:48
Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39
Innanríkisráðherra vill að lekamálið verði rannsakað eins ítarlega og mögulegt er Meintur leki trúnaðarupplýsinga um hælisleitendur úr innanríkisráðuneytinu er nú kominn á borð lögreglu, en Hanna Birna Kristjánsdóttir fagnar að lögreglan sé komin í málið. 7. febrúar 2014 14:40
Ríkissaksóknari óskar eftir frekari gögnum um lekamálið Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur óskað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu vegna kæru lögmanns hælisleitenda um leka á trúnaðargögnum úr ráðuneytinu. 31. janúar 2014 14:12
Hælisleitendur fái svar innan 48 klukkustunda Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ferli hælisleitenda óásættanlegt og það muni taka miklum breytingum á næstu mánuðum. 10. febrúar 2014 10:45
Segir ritstjóra DV hafa hótað sér „Læt ekki hóta mér með þessum hætti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 17. janúar 2014 14:54
Innanríkisráðuneytið vill enn nánari skoðun vegna lekamálsins Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að öll tölvutæk gögn í lekamálinu verði rannsökuð með aðkomu Persónuverndar og sérstöku samþykki starfsmanna. 7. febrúar 2014 12:31
Mun ekki tjá sig efnislega um lekamálið fyrr en niðurstaða liggur fyrir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur ítrekað beðist undan því að mæta í viðtal í Kastljósið til að ræða trúnaðarbrest sem kom upp í innanríkisráðuneytinu. Hún hafði áður samþykkt að veita Kastljósi viðtal í vikunni en hefur hætt við það í bili. 28. janúar 2014 21:15