Innlent

Hefur ekki áhyggjur af Hells Angels í bænum

Jóhannes Stefánsson skrifar
Gunnar segir að ekki hafi borist kvartanir vegna veru vélhjólasamtakanna í bænum.
Gunnar segir að ekki hafi borist kvartanir vegna veru vélhjólasamtakanna í bænum. Samsett/AFP
Gunnar Einarsson, bæjarstjórinn í Garðabæ, hefur ekki sérstakar áhyggjur þó að Hells Angels hafi fært höfuðstöðvar sínar í bæjarfélagið úr Hafnarfirðinum.

„Ég gæti nú samt alveg trúað því að fólk hafi áhyggjur af þessum samtökum eða nálægð þeirra vegna þess orðspors sem gengur af þeim," segir Gunnar í samtali við fréttastofu.

„Ég kannast ekki við að kvartanir hafi borist bænum vegna veru vélhljólasamtakanna," segir Gunnar.

Aðspurður hvort bæjaryfirvöld hyggist eitthvað aðhafast vegna veru samtakanna í bæjarfélaginu segir Gunnar:

„Nei, það er ekki okkar hlutverk. Ef um einhverja ólöglega starfsemi er að ræða þá er það hlutverk lögreglunnar að hafa afskipti af því," segir Gunnar Einarsson, bæjarstjórinn í Garðabæ.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×