Viðskipti innlent

QuizUp í öðru sæti á virtri verðlaunahátíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla, ásamt Davíð Helgasyni á hátíðinni í nótt.
Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla, ásamt Davíð Helgasyni á hátíðinni í nótt. mynd /aðsend
Smáleikurinn QuizUp varð í öðru sæti á Crunchies Award í nótt en um er að ræða mjög virta verðlaunahátíð vestanhafs.

Stærstu tæknimiðlarnir í Kísildalnum standa fyrir verðlaununum á ári hverju en er þetta í áttunda sinn sem verðlaunin eru veitt. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla gaf út leikinn í nóvember.

QuizUp varð í öðru sæti í flokknum Fastest Rising Startup, eða það fyrirtæki sem óx hraðast á árinu.

Leikurinn kom út í nóvember á síðasta ári og hafa milljónir manna halað niður leiknum í dag.

Upworthy vann flokkinn. Hér má sjá hvaða leikir og forrit fengu verðlaun á hátíðinni í San Francisco í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×