Innlent

Þrír létust í árekstri í Noregi - Íslendingur grunaður um gáleysislegan akstur

Þrír létust í hörðum árekstri rútu og flutningabíls í Sokna í Noregi seint í gærkvöldi.  Ellefu er slasaðir en ökumaður flutningabílsins er í norskum miðlum sagður vera íslendingur, fæddur árið 1954. Hann er grunaður um gáleysilegan akstur og hefur verið yfirheyrður af lögreglu, að því er greint er frá á vefsíðu norska ríkisútvarpsins.

Ekkert er þó sagt benda til ölvunaraksturs. Allir hinna látnu voru um borð í rútunni en mikil hálka var á svæðinu þegar slysið varð. Skömmu eftir slysið ók annar flutningabíll á rútuna, þegar hann náði ekki að bremsa í tæka tíð. Ökumaður þess bíls mun einnig hafa verið íslenskur.

Meiðsli tveggja annarra voru álitin svo alvarleg að ákveðið var að fljúga með þá á sjúkrahús í Osló en hinir fóru til eftirlits á spítala á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×