Innlent

Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra

Höskuldur Kári Schram skrifar
Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum.

Þetta kemur fram í umsögn Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins við ákvörðun ráðherra. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram skriflega fyrirspurn á Alþingi vegna málsins.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannaði sölu og dreifingu á bjórnum þar sem í hann er notað hvalamjöl frá Hval hf. en ekki liggur fyrir hvort það sé nothæft til manneldis. Framleiðandinn, Brugghúsið Steðja, kærði þá niðurstöðu og í kjölfarið afturkallaði ráðherra bannið.

í umsögn Matvælastofnunar segir að þegar vafi er um hvort framleiðsla og dreifing sé í samræmi við sjónarmið um öryggi og hollustu matvæla sé eðlilegt að neytendur njóti vafans. Undir þetta tekur Heilbrigðiseftirlit Vesturlands en í umsögn stofnunarinnar segir meðal annars:

„Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telur að rétt hafi verið staðið að ákvörðunum og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafi með aðgerðum sínum komið í veg fyrir að vara sem ekki uppfyllir ákvæði matvælalaga færi á neytendamarkað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×