Hælisleitendur fái svar innan 48 klukkustunda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 10:45 vísir/bítið Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fjölgun á hælisleitendum sé orðin það mikil að kerfið sé hætt að ráða við það og að mörgu þurfi að huga. Frá þessu greinir hún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún segir ráðuneytið því vera að innleiða talsverðar breytingar og nefnir þar norska leið sem kölluð er 48 stunda reglan. Hún þýði það að einstaklingar sem sækja um pólitískt hæli fái svar innan þessa tímaramma, þ.e innan 48 klukkustunda. Það sé þó ekki endanlegt svar en þeir fái svar við því hvort þeir verði skilgreindir sem pólitískir hælisleitendur eða hvort þeir séu til þess bærir. Fái menn neitun þá á það að liggja fyrir innan þessa tíma og verða þá sendir úr landi. „Við viljum hraða málsmeðferðinni við viljum vanda hana og gæta þess að við séum að sinna mannréttindum með öruggum og farsælum hætti í samræmi við alþjóðasamþykktir,“ segir Hanna Birna. Hún segir ferlið, eins og það var, hafa verið óásættanlegt. Ferlið hafi tekið of langan tíma, fólk hafi oft þurft að bíða í uppundir tvö ár og því sé markvisst unnið að því að breyta þessum gangi mála. Eins sé kostnaður of hár, en hann sé um 600 milljónir króna. Þessi kostnaður fari til dæmis í húsnæði, uppihald og lögmannskostnað og með því að innleiða þessa 48 stunda reglu sé sparnaðurinn orðinn gríðarlegur. „600 milljónir eru sami kostnaður og við þurfum á ári hverju til að endurnýja tækjakost á landspítalanum. Þetta eru risastórar tölur.“ Aðspurð um innflytjendalög, segir hún að nálgast eigi þau af meiri sóknarhug og ekki eigi að herða þau frekar. „Ég held að Ísland eigi að nálgast þessi innflytjendamál og hætta að tala um þetta sem vandamál eða ógn. Ég held að við eigum að nálgast þetta sem tækifæri.“ Hún segir að þrátt fyrir að til séu erfið mál þá séu fjölmörg sóknarfæri í því að fólk vilji dvelja og starfa á Íslandi og að nálgast þurfi þessi mál af umburðarlyndi. „Lítum á þetta sem fjölbreytileika og eitthvað sem getur gefið okkar samfélagi aukna hagsæld og önnur lífsgæði.“ Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fjölgun á hælisleitendum sé orðin það mikil að kerfið sé hætt að ráða við það og að mörgu þurfi að huga. Frá þessu greinir hún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún segir ráðuneytið því vera að innleiða talsverðar breytingar og nefnir þar norska leið sem kölluð er 48 stunda reglan. Hún þýði það að einstaklingar sem sækja um pólitískt hæli fái svar innan þessa tímaramma, þ.e innan 48 klukkustunda. Það sé þó ekki endanlegt svar en þeir fái svar við því hvort þeir verði skilgreindir sem pólitískir hælisleitendur eða hvort þeir séu til þess bærir. Fái menn neitun þá á það að liggja fyrir innan þessa tíma og verða þá sendir úr landi. „Við viljum hraða málsmeðferðinni við viljum vanda hana og gæta þess að við séum að sinna mannréttindum með öruggum og farsælum hætti í samræmi við alþjóðasamþykktir,“ segir Hanna Birna. Hún segir ferlið, eins og það var, hafa verið óásættanlegt. Ferlið hafi tekið of langan tíma, fólk hafi oft þurft að bíða í uppundir tvö ár og því sé markvisst unnið að því að breyta þessum gangi mála. Eins sé kostnaður of hár, en hann sé um 600 milljónir króna. Þessi kostnaður fari til dæmis í húsnæði, uppihald og lögmannskostnað og með því að innleiða þessa 48 stunda reglu sé sparnaðurinn orðinn gríðarlegur. „600 milljónir eru sami kostnaður og við þurfum á ári hverju til að endurnýja tækjakost á landspítalanum. Þetta eru risastórar tölur.“ Aðspurð um innflytjendalög, segir hún að nálgast eigi þau af meiri sóknarhug og ekki eigi að herða þau frekar. „Ég held að Ísland eigi að nálgast þessi innflytjendamál og hætta að tala um þetta sem vandamál eða ógn. Ég held að við eigum að nálgast þetta sem tækifæri.“ Hún segir að þrátt fyrir að til séu erfið mál þá séu fjölmörg sóknarfæri í því að fólk vilji dvelja og starfa á Íslandi og að nálgast þurfi þessi mál af umburðarlyndi. „Lítum á þetta sem fjölbreytileika og eitthvað sem getur gefið okkar samfélagi aukna hagsæld og önnur lífsgæði.“
Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira