Hælisleitendur fái svar innan 48 klukkustunda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 10:45 vísir/bítið Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fjölgun á hælisleitendum sé orðin það mikil að kerfið sé hætt að ráða við það og að mörgu þurfi að huga. Frá þessu greinir hún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún segir ráðuneytið því vera að innleiða talsverðar breytingar og nefnir þar norska leið sem kölluð er 48 stunda reglan. Hún þýði það að einstaklingar sem sækja um pólitískt hæli fái svar innan þessa tímaramma, þ.e innan 48 klukkustunda. Það sé þó ekki endanlegt svar en þeir fái svar við því hvort þeir verði skilgreindir sem pólitískir hælisleitendur eða hvort þeir séu til þess bærir. Fái menn neitun þá á það að liggja fyrir innan þessa tíma og verða þá sendir úr landi. „Við viljum hraða málsmeðferðinni við viljum vanda hana og gæta þess að við séum að sinna mannréttindum með öruggum og farsælum hætti í samræmi við alþjóðasamþykktir,“ segir Hanna Birna. Hún segir ferlið, eins og það var, hafa verið óásættanlegt. Ferlið hafi tekið of langan tíma, fólk hafi oft þurft að bíða í uppundir tvö ár og því sé markvisst unnið að því að breyta þessum gangi mála. Eins sé kostnaður of hár, en hann sé um 600 milljónir króna. Þessi kostnaður fari til dæmis í húsnæði, uppihald og lögmannskostnað og með því að innleiða þessa 48 stunda reglu sé sparnaðurinn orðinn gríðarlegur. „600 milljónir eru sami kostnaður og við þurfum á ári hverju til að endurnýja tækjakost á landspítalanum. Þetta eru risastórar tölur.“ Aðspurð um innflytjendalög, segir hún að nálgast eigi þau af meiri sóknarhug og ekki eigi að herða þau frekar. „Ég held að Ísland eigi að nálgast þessi innflytjendamál og hætta að tala um þetta sem vandamál eða ógn. Ég held að við eigum að nálgast þetta sem tækifæri.“ Hún segir að þrátt fyrir að til séu erfið mál þá séu fjölmörg sóknarfæri í því að fólk vilji dvelja og starfa á Íslandi og að nálgast þurfi þessi mál af umburðarlyndi. „Lítum á þetta sem fjölbreytileika og eitthvað sem getur gefið okkar samfélagi aukna hagsæld og önnur lífsgæði.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fjölgun á hælisleitendum sé orðin það mikil að kerfið sé hætt að ráða við það og að mörgu þurfi að huga. Frá þessu greinir hún í Bítinu á Bylgjunni í dag. Hún segir ráðuneytið því vera að innleiða talsverðar breytingar og nefnir þar norska leið sem kölluð er 48 stunda reglan. Hún þýði það að einstaklingar sem sækja um pólitískt hæli fái svar innan þessa tímaramma, þ.e innan 48 klukkustunda. Það sé þó ekki endanlegt svar en þeir fái svar við því hvort þeir verði skilgreindir sem pólitískir hælisleitendur eða hvort þeir séu til þess bærir. Fái menn neitun þá á það að liggja fyrir innan þessa tíma og verða þá sendir úr landi. „Við viljum hraða málsmeðferðinni við viljum vanda hana og gæta þess að við séum að sinna mannréttindum með öruggum og farsælum hætti í samræmi við alþjóðasamþykktir,“ segir Hanna Birna. Hún segir ferlið, eins og það var, hafa verið óásættanlegt. Ferlið hafi tekið of langan tíma, fólk hafi oft þurft að bíða í uppundir tvö ár og því sé markvisst unnið að því að breyta þessum gangi mála. Eins sé kostnaður of hár, en hann sé um 600 milljónir króna. Þessi kostnaður fari til dæmis í húsnæði, uppihald og lögmannskostnað og með því að innleiða þessa 48 stunda reglu sé sparnaðurinn orðinn gríðarlegur. „600 milljónir eru sami kostnaður og við þurfum á ári hverju til að endurnýja tækjakost á landspítalanum. Þetta eru risastórar tölur.“ Aðspurð um innflytjendalög, segir hún að nálgast eigi þau af meiri sóknarhug og ekki eigi að herða þau frekar. „Ég held að Ísland eigi að nálgast þessi innflytjendamál og hætta að tala um þetta sem vandamál eða ógn. Ég held að við eigum að nálgast þetta sem tækifæri.“ Hún segir að þrátt fyrir að til séu erfið mál þá séu fjölmörg sóknarfæri í því að fólk vilji dvelja og starfa á Íslandi og að nálgast þurfi þessi mál af umburðarlyndi. „Lítum á þetta sem fjölbreytileika og eitthvað sem getur gefið okkar samfélagi aukna hagsæld og önnur lífsgæði.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira