Ríkisrekin áburðarverksmiðja? Jón Júlíus Karlsson skrifar 28. febrúar 2014 20:40 Framsóknarmenn vilja reisa stóra áburðarverksmiðju hér á landi og hafa lagt tillögu þess efnis fram á Alþingi. Þingmaður Framsóknarflokksins segir ekkert því til fyrirstöðu að ríkið hafi forgöngu um atvinnuuppbyggingu á landinu. Hagfræðingur er lítt hrifinn af hugmyndinni. Verði áburðarverksmiðjan að veruleika þá myndi hún framleiða árlega um 70 þúsund tonn af áburði aðallega til útflutnings og skapa 150 til 200 störf. Samkvæmt þingsályktunartillögu átta þingmanna Framsóknarflokksins þá myndi framkvæmdin kosta um 120 milljarða króna. Helst kemur til greina að reisa verksmiðjuna í Helguvík eða í Þorlákshöfn. Þorsteinn Sæmundsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, telur að nú sé rétti tímapunkturinn til að reisa verksmiðjuna. „Áburður hefur hækkað mikið í verði á heimsmarkaði og það er allt sem bendir til þess að verð haldi áfram að hækka. Það er aukin notkun og eftirspurn í heiminum. Það þarf að auka matvælaframleiðslu í heiminum um 50%,“ segir Þorsteinn. Hann telur að skapa þurfi um 20 þúsund störf hér á landi á næstu árum. Ekkert sé því til fyrirstöðu að ríkið standi fyrir atvinnuskapandi verkefnum. „Það er mín prívatskoðun sú að ef þarf þá er ekkert að því að ríkið leiði hluthafahóp sem myndi vinna að svona verkefni eða öðrum,“ bætr Þorsteinn við.Raforkuverði yrði að vera mjög lágt Þórólfur Mattíasson, prófessor í hagfræði er ekki hrifinn af tillögu Framsóknarmanna. „Mér finnst hún nokkuð hæpin við fyrstu skoðun og alls ekki þannig vaxin að það sé ástæða fyrir löggjafaþingið að fara að hafa einhver sérstök afskipti af henni,“ segir Þórólfur. „Raforka yrði að vera seld til þessarar verksmiðju á mjög lágu verði til að vega upp á móti flutningskostnaði og gefa þessari verksmiðju færi á að bjóða lægra verð en áburðarverksmiðjur í Austur-Evrópu.“ Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Sjá meira
Framsóknarmenn vilja reisa stóra áburðarverksmiðju hér á landi og hafa lagt tillögu þess efnis fram á Alþingi. Þingmaður Framsóknarflokksins segir ekkert því til fyrirstöðu að ríkið hafi forgöngu um atvinnuuppbyggingu á landinu. Hagfræðingur er lítt hrifinn af hugmyndinni. Verði áburðarverksmiðjan að veruleika þá myndi hún framleiða árlega um 70 þúsund tonn af áburði aðallega til útflutnings og skapa 150 til 200 störf. Samkvæmt þingsályktunartillögu átta þingmanna Framsóknarflokksins þá myndi framkvæmdin kosta um 120 milljarða króna. Helst kemur til greina að reisa verksmiðjuna í Helguvík eða í Þorlákshöfn. Þorsteinn Sæmundsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, telur að nú sé rétti tímapunkturinn til að reisa verksmiðjuna. „Áburður hefur hækkað mikið í verði á heimsmarkaði og það er allt sem bendir til þess að verð haldi áfram að hækka. Það er aukin notkun og eftirspurn í heiminum. Það þarf að auka matvælaframleiðslu í heiminum um 50%,“ segir Þorsteinn. Hann telur að skapa þurfi um 20 þúsund störf hér á landi á næstu árum. Ekkert sé því til fyrirstöðu að ríkið standi fyrir atvinnuskapandi verkefnum. „Það er mín prívatskoðun sú að ef þarf þá er ekkert að því að ríkið leiði hluthafahóp sem myndi vinna að svona verkefni eða öðrum,“ bætr Þorsteinn við.Raforkuverði yrði að vera mjög lágt Þórólfur Mattíasson, prófessor í hagfræði er ekki hrifinn af tillögu Framsóknarmanna. „Mér finnst hún nokkuð hæpin við fyrstu skoðun og alls ekki þannig vaxin að það sé ástæða fyrir löggjafaþingið að fara að hafa einhver sérstök afskipti af henni,“ segir Þórólfur. „Raforka yrði að vera seld til þessarar verksmiðju á mjög lágu verði til að vega upp á móti flutningskostnaði og gefa þessari verksmiðju færi á að bjóða lægra verð en áburðarverksmiðjur í Austur-Evrópu.“
Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Sjá meira