Innlent

Hvatningaorð vegna fyrirhugaðs verkfalls framhaldskólakennara

Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar
Kennarar á pöllum Alþingis.
Kennarar á pöllum Alþingis. VÍSIR/GVA
Umboðsmaður barna og Heimili og skóli hafa verulegar áhyggjur af nemendum í framhaldsskólum vegna fyrirhugaðs verkfalls framhaldsskólakennara.

Kennarar hafa boðað til verkfalls þann 17.mars næstkomandi ef samningar nást ekki.

Umboðsmaður barna og Heimili og skóli telja brottfall nemenda úr framhaldsskólum vera mikið áhyggjuefni hér á landi.

"Hætt er við að langvarandi verkfall verði til þess að fleiri nemendur hætti í skóla og ljúki ekki framhaldsnámi.“

Að því tilefni vilja bæði samtökin hvetja nemendur til að missa ekki móðinn en hvetja kennara og annað starfsfólk til að undirbúa nemendur fyrir hugsanlegt verkfall svo þeir flosni ekki úr námi.

"Foreldrar bera ábyrgð á velferð barna sinna og eiga að stuðla að því að þau fái menntun við hæfi. Foreldrar eru því hvattir til að halda vel utan um börn. Ungmenni eiga rétt á framhaldsmenntun í faglegu umhverfi þar sem stuðlað er að alhliða þroska hvers og eins,“ þetta kom fram í tilkynningu frá umboðsmanni barna og Heimili og skóla.

"Við Hvetjum samningsaðila til að semja um kjör sem fyrst, svo verkfall bitni ekki á hagsmunum og menntun barna.“


Tengdar fréttir

Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag

„Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×