Enski boltinn

Aníta og Kristinn Þór fara á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Daníel
Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson bæta mögulega bæði Íslandsmet í 800 m hlaupi á HM innanhúss í næsta mánuði.

Frjálsíþróttasamband Íslands tilkynnti í dag að þau Aníta og Kristinn Þór verði fulltrúar Íslands á mótinu sem fer fram í Sopot í Póllandi dagana 7.-9. mars.

Bæði eru með 800 m hlaup sem aðalgrein en varla þarf að fjölyrða um árangur Anítu í greininni. Hún er ríkjandi heimsmeistari 17 ára og yngri og Evrópumeistari 19 ára og yngri. Aníta á best 2:01,81 mínútur innanhúss á tímabilinu en það er Íslandsmet.

Kristinn náði sínum besta árangri um síðustu helgi er hann hljóp á 1:51,22 mínútum. Þar með hjó hann nærri Íslandsmeti Björns Margeirssonar þrátt fyrir að hafa ekki fengið neina samkeppni.

Hann vantar aðeins fimmtán hundraðshluta úr sekúndu til að bæta Íslandsmetið og líklegt að það falli á mótinu í Sopot.

Riðlakeppni í 800 m hlaupi kvenna fer fram 7. mars og degi síðar í karlaflokki. Úrslitahlaupin í báðum flokkum fara fram 9. mars.


Tengdar fréttir

Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum

Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári.

Aníta með besta árangurinn á MÍ

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR var með stigahæsta afrekið á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í dag. Hún hlaut 1132 stig fyrir árangur sinn í 800 m hlaupi, en hún kom í mark á tímanum 2:02,93 sekúndur.

Aníta setti einnig Evrópumet unglinga

Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna.

Metið sem Aníta bætti var 27 ára gamalt

Aníta Hinriksdóttir vann enn eina ferðina hug og hjörtu landa sinna er hún kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi kvenna á Reykjavíkurleikunum um liðna helgi.

Íslandmetin héldu gegn atlögu Anítu og Kolbeins

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í sínum bestu greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum í dag. Þeim tókst hinsvegar ekki að bæta Íslandsmetin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×